Þessi ljóð samdi ég þegar ég var í Barcelona um jólin og áramótin, jólin fóru eiginlega gjörsamlega framhjá mér því það var sko ekkert jólalegt:
Samið eftir aðfangadagskvöld:
Með hangikjöt á boðstólum
í Barcelona borg.
Grænar baunir og jafningur,
þykir ekki sorg.
Enda eru þar tveir íslendingar
sem þurfa að metta sig.
Áður en þeir halda út á lífið,
sé þar sjálfan mig.
og þetta er samið eftir gamlárskvöld:
Sullandi með ölkrúsir
kampavín og ber.
Teljum þau tólf,
standa í mér.
Miðnætti komið er,
völdum er beitt.
Enda er þetta árþúsundið,
tvöþúsund og eitt.