ég fann þessa sögu í möppu hjá mér, ég byrjaði að skrifa hana fyrir löngu. Endilega segið mér hvað ykkur finnst svo ég geti ákveðið hvort ég eigi að halda áfram með hana…
1. kafli
Ég vakna við það að Árni er byrjaður að öskra aftur. Ég er með meiri hausverk en venjulega. Alltaf sami verkurinn, hann hættir aldrei nema ég gleymi honum en á morgnanna get ég ekki hugsað um annað þegar ég reyni að útiloka hljóðin í Árna. Ég hata Árna. Árni er leiðinlegur við mig og systkini mín og mömmu. En mamma elskar hann þrátt fyrir það. Ég skil það ekki.
Ég fer fram úr og byrja að klæða mig. Fötin eru skítug eftir gærdaginn eftir að heimska beljan þurfti að hlaupa eitthvert lengst frá hópnum og ég var send til að ná í hana. Eins og Árni hefði ekki getað gert það sjálfur. Hann er jú bóndinn. En ég sætti mig við það og klæði mig. Ég set hárið í tagl og fer fram. Læsi herberginu svo að krakkaormarnir fari ekki að gramsa í draslinu mínu. “Hvern djöfullinn ertu að gera?! Hættu þessari frekju!” öskrar Árni úr eldhúsinu. Ella litla kemur hlaupandi út úr eldhúsinu, hágrenjandi. Ég gríp í hana og beygji mig niður til þess að geta talað við hana. “Hvað varstu að gera?” spyr ég og stari á hana. “Ég ge-gerði ekkert” hvíslar hún með tárin í augunum, “ég missti bara brauðið” bætir hún við og horfir á tærnar á sér. Ég sleppi takinu og flýti mér inn í eldhús þar sem mamma er að þurrka upp smjörklessu af gólfinu. Ég geng að Árna og gríp í handlegginn á honum svo hann snúi sér að mér. “Hvað í helvítinu varstu að gera við barnið?! Skilurðu ekki að hún er ekki nema þriggja ára?!” hrópa ég og horfi á hann með ekkert í huganum nema hatur. “Þeigiðu bara og farðu með beljurnar niður á tún eða ég læsi þig inni í herberginu þínu og hleypi þér ekki út fyrr en á morgun!” öskrar hann og ýtir mér frá sér. “Það væri þó betra en að vera allan daginn í kringum þig!” öskra ég á móti og hleyp út úr eldhúsinu og út á hlað. Ég hægji á mér, er að búast við að Árni eða mamma komi hlaupandi á eftir mér með einhverja ræðu um virðingu gagnvart fullorðnum og að haga sér vel. En engin kemur svo ég fer út í fjós og leysi beljurnar. Ég fer svo út úr fjósinu og byrja að ganga veginn fyrir aftan þær. Þær leggja strax af stað, eins og þær séu skíthræddar þó að þær gætu auðveldlega drepið mig og flúið. Þegar ég er búin að fara með beljurnar og loka þær inni á túni geng ég til baka. Það er bíll að keyra upp á hlaðið. Stór rauður bíll og það er fullt af strákum í honum. Ég hleyp aftur heim og stansa svo bak við gamlan bilaðan traktor og fylgist með. Úr bílnum koma fjórar manneskjur. Gummi, sonur eins bónda á bæ rétt hjá og þrír krakkar á mínum aldri líklegast. Ein stelpa með stutt dökkt hár í gallabuxum og stuttermaskyrtu. Einn strákanna með stutt ljósrautt hár og freknur í bláum íþróttagalla. Hinn krúnurakaður í gallabuxum og leðurjakka. Mér líður furðulega þegar ég sé hann, eins og mig langi til að stökkva á hann bara til þess að athuga hvort hann myndi grípa mig. Ég geng upp á hlað og sé að þau eru að taka töskur úr skottinu á bílnum og Árni tekur á móti töskunum og fer með þær inn. Ég geng að Gumma og vinka honum og hann vinkar á móti, brosandi út að eyrum. “Hvað er þetta fólk að gera