Það hefir komið til athygli minnar að einhver sá besti smásagnahöfundur síðustu aldar (1900-2000) er einnig sá vanmetnasti.
Howard Philips Lovecraft var aðallega smásagnahöfundur og ég tel mig heppinn að eiga hluta verka hans. H.P. Lovecraft er einhver sá mesti snillingur hvað varðar ritstörf sem ég veit um. Hann samdi ógrynnin öll af sögum og af þeim bestu má nefna: The statement of Randolph Carter, At the Mountains of Madness og Pickman´s Model, þó svo að hinar gefi þessum ekkert eftir hvað varða spennu, hrylling og stíl. Stephen King er langt því frá að vera konungur hryllingssagnanna því sögur hans eru ekkert nema ógeðslegar og siðferðislega rangar lýsingar á óförum fólks. Aftur á móti eru sögur Lovecrafts skuggalegar og skelfandi, svo fá þær lesandann til að hugsa virkilega eftir á. Svo er alltaf fjölbreytni sagna hans ekkert til að púa á. Lovecraft er ekki eitthvað til að lesa fyrir svefninn þó svo að með því hafi þær mest áhrif. H.P. Lovecraft er einhver sá besti rithöfundur sem ég hef lesið og ég er stoltur af því að hafa hann uppi á hillu hjá mér (reyndar þá hef ég varla tíma til að setja hann upp í hillu því ég er alltaf að lesa hann!).
Ef einhver hefur áhuga á því að kynna sér Lovecraft þá fást bækur stútfullar af smásögum eftir hann í öllum helstu bókabúðum landsins.
PS. Vinsamlegast sendið gagnrýni og ykkar álit.