Áður en þið lesið vil ég taka það skýrt fram að þettta gæti verið dáldið leiðinlegt í byrjun, en þetta er bara byrjunin:) Það er margt sem á eftir að ske.. heHe… þetta skeði nefnilega í alvöru. En ég breitti bara nöfnunum…


,,Haldið þið að ég megi fara á þetta ball?” Spurði Sara, Hanna og Kittu, sem voru systkini.
Sara vann á Sumarhóteli úti á landi og ekki langt frá Hótelinu átti að halda ball. Foreldrar Hanna og Kittu áttu Hótelið og Hanni vann á því öll sumur, en Kitta var hins vegar bara í fríi.
,,Jú alveg örugglega, ef þetta er 16 ára ball þá máttu það.” Sagði Kitta. Sara var efins því hún vissi ekki hvort þetta væri unglinga ball eða ekki.
Hún hringdi í mömmu sína.
,,Hæ, mamma, má ég fara á ballið?” sðurði hún.
,,Ég veit það ekki”
,,Geturu hringt í Heiðdísi og spurt hana hvort ég megi það. Og hringja svo í mig og láta mig vita?”
,,Já já ég skal gera það, ég er að fara til Heiðdísar núna á eftir og skal spurja hana þá.”
,,Ókey, lofaru?”
,,Já já,”
,,Oki Bæ.”
Mamma Söru var í sveitabæ ekki langt frá hótelinu og var líka að fara á þetta ball, og Heiðdís var kona á öðrum sveitabæ, sem var svona yfirstjórnandi.

Sara andvarpaði og ákvað bara að halda áfram að vinna þangað til mamma hennar hringdi í hana svo hún sæti nú ekki á stól og gerði ekki neitt.

,,Sara ætlar þú að setja eitthvað á þig áður fyrir ballið?” Spurði Kitta Söru sem var að horfa á sjónvarpið með Begga sem var kærasti Kittu, Mamma hennar hafði hringt fyrr um daginn og sagt henni að Heiðdís hafði sagt að hún væri velkomin, þetta væri 16. ára ball og hún kæmist inn án foreldra.
,,Tja.. ég mála mig nú ekkert mikið sko, set bara á mig meik, og ekkert meir sko.” Sagði Sara og leit af sjónvarpinu.
,,Ég kann eiginlega ekkert að mála mig.”
,,Ég get alveg hjálpað þér ef þú vilt það sko.” Það lifnaði aðeins yfir Söru og hún stóð upp.
,,Jaa, ég skal allavega sækja meikið mitt, og svo sjáum við bara til hvað veið setjum á mig.” Hún hljóp niður og sótti meikið sitt og aftur upp og inn í herbergi til Kittu, þar sem Kitta og Eyja voru að stússast eitthvað. Eyja var kærasta Hanna og hafði komið með Kittu og Begga að sunnan.