hérna?” spyr ég þegar ég kem upp að honum. Hann horfir á mig eins og ég sé heimsk, “þetta fólk á að vera hérna í sumar” segir hann og flissar, “Jónas, Hanna og Finnur. Þau eru úr bænum, lentu í einhverskonar vandræðum og eiga að vera hérna að vinna í allt sumar” bætir hann við. “Jahá! Ég skil, og engin var að láta mig vita. Ég ætla sko að öskra hressilega á Árna” segi ég og byrja að ganga að húsinu. “Heyrðu! Ekki! Hann vissi ekki að þau væru að koma fyrr en í gærkvöldi. Pabbi hringdi í hann því það kom dálítið uppá” hrópar hann svo og fer svo aftur í bílinn og ég horfi á hann keyra burt. Ég geng inn í húsið og þegar ég kem inn sé ég að herbergið mitt er opið. Ég flýti mér inn í herbergi og þar er Árni að setja dýnu á gólfið mitt. “Hvað ertu að gera?” spyr ég reið og ýti aftan á hann með fætinum. “Hún Hanna á að sofa inni hjá þér í sumar, þú ræður engu um þetta. Þetta er mitt hús og þú ert dóttir mín” segir hann alvarlegur í bragði og starir á mig. “Þetta er húsið hans pabba míns og ég er ekkert dóttir þín þarna karlandskoti!” hrópa ég og bendi honum að fara út úr herberginu. Hann stendur kyrr í smá stund og ætlar að öskra eitthvað á móti en lítur svo á Hönnu sem situr á rúminu mínu, áttar sig og fer svo út. Ég skelli hurðinni og læsi henni, “helvítis fífl” segi ég lágt en sný mér svo að Hönnu sem situr kyrr og þorir ekki að hreyfa sig. “Ég heiti Kristín, kölluð Stína. Blessuð” segi ég svo rólega og sest niður við hliðina á henni og hún fer strax að slaka á. “Blessuð, ég heiti Hanna” segir hún svo og brosir. Ég brosi líka. Við tölum saman og hlæjum í tvo og hálfan tíma. “Eigum við að fara út?” spyr ég svo. Hanna kinkar kolli. “En þú verður að hitta strákana, Jónas er bróðir minn en Finnur er vinur hans” segir hún svo og byrjar að róta í töskunni sinni og tekur svo upp gsm síma og byrjar að ýta á takka. “Hvað ertu að gera?” spyr ég forvitin. Hanna flissar. “Ég er að senda sms, skilaboð í gegnum síma, veistu ekkert um gemsa?” segir hún svo. “Nei” segi ég. “Ég veit svona nokkurnveginn eitthvað um þá en Árni dræpi mig ef ég myndi nokkurntíma biðja um svoleiðis” bæti ég svo við og fer hjá mér, lít niður og fikta í peysuerminni. Hanna sest nær mér. “Þú mátt eiga minn gamla. Ég fékk nýjan í afmælisgjöf í Janúar en gamli er ennþá í töskunni” segir hún svo og fer aftur að töskunni og byrjar að róta. Hún tekur síðan upp annan öðruvísi síma og réttir mér. Ég brosi, faðma hana og segi óljóst “takk”. Ég stend upp, opna hurðina og bendi henni að koma. Við göngum eftir ganginum að gömlu skrifstofunni hans pabba. Ég opna hurðina og þar sitja strákarnir og eru að fletta í tímaritum. “Hæ, ég heiti Jónas” segir þessi rauðhærði. Ég brosi og kinka kolli að honum. “Finnur hér” segir hinn og brosir til mín. “Stína” segi ég óskýrt og mér líður eins og hausinn á mér sé að tútna út. “Við erum að fara, ætliði með?” segir Hanna svo eftir stutta þögn. “Já, auðvitað” segir Finnur og hann og Jónas standa upp og ganga með okkur út. Árni starir á mig þegar ég geng framhjá honum og mig langar að kýla hann. Þegar við komum út á hlað hleyp ég strax af stað eins hratt og ég get. Bakvið hlöðuna og upp brekkuna og svo ofaní gilið. “Hei! Bíddu!” hrópar Hanna fyrir