Sævar sat á skrifborðsstólnum í miðju herbergisins síns, hann var reyndar ekki lengur viss um hvort þetta væri herbergið hans.
Hann tók eftir tónlistinni sem kom úr hátölurunum. Þetta var köld, rafræn tónlist, mjög róleg en samt óhugnarleg, eina sem honum datt í hug þegar hann heyrði tónlistina voru köngulær. Eggjapokar, fullir af iðandi kóngulóm.
Hann hafði margsinnis reynt að slökkva á tónlistinni en allt kom fyrir ekki. En hann virtist alltaf gleyma því jafnhratt og síðast, en svo þegar hann teygði sig í áttina að græjunum sá hann, og mundi, að það var slökkt á þeim. Það var ekkert sem hann gat gert, þess vegna sat hann bara og andaði þungt.
Hugurinn á honum var dofinn, hann fann að hann var byrjaður að slefa, honum var alveg sama. Tónlistin var hvort eð er farin að smjúga inní undirmeðvitundina á honum. Hann gat svo svarið að hann heyrði í kirkjuorgeli einhverstaðar langt undir köldum, róandi raftónunum.
Hann rankaði allt í einu við sér, hann lá á gólfinu í herberginu. Það var dimmt úti, mér líður eins og ég hafi verið í kirkju hugsaði hann með sér.
Hann heyrði að tónlistin hafði fjarlægst hann, hann heyrði samt ennþá í henni, honum var kalt en hann langaði ekki að hreyfa sig. Myndir af prestum vorum steyptar inní hugann á honum, prestum að skíra lítil börn upp úr blóði, hafa prestar alltaf skírt uppúr blóði, hafði þetta farið gjörsamlega fram hjá mér, hann tók þessu sem góðum og gildum veruleika, hvers vegna ætti hann ekki að gera það? Blóðið er lífið
Tónlistin hækkaði aftur. Hann sveigði höfuðið til hliðar. Kinnin á honum flatti út kaldan poll af munnvatni á herbergisgólfinu.
Í þetta skiptið var orgelið hærra í tónlistinni, hann sá prestinn aftur, í þetta skiptið voru augun á honum undarleg, maðurirnn hafði verið svo vinarlegur, talað við hann og sagt honum frá því hvað hann væri farinn að geta lyft þungum hlutum, maður á hans aldri. Svo breyttust augun á honum, græn og andstyggileg…
Guð minn góður, hugsaði hann með sér, hann vissi ekki hvað hann var að hugsa, þetta spratt bara upp jafnóðum, hann missti þráðinn alltaf eftir stutta stund, lét sig bara renna með þessu, renna eins og vatn í myrkri, stefnulaust inní höfuðið á sér… Honum var farið að líka rosalega vel við tónlistina, skárra en allt sem hann hafði heyrt áður, laust við allar leiðinlegar tilfinningar, hún vakti enginn viðbrögð svösem… engin sem honum líkaði ekki við það var að segja.
Hún rann bara áfram, eins og vatn í myrkri, rann í gegnum eilífðina, hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu lengur.
Hann rankaði aftur við sér, hann var kominn aftur í skrifborðsstólinn, hann sat í miðju herbergisins, höfuðið á honum hafði hangið fram á brjóstkassann á honum, taumur af slefi rann niður bolinn hans.
Hvað er að gerast?, spurði hann hljóðin í hátalaranum
Svarið var ekkert frekar en vanalega, hann var viss um að hann hafði setið hérna í nokkra daga, daga sem voru ekki til í þessum veruleika…
Hvað er ég búinn að vera hérna lengi? Spurði hann hljóðin aftur, svona meira sjálfum sér til skemmtunar heldur en að búast við svari, honum var jú hvort eð er sama hversu lengi hann myndi sitja hérna, hann gæti setið hér og hlustað á þessa yndislegu kóngulóartóna að eilífu, honum var farið að þykja reglulega vænt um kóngulærnar í naflanum á sér og andstyggilega prestinn.
Jesús minn, ég verð að hætta þessu
Þetta var reglulega óhugnarlegt hvernig hann missti sig í hugsunum sem hann þekkti ekki, hvað var að gerast, spurði hann myrkrið veiklulega.
hann fann hvernig augun á sér fylltust af tárum. Hann gat ómögulega munað hvað hann hafði legið hérna lengi, afhverju gat hann ekkert munað, hann gat ekki hreyft sig einu sinni, honum leið svo vel… en samt svo illa þegar hann reyndi að hugsa, þegar hann reyndi að berjast á móti straumnum í myrkrinu…
Allt í einu ískraði í hátölurunum, skerandi hátíðnihljóð nísti inní heilann á honum, hann gretti sig af sársauka og reyndi að öskra. Þetta er svo vont … svo vont.
En svo varð allt hljótt aftur, tónlistin tók aftur að hljóma, í þetta sinn var orgelið allra hæst af öllum hljóðunum, hann mundi ekki lengur hvað hann var að hugsa, eða var hann bara að þykjast? Var raunin sú að hann vildi ekki fara niður þennan veg aftur? Vegin með tárunum? Var bara skárra að renna með vatninu… í myrkrinu? Þetta hlaut að enda einhvern tíma…
Endar þetta einhverntíma? Spurði hann myrkrið…
Já Sævar heyrðist úr myrkrinu
Sævar fann hvernig allt frosnaði, hann þeytist aftur inní veruleikann, rankaði við sér í skrifborðstólnum, útataður í slefi og tárum, starandi á hátalarann í myrkrinu.