,,Jæja ég er komin,” sagði Sara og setti meikið á hilluna, tók hárið frá og setti það í teyju, fór úr peysunni og var á hlýrabolnum bara.
Þegar hún var búin að setja á sig meikið leit hún á Stelpurnar,
,,Er ég nokkuð flekkótt?” Kitta leit á hana og hristi höfuðið, en Sara var samt ekki viss og fór inn á baðherbergi þar sem ljósið var öðru vísi. Hún leit í spegilinn og sá að hún var aðeins dekkri á enninu heldur en í framan, og reyndi að dreyfa eithvað úr því en tókst illa,
,,Sara… hvar er Sara” heyrði Sara Kittu kalla, hún gekk út af klósettinu,
,,Ég er hérna, hvað? Eruð þið að leita af mér.” Spurði hún og gekk inn í herbergi Kittu.
,,Já, viltu fá eitthvað meira á þig svona málningu?” Spurði hún.
,,Ég veit það ekki, en finnst ykkur ég ekki vera svoldið dekkri á enninu?” Spurði hún og sneri sér að stelpunum, þar sem hún hafði verið að horfa í spegilinn.
,,Jú kannski smá.. en við björgum því, hérna ég skal setja á þig smá svona sólarpúður.” Sagði Kitta, og setti Sólarpúður á hana.
Sara leit í spegilinn, blikkaði augnbrúnunum up og niður,
,,Ég er með svo ljósar augnbrúnir. Finnst ykkur það ekki, stundum finnst mér ég ekki sjá þær!” sagði hún svo, Kitta leit á Söru,
,,Nei ekkert neitt, þær sjást alveg sko”
,,Já, mér finnst þær samt vera of ljósar, ég þarf kannski að fara að lita þær smá” sagði hún,
,,Komdu hérna, ég skal setja smá á þær,” hún tók upp brúnan lit og litaði smá í þær.
,,Svona, hvernig er þetta?” Sara leit í spegilinn.
,,Þetta er allt of dökkt Kitta!” Kitta leit á augnbrúnirnar,
,,Nei, það finnst mér ekki, en þér Eyja?” Eyja leit á Söru,
,,Nei mér finnst þetta fínt”. Sara leit í spegilinn
,,En mér finnst þetta allt of dökkt stelpur, ég er sjálf svo ljós og þetta er allt of dökkt, aðeins ljósasra væri fínt.” Kitta kom með bréf fyrir hana.
,,Hérna, strúktu þá smá af” Sara tók við þessu og byrjaði að strjúka,
,,Svona, þetta er miklu betra” sagði hún þegar hún var búin að taka aðeins af augnabrúnunum.
,,Kitta, má ég fá lánaðan hjá þér lit á augnhárin?” Sara setti smá á augnhárin,
Svo settist hún á rúmið hennar Kittu, og horfði á þær mála sig, svo tók hún upp svartan augnblýjant, og setti smá á sig, stoppaði þegar hún var búin að setja smá á annað augað,
,,Má ég ekki fá svona lánað sjá þér annars?” Kitta kinnkaði kolli, og Sara hélt áfram.
,,ég ætla ekki að svartmála mig, ég ætla bara að setja aðeins í augnhárin, hitt er eitthvað svo yfirþyrmandi. Sagði Sara svo.
Eftir að Sara var búin að setja á sig, þá hljóp hún út og fór í fötin sem hún ætlaði að vera í, Gallabuxur bleykur síður hlírabolur, og annar hvítur bolur styttri yfir þann bleika, klæddi sig í þau og fór aftur upp í herbergi til Kittu.
,,Finnst ykkur þetta allt í lagi? Ekkert of fínt eða of druslulegt?” Kitta og Beggi voru núna bara tvö inni í herberginu,
,,Nei mér finnst þetta flott bara,” sagði Kitta og Beggi kinnkaði kolli,
,,Gott, því ég vil ekki vera eins og einhver svínsteiktur hálfiti á þessu balli” sagði Sara og settist á Rúmmið við hliðina á Kittu,
,,Áttu einhvern svona ljósan augnlit til að setja á augnlokin?” Spurði Sara svo, Kitta gramsaði í dótinu sínu
,,Það á að vera hérna einhverstaðar” tautaði hún
Og undir snyrtitöskunni sá hún glitta í eitthvað og tók það, það var augnliturinn.
Húnrétti það fram til Kittu.
,,Er það þessi?” Kitta leit upp.
,,Já.. bíddu ætla að láta þig fá pensil” Á meðan Kitta leitaði af penslinum þá opnaði Sara lokið, og sá að liturin var ljós-föl bleikur.
,,Ohh, hann á að vera hérna einhverstaðasr.” Kitta var farin að leita undir sér.
Sara leit undir pensla töskuna
,,Er þetta hann?” Kitta leit upp
,,Jáhh, svona en ég á annan minni ef þú vilt hann en hann er bara stífari.” Hún rétti söru minni en Sara tók hinn frekar, Setti á sig smá augnskugga, og var svo tilbúin til að fara á ballið.

Jámm takk fyrir, vona að þetta hafi verið oki, ekki vera of hörð.
það besta er sko lygilega eftir!!!

Kv. MioneH