aftan mig og ég stansa þegar ég er komin alveg niður í gilið. Ég sest niður í grasið og skvetti smá vatni framan í mig. “Hvað er að” heyri ég fyrir aftan mig, Finnur sest svo við hliðina á mér. Ég fæ fiðring í magann. “Ekkert, ég er bara með hausverk” segi ég og leggst í grasið. Finnur kinkar kolli og leggst hjá mér. Hanna og Jónas eru að vaða í læknum, springa úr hlátri út af einhverju. “Jæja! Stína, hvað segirðu gott?” segir Finnur svo og hlær. Ég hlæ líka. “Ég segi allt fínt, en þú?” svara ég svo og brosi prakkaralega. Finnur sest upp og horfir á mig. “Þú ert sæt stelpa Stína litla, hvað er stelpa eins og þú að gera í sveitinni, stritandi fyrir einhvern bónda?” spyr hann svo. “Það fylgdi með mömmu minni, því miður. Hún var bóndinn en núna vinnur hún á leikskóla hérna rétt hjá og Árni er bóndinn” segi ég og andvarpa. “Hvað ert þú, Finnur, að gera í sveitinni?” bæti ég svo við og flissa. Finnur snýr sér undan. “Hvað eruð þið litlu börnin að gera?” hrópaði hann glaðlega á Hönnu og Jónas. Hann stendur upp og gengur til þeirra. “Jájá, ókei þá” segi ég hneyksluð við sjálfa mig, stend upp og geng á eftir honum. Ég bendi Hönnu að koma og hún hleypur til mín. Finnur og Jónas eru að reyna að hrinda hvor öðrum í lækinn. “Hvað? Er eitthvað að?” spyr Hanna og hendir af sér blautum stuttermabolnum og er þá í íþróttatopp innanundir. “Hvað gerði Finnur til þess að hann yrði sendur hingað?” spyr ég alvarlega. “Það veit ég ekki” segir hún rólega og fer aftur til strákanna og skvettir vatni á þá. Ég sest í grasið og andvarpa en heyri svo í mömmu kalla á mig og ég stend upp. Við göngum öll saman að húsinu. Mamma stendur á hlaðinu og bíður eftir okkur þegar við komum. “Fariði nú að ná í kýrnar fyrir mig, nenniði því?” spyr hún og brosir. Ég kinka kolli, kyssi hana á kinnina og við leggjum af stað. Ég get ekki hætt að hugsa um hvað Finnur hafði gert, ég var alveg að deyja úr forvitni. Þegar við komum að hliðinu voru beljurnar farnar að bíða. “Ég skal bara bíða hér og þið farið að ná í þær” segir Jónas svo og stansar. “Þær koma þá á móti þér og stanga þig en ef við erum fjögur fyrir aftan þær gera þær ekki shit” segi ég kæruleysislega og fer upp að hliðinu. Jónas hleypur strax af stað og stendur svo fyrir aftan mig og notar mig sem skjöld ef beljurnar skyldu koma. Þegar við komum með þær að fjósinu fer ég inn og byrja að binda þær. Hanna og Finnur gera það líka en Jónas stendur langt frá og horfir á. “Þú veist að það er ekki mikið fyrir þig að gera hér ef þú ert svona skíthræddur við kýrnar” segi ég og Finnur springur úr hlátri en Jónas grettir sig. Hann heldur sig samt fjarri þangað til að við erum búin að binda kýrnar. “Mjólkum við þær?” spyr Hanna spennt. Ég hristi hausinn. “Aðeins bóndinn fær að perrast í beljunum” segi ég svo og brosi til hennar. Hún hlær og gengur til mín. “Viljiði sjá kálfana?” spyr ég svo og Hanna kinkar strax kolli og eltir mig gegnum hurðina inn í hinn helminginn af fjósinu. Þegar við komum þar inn hleypur Hanna strax að minnstu kálfunum og fer að klappa þeim en ég sest niður á gamlan bekk og Finnur sest hjá mér. “Hanna er íkt að fíla sveitina, finnst þér ekki?” segir hann svo og glottir. Ég svara ekki, ég er ennþá