Hérna er smásaga sem ég skrifaði fyrir löngu, hún lenti í 3.sæti í einhverri smásagnakeppni. Endilega lesið hana og segið mér hvernig ykkur finnst hún vera ; )
Fjarðarkaupsgísl
Ég hrökk óþyrmilega upp við útvarpsklukkuna stillta á það hæsta, Céline Dion æpandi á háa céinu inn í eyrað á mér.
Stundi og þrýsti harkalega á snúss takkann, allt fyrir fimm mínútna svefn í viðbót.
MIIST!!! heyrði ég kallað inn í eyrað á mér tveim mínútum síðar, en núna var það ekki Celine Dion heldur önnur kvenrödd sem var mun verri.
Mamma dró frá og morgunsólskinið brenndi í mér augun.
Mist mín, þú verður að vakna, klukkan er rúmlega sjö, þú verður of sein.
Svo dró hún mig inn á baðherbergi og reyndi að fá mig til að setjast á klósettið.
Svona drífðu þig nú að bursta tennurnar með nýja tannburstanum frá Colgate.
Hann gefur þér fallegt hvítt bros og er samþykktur af Tannlæknafélagi Íslands!!
Svo rétti hún mér einhverja hræðilega vél sem leit meira út eins og vélsög heldur en tannbursti.
Ég leit á hann með augljósum hryllingi en hún brosti bara tannkremsbrosinu sínu og minnti mig á að blása á mér hárið og nota dagkremið og augnhárabrettarann.
Um leið og hún gekk út dró ég upp venjulegan tannbursta og burstaði mig, leit uppgefin á blásarann en tók upp hárburstann í staðinn, greiddi hárið og festi það með spennu.
Tróð framan í mig ógeðslegri hvítri drullu sem mamma keypti á sjónvarpsmarkaðinum, leit skelfd á augnhárabrettarann sem ég klemmdi mig alltaf á, hristi hausinn og dreif mig í föt.
Fann matarlyktina um leið og ég gekk niður stigann.
Af hverju gat mamma mín ekki verið eins og aðrar mömmur?
Hinar mömmurnar eru bara venjulegar og segja manni bara að fá sér kornfleks en NEI, ekki mamma mín!!
Hún er alveg sjúklega fullkomin, vaknar klukkan fimm á hverjum morgni og klæðir sig og málar sig.
Svo fer hún, hlustar á hallærislega músík og eldar þrjár tegundir af eggjum, beikon, skinku, bandarískar pönnukökur með sírópi og það er ekki nóg, nei, það verður að vera allskonar brauð og kex og allar tegundir af áleggi, sultum og líka epla, appelsínu og greip ávaxtasafi.
Vinkonum mínum finnst mamma mín ógeðslega skemmtileg og dýrka hvernig hún ráðleggur þeim allskonar snyrtivörur og gefur þeim prufur úr Lyfju sem hún fær alltaf því hún er að vinna þar.
En ég er nú samt viss um að þær mundu verða þreyttar á því að búa með henni í sama húsi þó ekki væri nema í viku, oh, ég ætla að flytja út um leið og ég verð sjálfráða.
Ég fékk mér smá hrökkbrauð og eplasafa en lét allan þennan fitandi mat vera sem hún eldaði, mér varð óglatt af því að borða svona mikið á morgnana.
Æ, elskan mín, sagði mamma, af hverju bléstu ekki hárið, það er svo druslulegt svona og þú notaðir ekki augnhárabrettarann er það nokkuð?
Ég geispaði og yppti öxlunum, fór í úlpuna og tók upp skólatöskuna.
Jæja, bless elskan, sagði hún og kyssti mig .
Ég labbaði hratt í skólann og fór beint í eðlisfræði.
Oh, ég var svo þreytt að morgunninn leið áfram eins og í leiðslu. Man bara óljóst eftir því að Jón (eðlisfræðikennari) öskraði á mig þegar ég lét natríumklóríðið út í brennisteinsvetnið.
Ókei, smá sprenging en gat hann þá ekki vera búinn að segja okkur fyrr að það mátti ekki?
Eða gerði hann það kannski?
Æ, vá big deal hann var totally að overreacta yfir þessu.
Í hádegishlénu fékk ég óstjórnalega löngun í kók og fór að kaupa það í Fjarðarkaup.
Búðin var full af fólki að kaupa inn fyrir helgina og það var nóg að smakka hjá brosandi afgreiðslufólkinu þarna.
Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var búin að vera þarna alltof lengi og átti að vera mætt í stærðfræði eftir fimm mínútur. Oh, Kristján kennari á eftir að verða klikkaður, hugsaði ég , greip eina kókflösku úr kælinum og hljóp að einum kassanum en þar var geðveikt mikil röð.
Common hugsaði ég og iðaði öll af óþolinmæði þegar fólkið fyrir framan mig byrjaði að leggja vöruna sína á færibandið en var ekkert að drífa sig að því og konan sendi manninn sinn til að ná í rjóma sem þau gleymdu.
Krakkinn sem sat í sat í kerrunni fyrir aftan mig reyndi að rífa af mér kókflöskuna og öskraði af frekju þegar ég vildi ekki rétta honum hana.
Allt var svo pirrandi og venjulegt þegar allt í einu heyrðist öskur frá kassanum sem var næst dyrunum.
ALLIR Á GÓLFIÐ ÞETTA ER FOKKING RÁN!!
Tveir menn komu hlaupandi með nælonsokka um höfuðið svo þeir voru allir kramdir í framan, þeir héldu báðir á stórum rifflum svona til að skjóta rjúpur með.
Allir létu sig falla á gólfið en ég stóð enn þá og gapti af undrun. Svo áttaði ég mig og lagðist líka á magann.
Ég trúi því ekki að það sé verið að ræna Fjarðarkaup, hugsaði ég með mér.
Hei þarna kelling, læstu dyrunum strax, sagði annar mannanna sem var lítill og feitur og klobbaður í svörtum buxum, hann var með frekjulega væskilslega rödd.
Svona fljót, sagði hann og miðaði byssunni á hana.
Konan hljóp og læsti dyrunum.
Á meðan gekk hinn maðurinn sem var langur og slánalegur á milli okkar og sagði með röddu sem var svo aumingjaleg að ég hélt að hann væri vangefinn þegar hann stoppaði hjá mér og þusaði: Láttu miig fáá þímann þinn !!
Ég hristi hausinn og sagði óstyrk: Heyrðu ég er 14 ára, heldurðu í alvöru að ég sé með gemsa?!
Hann horfði á mig í smá stund sljór á svip en sneri sér síðan við og gekk að öðru fólki.
Ég glotti stressuð, þreifaði eftir símanum mínum í vasanum og beygði mig síðan yfir vasann og flýtti mér að slá inn 112 og ýtti á call-takkann með skjálfandi puttunum, leit upp og sá slánann nálgast og henti símanum í vasann um leið og ég heyrði augljóst heyrast úr símanum: 112 get ég aðstoðað?
Ég flýtti mér að segja hátt svo það væri öruggt að manneskjan í símanum heyrði það: Ó, hver mundi trúa því að það væri verið að fremja vopnað rán í Fjarðarkaup akkúrat núna, og reyndi að láta eins og ég væri að tala við sjálfa mig.
Sláninn urraði á mig: Haltu kjevti!!
Ég fékk kökk í hálsinn og hélt að hann hefði fattað þetta en hann sneri sér við og mér létti og uppgötvaði að þessi gaurar voru greinilega eins og mig grunaði, heimskir og það yrði létt að gabba þá.
Feiti karlinn fór inn í búðina og rak fólkið sem þar var allt inn í herbergið þar sem börnin horfa alltaf á sjónvarpið og okkur hjá kössunum líka en við komumst ekki öll fyrir þar þannig að sum okkar urðum að sitja á gólfinu fyrir utan það.
Nú hófust þeir handa og sláninn byrjaði að taka peningana úr einum kassanum með sá feiti fylgdist með okkur.
Hann kveikti á sjónvarpinu og lét á stöð tvö og reyndi að horfa á okkur og barnaefnið í einu. Oh, ætli löggan komi ekki, hafi haldið að þetta væri at og skellt á, hugsaði ég kvíðafull.
Mig langaði að fara í símann og athuga hvort það væri einhver að hlusta enn þá en þorði það ekki af hræðslu um að hann sæi það.
Díses, sagði feiti maðurinn stressaður, ég var búinn að gleyma hvað þessi búð er stór það eru svona tuttugu kassar hérna og það er fólk út um alla búð sem við þurftum að smala saman, við sem ætluðum bara að ræna búðina á fimm mínútum og drulla okkur héðan.
Við erum búnir að vera hérna í það minnsta 20 mínútur.