Hvað sagðiru? Spurði hann titrandi rödd
Hann óskaði þess að hann gæti munað hvað var að gerast… hann vildi óska þess að hann vissi hvaða dagur væri, hvar vinir hans væru … eina sem hann vissi var tónlistin og að hann var inní herbergi hjá sér.
Þú veist að hún þolir þig ekki, sagði röddin í hátölurunum
Hver? Svaraði Sævar, stjarfur af hræðslu, Amma?
Amma þín vill drepa þig sævar, þú veist alveg að þetta gengur ekki
Hvað áttu við?
Það gengur ekki að sitja hérna inní herbergi og skæla yfir því hvað hún elskar þig mikið
Amma elskar mig, sagði Sævar veiklulega
Amma þín elskaði þig einu sinni Sævar, en núna finnst henni að þú hafir brugðist sér
Amma elskar mig, sagði Sævar aftur, hann var farinn að anda þungt, hann var þreyttur á þessu, honum langaði að renna inní tónlistina aftur.
Afhverju geriru þetta þá ekki fyrir hana Sævar?
Þetta, sagði Sævar og stundi og reyndi árangurslaust að loka augunum, en röddin vildi ekki leyfa honum það
Blóðið er lífið Sævar
Blóðið, stundi Sævar
Gerðu þetta fyrir hana Sævar, þá máttu loka augunum eins lengi og þér sýnist elsku greyjið mitt, sagði röddin vinalega
—
Margrét gekk í hægðum sínum að eldhússkápnum, náði sér í skál og setti hana á eldhúsborðið, að því næstu gekk hún að ísskápnum og náði sér í fernu af rabbarabraut og fernu af rjóma.
Henni fannst alltaf gott að fá sér rabbaragraut með rjóma á sunnudögum.
Hún var vön að bjóða Sævari alltaf með sér, stundum þáði hann boðið, stundum ekki.
Það hafði verið læst hurðin hjá honum í allann dag, hún hafði reynt að banka en það var ekkert svar. Hún var ekki viss hvort að hann væri inní herberginu sínu hvorteðer þannig að hún lét þetta bara eiga sig. Kannski hafði hann verið úti að skemmta sér í gærkvöldi og fengið gistingu hjá einhverjum af félögunum.
Hún hætti að hugsa um þetta, hellti grautnum í skálina fyrst, svo rjómanum.
Ansans, sagði hún upphátt, hún hafði gleymt skeiðinni. Hún stóð á fætur og sótti skeiðina í skúffuna, settist svo aftur niður.
Hún var nýbúin að setjast niður og stinga skeiðina í grautinn þegar hún heyrði hurðina að herbergi Sævars opnast.
“Sævar” kallaði hún, en hún fékk ekkert svar, hún stakk skeiðinni uppí sig og smjattaði soldið á grautnum.
Hún heyrði að einhver gekk inní eldhúsið. Og stóð fyrir aftan hana
“viltu blóð í grautinn, amma” heyrði hún Sævar segja.
“Hvað sagð…” hún sneri sér við á meðan hún sagði setningu, hún hafði samt ekki tök á að klára hana því henni brá svo þegar hún sá Sævar, barnabarnið sitt, standa fyrir aftan hana.
Hann var náfölur og með bauga undir augunum, slef lak niður af hökunni á honum og hann leit út fyrir að hafa verið að gráta.
“Sævar minn” sagði hún áhyggjufull. Sævar lyfti upp hendinni og hún sá að hann hélt að stein sem hann og afi hans höfðu fundið í fjöruferð þegar Sævar var lítill drengur. Margéti stóð ekki á sama.
“Viltu blóð í grautinn, amma” endurtók Sævar, hægara í þetta sinn. Þar á eftir þrykkti hann steininum af alefli í höfuðið á Margréti, hún féll með andlitið á kaf í grautinn. Sævar tók steininn upp og barði honum aftur og aftur ofan á höfuðið á ömmu sinni. Blóðið lak ofan í skálina og yfir eldhúsborðið, það lak niður á gólf, það var gott, hugsaði Sævar með sér. Blóðið er lífið, blóðið er nefnilega lífið. Hann heyrði hvernig tónlistin hækkaði, hann heyrði hana berast til sín innan úr herberginu. Tónlistin var svo þægileg, hún leiddi hann aftur inní herbergið sitt, athvarfið sitt.
Sævar gekk hægum skrefum inní herbergið, hann var búinn að missa öll sín fyrri persónuleikaeinkenni, hann var ekki með sjálfum sér lengur. Hann hafði ekki verið með sjálfum sér lengi, en það skipti ekki málið lengur. Nú gat hann komið sér fyrir í kuldanum með orgeltónunum og köldu hljóðunum.
Hann ýtti skrifborðstólnum til hliðar þegar hann kom inní herbergið og lagðist á gólfið, loksins gat hann lokað augunum og látið sig renna inní myrkrið. Látið sig renna með öllum gömlu vinunum, prestinum, kóngulónum og blóðskírðu börnunum.
Honum var alveg sama hvenær eða hvort hann kæmi aftur þegar hann lokaði augunum og lét sig reka burt með tónlistina í farteskinu. Þetta er yndislegt tautaði hann…