að hugsa hvað hann hefur gert til að verða sendur hingað. “Af hverju eruð þið hérna?” spyr ég svo og Finnur hættir að brosa. “Það var svona partí og við gerðum öll eitthvað heimskulegt sem við hefðum alls ekki átt að gera, en ég er bara ánægður að ég var sendur á sama bæ og Jónas” svarar hann og horfir á gólfið til að mæta ekki augnarráði mínu. “Ég ætla ekkert að vera að pressa þig að segja mér neitt, sko. Þú gerir það bara ef þú vilt” segi ég og fer svo til Hönnu. “Æ! Hvað þeir eru miklar dúllur!” segir Hanna hátt og klappar kálfi sem er að sjúga á henni tvo fingur. Ég fer inn í mjólkurhús og næ í fötu og set smá mjólk í og blanda svo vatni við. Þegar ég kem aftur inn í fjós gef ég kálfunum mjólkina og Hanna fylgist vel með á meðan þeir klára hana. Svo fer vél í gang inni í mjólkurhúsi og þau snúa sér öll við og horfa á mig spurnaraugum. “Hann er að mjólka, hann gerir það ekki með fötu. Við lifum ekki alveg á miðöldum hérna” segi ég svo, bendi þeim að koma og fer aftur inn hjá kúnum. Þar er Árni byrjaður að mjólka þær og gengur rösklega milli þeirra til að athuga hvort allt gangi ekki vel. “Fariði úr fjósinu á meðan ég er að mjólka! Farðu frekar inn og hjálpaðu mömmu þinni með matinn!” þrumar hann að mér og heldur svo áfram. Ég hristi hausinn og bölva honum í lágum hljóðum en fer út úr fjósinu og inn í hús. “Mamma! Hvað borðum við?” hrópa ég þegar við komum inn. “Við ætlum að grilla hamborgara og pulsur! Hvað borðiði mikið?” hrópaði mamma á móti. Ég geng inn í eldhús og krakkarnir fylgja á eftir. Þegar við erum öll búin að láta hana vita hvað við viljum förum við inn í herbergið mitt og setjumst öll á dýnuna á gólfinu. “Það er aldrei neitt að gera hérna” kvarta ég og andvarpa. “Jújú! Ég elska að vera í sveitinni, við getum farið eitthvað út að labba í kvöld og skoðað staðinn” segir Hanna svo og brosir út að eyrum. “Já, við eigum eftir að vera hérna í tvo og hálfan mánuð svo við getum alveg eins lært að rata eitthvað hérna” segir Jónas svo, leggst niður og setur lappirnar í kjöltuna á Finn. “Nuddaðu mig elskan” segir hann svo. Finnur gefur honum selbit í tána og hann færir lappirnar strax og fer að nudda á sér tærnar. “Þetta var vont” segir hann svo fýlulega og grettir sig en hlær svo. Við förum öll að hlæja með honum. “Það þarf einhver að fara með hey inn í kálfafjós!” hrópaði Árni svo fyrir utan hurðina. Ég og Finnur andvörpum bæði en Hanna og Jónas standa upp og opna hurðina, strax tilbúin í vinnu. “Farið þið bara, það er hurð inn í hlöðu frá fjósinu og þið notið bara hjólbörurnar eða eitthvað” segi ég svo og leggst upp í rúm en Hanna og Jónas fara strax út og loka á eftir sér. “Vá, hvað þau eru spennt. Þvílík orka í tveimur unglingum” segir Finnur svo og leggst á bakið á dýnuna. Ég flissa og hann líka. Mér líður vel. Svo finn ég aftur fyrir hausverk og fer að róta í náttborðsskúffunni minni og finn svo verkjatöflu og gleypi hana, ég vil losna strax við hausverkinn. “Ertu með hausverk?” spyr Finnur svo og fylgist með mér nudda ennið. “Já, svona síðustu tvö árin” segi ég og loka augunum rólega en finn svo fyrir því að Finnur sest á rúmið mitt. “Ertu viss um að þú sért ekki bara með heilaæxli?” spyr hann kaldhæðnislega.