Hún kom beinustu leið frá Tælandi þar sem hún var búin að vera í eitt ár á tælenskunámskeiði. Það fyrsta sem henni datt í hug þegar hún gekk út úr vélinni var pítsa með pepperóní. Hún smakkaði jú pítsur á Tælandi en þær voru sterkari en pepperóníið sem var í svo miklu uppáhaldi.
Móðir hennar sótti hana af vellinum og var gráti næst af hamingju af að sjá dóttur sína heila á húfi, því sjálf var móðirin flughrædd. Þær töluðust við á leiðinni heim til Reykjavíkur og mamma hennar spurði hana hvort tælenski maturinn hafi farið vel í hana. Jújú…soldið sterkur en bragðgóður. Mjög framandi. Þarna gat hún drukkið pressaða, eldrauða vatnsmelónu sem hún væri alveg til í að fá sér með pítsunni þegar hún kæmi heim. Mamma hennar bað hana að segja eitthvað skemmtilegt við sig á tælensku og hló að þessu, því þetta var bull í hennar eyrum, en ekki í eyrum dóttur hennar. Svaddí ka chan mee, spædí mæ? Hjúúdzja dæ júleeó. Chan gin pítsa ummm aroy mag!!!!!
'I þessu vissi mamma hennar alveg hvað dóttir sín þráði heitast að borða og pantaði handa henni pítsu þegar þær komu heim.
Það komu fullt af gestum í heimsókn um kvöldið og allir vildu fá að heyra tælenskuna hennar. “Hvernig nenntirðu eiginlega að læra tælensku Hera, og af hverju TÆLENSKU af öllum norðurlandamálum…þú ert galin.” sagði Hörður yngsti bróðir hennar. “Já, af hverju tælensku. Tæland er svo framandi og öðruvísi að ég bara stóðst það ekki og ég ætla mér að læra hin Asíumálin líka þá get ég orðið fararstjóri í þessari heimsálfu sem ég dáist svo mikið að…svo einfalt er það.” “'Eg er stoltur af þér.” sagði Leifur sem var elstur. “Þú hefur loks fundið það sem þú hefur mesta ánægju af. Ekki var ég viss um mín framtíðarplön…hermdi bara eftir pabba og varð húsasmiður.”
“Uhumm, ertu að segja að það sé eithvað leiðinlegt? Sé sé nú ekki betur en að þú hafir það mjög gott og gaman í starfi” sagði pabbi þeirra. “Já, jú þetta er ágætt starf svosem” Hann tekur stóran bita af pítsunni. “En ég skil ekki af hverju ég lét ekki hjartað ráða um að verða flugstjóri” Svona héldu samræðurnar linnulaust áfram og hún, aðalpersónan, var farin að hugsa um eitthvað annað…hvað skyldi hún vera að plana núna? Hvert skyldi hún fara næst? Nú var pítsan búin sem hún hlakkaði svo mikið til að fá…var hún á leið uppí flugvél aftur???
ENDIR