Himnasending
Eiríkur (Eiki) kemur labbandi útúr búð, reiðilegur á svip, og er að fara yfir strimilinn sem sýnir 6500 kall, og hann er bara með örlítið í pokanum. Í því gengur hann á ljósastaur og verður ennþá æstari.
Eiki:
(bálreiður)
“Djöfulsins, andskotans!! Ætlar þessum ömurlega degi aldrei að ljúka!! Ég er búinn að fá nóg af öllu þessu helvíti!!”
Gengur þungt hugsi yfir götuna (umferðarmikil gata) án þess að líta til hliðar og verður fyrir bíl. Eiki kastast í götuna og allt fer út um allt úr pokanum. Hann stendur upp alveg brjálaður.
Eiki:
(öskrandi að bílstjóranum sem keyrði hann niður)
“Ertu eitthvað þroskaheftur öfugginn þinn!! Sástu ekki að ég var að fara yfir götuna?!!”
En bílstjórinn fer að huga að manninum sem liggur í götunni, Eiríkur lítur við og sér að hann sjálfur liggur enn í götunni og allur ataður útí blóði.
Eiki:
(gáttaður)
“Bíddu, hvernig, ég meina hvernig er þetta hægt? Bíddu ég meina sko ……”(með galopinn munninn)
Eiki potar í sjálfan sig og horfir á sjálfan sig liggja á götunni. Svo sér hann skært ljós og hálf blindast.
Guð:
(djúp kallaleg rödd)
“Komdu í áttina að ljósinu, komdu til mín”
Eiki gengur í áttina að ljósinu dáleiddur. Hverfur inni í ljósið og skyndilega er hann kominn inn í himnaríki. Fullt af fólki situr á skýjum með hörpur og önnur hljóðfæri og er að spila. Allir borsa í áttina að honum. Eiki gengur áfram og svo allt í einu er tekið í höndina á honum.
Guð:
“Hæ, ég er Guð og ég stjórna hér. (Réttir Eika stóra og mikla bók)
(skipandi röddu:)Hérna, þú verður að lesa þessa bók strax í dag. Þetta eru allt reglur um hvað má gera og hvað má ekki gera í himnaríki, mínu ríki!. (réttir Eika hörpu og hvítan kirtil) Þetta er síðan harpan sem þú átt að spila á, og þetta er rétti klæðnaðurinn hér uppi.”
Eiki horfir forviða á Guð og svo á dótið sem hann lét hann fá. Eiki er síðan kominn í kirtilinn (sem að þrengir of mikið af hálsinum að honum), er alltaf að toga í hálsmálið. Gengur með öðrum manni, Ragnari, sem að sýnir honum staðinn, þeir ganga um og allir sem brostu til Eika áðan þegar hann kom inn eru nú með svip sem sýnir að þeim gjörsamlega leiðist og eru að klikkast á að spila (sama lagið alltaf).
Ragnar:
(bendir á eitt tómt ský)
Þetta er svo skýjið þitt.
(Hvíslar að honum): ef ég væri þú myndi ég byrja á að spila strax því ef að Jesú birtist þá klikkast hann maður ef hann sér að einhver er bara að dúlla sér.
Eiki:
(hissa og reiður)
En bíddu ég kann ekkert að spila á þessa andsk..
Nær ekki að segja meira því Ragnar sussar á hann.
Ragnar:
Og ekki nota nein svona orð því ef Guð heyri til þín þá getur hann hennt þér út, og guð forði þér frá því…. Enginn veit hvað varð um þá sem sögðu F-orðið við hann, og mig langar ekkert sérstaklega að komast að því.
Ragnar gengur í burtu.
Eiki:
(tautar í hálfum hljóðum)
Hvaða andsk.. helví.. djöls.. pakk er þetta eiginlega? Á etta ekki að vera himnasæla?
Kemur sér fyrir uppá skýinu og reynir eitthvað að slá í hörpuna en kann ekkert á þetta, síðan slitnar einn strengurinn og hann byrjar á að stappa ofaná hörpunni. Í því kemur Jesús labbandi. Og allir hætta að spila og horfa á Jesús og Eika.
Jesús:
(lítur út fyrir að vera svona 20 ára í mesta lagi, með skærri röddu)
Hvern hermilinn þykist þú vera að gera? Veistu ekki að þetta má ekki? Ha? Ertu eitthvað klikk, þúst ég meina pabbi ræður öllu hérna sko. Og þú verður að gera það sem ég og pabbi segjum þér!
Eiki horfir á Jesús, og starir bara á hann.
Jesús:
(æstur)
hvað ertu að stara á mig þarna mannfýla! Eins og ég sé einhver fáviti. Ég segi sko pabba þetta!!
Svo þýtur Jesús í burtu og Eiki glápir á eftir honum og hristir hausinn. Allir á hinum skýjunum byrja að spila aftur.
Eiki reynir að laga eitthvað hörpuna sína en það virðist ganga hálf illa.
Eiki:
(í hljóði)
ég þarf að komast héðan
Næsta dag vaknar Eiki aftur á skýjinu sínu og Jesús stendur með gjaldhorn og er að hrópa.
Jesús:
Vaknið!! Það er kominn morgunmatur!
Allir fara niður af skýjunum og ganga í röð inní eitthvað herbergi þar sem Guð stendur og er að skammta hafragraut á diska.
Ragnar:
(hvíslar að Eika)
það er alltaf það sama í matinn…. í öll mál.. þannig þú skalt reyna að venjast þessu.
Eiki:
(snýr sér að Guð, í frekjulegum tóni)
ég borða ekki hafragraut, og hef aldrei gert.
Guð:
(í leiðinlegum tóni)
þá skaltu bara fara að byrja á því.
Guð eys stórri ausu á diskinn hjá Eika og hálf glottir. Eiki og Ragnar setjast á einu borðinu og allir þurfa að fara með borðbæn og haldast í hendur. Svo er byrjað að borða. Eiki horfir á alla í kringum sig en borðar ekki neitt af disknum.
Guð gengur til hans .
Guð:
(reiður)
Afhverju borðar þú ekki neitt? Er þetta ekki nógu gott fyrir þig? Í mínum húsum??
Eiki hristir hausinn eitthvað
Eiki:
(vandræðalegur)
ha, uhh nei nei ég bara , sko , hérna..
Guð:
(enn reiðari)
ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig og þína líka þá skaltu bara koma þér út!!
Finnst þér þetta eitthvað sniðugt??
Eiki:
Ha, nei ég sko, bara..
Guð tekur í vængina á honum og heldur á honum útfyrir og heldur áfram að messa yfir honum og Eiki hristir bara eitthvað hausinn og reynir að neita..
Að lokum er Eiki kominn upp með hnefana og Guð tekur eitt gott spark í hann og hann dettur niður á milli skýjanna.
Eiki rankar við sér þar sem hann er á gjörgæsludeild og er allur í gifsi. Ung og glæsileg kona stendur upp af stóli þegar hún sér að hann er með opin augun.
Unga konan:
(með blíðri röddu)
Elskan (tár fellur niður kinnina), við vorum ekki viss um að þú myndir vakna aftur til lífsins. Mikið er ég feginn að þú ert kominn aftur…**grenjj**
Eiki:
(hálf vankaður)
Hver ert þú?
The end