Smám saman breytist svart í liti…. Sólargeislarnir trítla um augun og Arnar á erfitt með að opna augun út af stírum. Hann heyrir í hjóli og lítur út. Þar sér hann blaðbera hlaupa um í og troða moggum inn um lúgur húsanna. Hann hleypur blístrandi inná baðherbergi og kveikir á baðinu. Síminn hringir og það er unnusta hans að óska honum til hamingju með 30 ára afmælið. Honum finnst eins og þetta verði besti dagur lífs síns. Í útvarpinu hlómar lagið “Perfect day” með Lou Reed. Hann labbar fram og tekur seinustu tvö brauðin úr pokanum og skellir þeim í ristabrauðsvélina, nær svo í smjör og sultu, setur það upp á borð og trítlar í átt að blaðinu. Hann tekur það upp og skoðar af ákafa. Kannski einum of miklum því á leið hans til baka klessir hann á vegghornið….Áiii… Á meðan Arnar bölvar veggnum í sand og ösku í hljóði skellir brauðið sér upp úr vélinni í mestu hægindum. Á leið hans að vélinni hringir dyrabjallan og Arnari bregður svo mikið að hann kippist til og rekst með höndina ofan í smjörið, rekur sig í sultu krukkuna sem fer á gólfið og brotnar og flýgur svo á hausinn vegna sultunnar. Myrkrið færist yfir…. Hann vaknar við það að eitthvað kalt kemur við vinstri löppina á honum. Átsi…. þvílíkur verkur í hausnum. Arnar nuddar sér um hausinn, með höndinni sem fór ofaní smjörið. Ái, það fór smjör inní augun. Hálf blindandi gengur hann í gegnum ána sem hefur myndast á ganginum hans. Inná klósett kemur hann og reynir að skrúfa fyrir vatnsstreymið en smjör er ekki það besta til að ná gripi. Eftir mikla baráttu við kranann nær hann loksins að skrúfa fyrir með tánum. Síminn hringir aftur…. Arnar reynir að labba varlega fram en það er varla hægt með húsið í svona ástandi. Honum tekst það samt og nær að svara símanum. Það er þá kærastan aftur að minna hann á það að þau ætluðu á Fame um kvöldið. Meðan hann er í miðjum klíðum við að tala við hana sest hann í sófann, og beint ofaná fjarstýringuna. Sjónvarpið fer í gang og það kviknar á klámmynd alveg í botni. Arnar hafði verið að horfa á Formúluna daginn áður og gleymt að lækka. Kærastan heyrir stunurnar í gegnum símann og verður alveg brjáluð. Hún heldur að Arnar sé að halda fram hjá, segist aldrei vilja sjá hann aftur og ofan á allt hitt skellir hún á hann. Hann tekur sig svona fimm mínútur til að átta sig á ástandinu. Síðan ákveður hann að hringja í kærustuna aftur og biðjast afsökunar og útskýra hlutina fyrir henni. Síðan skrifar hann númerið og bíður eftir tóni:,,Því miður hefur verið lokað fyrir notkun á þessu símanúmeri’’, segir kvenmannsrödd á hinum enda línunnar. Arnar er alveg að springa úr bræði, stendur upp og öskrar: ,,Af hverju Guð….. Af hverju ég’’. Arnar varð að fá útrás, trylltist og réðst á útvarpið sem var að spila “Oh, happy day”. Hann skemmdi það í dágóða stund og kastaði því svo út um gluggann. Hann settist svo niður og byrjaði að lesa blaðið. Allt var hljótt…. of hljótt. Arnar klæddi sig svo loks úr blautu fötunum, vafði um sig handklæði og ætlaði að byrja að laga ástandið á húsinu. Hann reyndi að ná vatninu af gólfinu með öðru handklæði. Allt í einu heyrði hann bíl renna að hlaðinu. Þetta var mamma hans sem kallaði: ,,Arnar, ég og mamma erum kominn að kíkja á þig''. ,,Holy Shit,'' hugsaði Arnar þar sem hann stóð inná klósetti, allsber með blautt handklæði í höndunum og húsið í tómu tjóni, nokkrum sekúndum frá því að amma hans og mamma sæju þetta…. Díssuss, sú gamla myndi fá hjartaáfall. Þannig að það eina sem var inní myndinni var að klifra út um pínkulítinn glugga sem var uppi í horninu á baðherberginu. Það tókst að lokum og mæðgunar tvær komu rétt á eftir inní herbergið. ,,Aaahhhh, hér hefur verið brotist inn, við verðum að hringja í lögregluna'' sagði mamma Arnars. Arnar vafði hanklæðinu utan um sig eins og bleyju og hljóp út á götu. ,,Kærastan býr hérna rétt hjá'' hugsaði Arnar, ,,Ég hleyp bara til hennar''. Svo sá hann hlaupahjól úti á miðri götu. ,,Jesss, heppinn ég,'' hugsaði Arnar um leið og hann lagði af stað á hjólinu. Hann hjólaði í smástund eftir götunni. Allt í einu sá hann blá ljós í gegnum næsta garð. ,,Sjitturinn maður, hvað ætli löggan haldi ef hún sér mig hér úti á miðri götu með bleyju á hlaupahjóli''. Eina ráðið var það að bruna inn í næsta trérunna eins og brjálæðingur, sem hann gerði. Hann flaug af hjólinu og….Krúnnnnsssjjjj. Ááááiiiiii, Arnar hafði fengið stóra grein beint í punginn. Löggan heyrði veinin í honum þar sem hann öskraði inní runnunum. Allt varð svart aftur…… ,,Arnar, Arnar, heyrirðu í mér''. Arnar opnaði augun og sá lækni vera á kafi í pungnum á honum. ,,Hvað eruð þið að gera,'' öskrar Arnar. Læknirinn svarar: ,,Við náum því miður ekki að bjarga þér''. ,,Hvað meiniði,''. Arnar var nú fullviss um það að þetta væri versti dagur lífs síns. Arnar var uppgefinn líkamlega og andlega þegar hann gekk geldur heim til sín. Þar sem hann labbaði yfir göngubrú ákvað hann að sveifla sér yfir handriðið. Malbikið stækkaði og ferð hans til himnaríkis var senn að byrja… eða hvað….?
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.