Himanríki eða helvíti?
Í mínum huga er ekki til neitt sem heitir samstaða.Samstaða er kjaftæði.Ég er einn.Ég er allt sem ég vil og allt sem ég þarfnast.Þannig er það og þannig verður það,því þannig vil ég hafa það.
Mamma kendi mér að virða heimin með opnum augum engum fordómum,en það er ekki hægt.Ekki í heimi sem þessum.Heimi sem er fullum af hriðjuverkum og manndrápum.
Þess vegna hef ég ákveðið að fara í annan heim,betri heim.
Í mínum heimi eiga allir að svífa um á rósrauðu skýi.Í mínum heimi eiga engin hriðjuverk að vera framin, engin rán, engin morð,engar nauðganir.Minn heimur er himnaríki.
Í dag varð ég vitni að einkennilegu atviki,atviki sem ég hef ekki séð lengi svo lengi að ég er búin að gleyma að það væri hægt að vera góður.Ég sá unga stúlku hjálpa gamalli konu upp eftir að hún var búin að detta.Í fyrsta skipi í mörg ár sá ég ljós,fann til gleði og hugsaði meira að seigja um að fara ekkert á staðinn minn heldur vera bara hérna og bíða eftir að einhver gerði einhvað svipað fyrir mig.En á einu augabragði breyttist allt,ég sá hann.Ég sá mannin sem drap sirrý.Hann heilsaði mér bara eins og hver annars maður,hvað heldur hann eiginlega að hann sé?
Ég finn að mér er að verða kalt,það er snjór og ég átta mig á að ég er bara á náttbuxum og stuttermabol.Ekki einu sinni í skóm.Ég ákveð að labba heim til mömmu.
Loksins þegar ég kem til mömmu og er rétt stigin inn úr dyrunum byrjar mamma að öskra á mig.Sigga systir er þarna líka,ég hef ekki séð hana í fleiri ár.Mamma segir pabba að hringja á lögregluna tilkynna að ég sé komin.Hvað meinar hún?Mamma og sigga eru farnar að hágráta.Pabbi stendur hjá mér eins og hann sé að passa að ég fari ekki neitt.Ég er farin að heyra í sírenum.það hefur bara orðið slys í nágreninu.Þegar ég er loks að fara að átta mig stökkva tveir einkennisklæddir menn inn úr dyrunum og handjárna mig.Hvað eru þeir að gera? Geta þeir ekki bara látið mig í friði. Mamma er farin að gráta enn þá meira,hún segir að ég eigi bara að vera rólegur og leyfa þeim að fara með mig.
Einkennisklæddumennirnir opna hurðina og ég sé ekkert nema lögguljós.Þetta hefur ekki verið neitt smá slys.Allt í einu átta ég mig á að það er ég sem er slysis.En afhverju hvbað gerði ég? Ég velti þessu fyrir mér á meðan mér er ýtt inn í löggubílin.Þegar við erum að leggja að stað heyri ég að annar einkennisklæddi maðurinn segir hvað það hafi verið hræðilegt að maðurinn skilti hafa myrt konuna sína.Hún hét víst Sigríður og þau eiga víst tvö börn saman.