Sláni: Jáa, en Jonni heldurðu að eitthvað fóólk fari aþð reyna koma hiingað að verrsla og sjaái þá inn og hriingi á lögguuna ha, kannsþki við æættum bada að faara núúna straax
Jonni: Ég sagði þér að passa að segja ekki nafnið mitt aulinn þinn!!
Nú ertu búinn að koma upp um okkur og fólk getur ekkert séð svona langt hérna inn hvort sem er, það heldur bara að það sé lokað eða eitthvað!!
Er hann alveg heiladofinn eða hvað?
Það er hellingur af bílum frá öllu þessu fólki hérna fyrir utan svo að aðrir hljóta að sjá að það er eitthvað að, hugsaði ég og fór næstum því að hlæja.
Sláni: Sorrýý maðuur!!
Allt í einu heyrðist í sírenum að nálgast og þeir litu skelfdir hvor á annan og hlupu að glugganum.
Svona tíu lögreglubílar stoppuðu fyrir utan og einn víkingasveitartrukkur.
Út stigu löggur með byssur, einn þeirra tók upp gjallarhorn og yfir allt svæðið glumdi:
Þjófar, gefið ykkur fram strax og komið út eða lögreglan ryðst inn. Ef þið farið ekki eftir þessum fyrirmælum mun afleiðingarnar af broti ykkar verða mun verri.
Sláni ætlar að labba út og var næstum því farinn að gráta en Jonni greip í hann og öskraði: Nei, bíddu ég veit hvað við gerum, við gerum eins og í myndinni sem við sáum um daginn.
Manstu þeir hótuðu að drepa fólkið í bankanum ef þeir fengju ekki þyrlu og 1000 dollara. Þeir voru rosa kaldir maður.
Sláni varð skrýtinn á svipinn og spurði Jonna hvort hann hefði sofnað yfir myndinni því bófarnir voru skotnir í hel í endanum.
Jonni sagði þá: Íslenskar löggur eru miklu lélegri en amerískar því það gerist aldrei neitt svona á Íslandi, þeir pissa bara á sig af hræðslu. Svo er líka Palli í löggunni og hann gat nú aldrei neitt í leikfimi og var algjör auli. Þetta verður piece og cake!
Adrenalínið var greinilega komið á fullt og þeir svitnuðu af spenningi.
Shit, hvað var ég að skipta mér af þessu? hugsaði ég.
Af hverju var mér svona annt um að þeir rændu ekki Fjarðarkaup? Nú er þetta orðið miklu verra.
Jonni kallaði hárri röddu út um gluggann: Við viljum fá þyrlu og 1000 dollara strax eða við byrjum að slátra, þið hafið tvo tíma til að redda þessu.
Lögreglan svaraði stuttu seinna: Við gerum kröfu um jöfn skipti, við reddum þessu gegn því að þið hleypið öllum gíslum út ómeiddum.
Tíminn leið og fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan. Lögreglan setti upp gula borða til að fréttamennirnir og æstir ættingjar í móðursýkiskasti ryddust ekki inn í búðina.
Allt í einu var barnatíminn rofinn og bein fréttaútsending byrjaði.
Fólkið inn í búðinni horfði á ringulreiðina fyrir utan og leið eins og það væri statt inn í bandarískri glæponamynd.
Fréttakona sagði frá atburðunum æst á svip þegar kona í skærbleikri kápu hljóp fram hjá henni í átt að búðinni.
Allt í einu fattaði hún að hún var í sjónvarpinu, sneri sér snöggt við, lagaði á sér hárið og sagði: Nei, gvöð, er ég í beinni, dóttir mín Mist er þarna inni, þvílík vitleysa. Þessar löggur eru alveg útI að aka, ég tek þetta nú bara í mínar hendur.
Ég hef nú séð ýmislegt um dagana, þetta eru örugglega bara einhverjir dópistaræflar.
Þetta er hneisa. Dóttir mín er stödd þarna inni, hún þarf að læra fyrir próf og fá hollan og staðgóðan mat, ég læt enga ræfilsgang koma í veg fyrir það og hananú.
Loks strunsaði hún fram hjá orðlausri fréttakonunni.
Ég átti ekki til orð og lagði hendurnar á höfuð mér: Díses, mamma er að gera bæði sjálfan sig og mig að alheimsfífli, um leið og ég kemst hérna út flyt ég á eyðieyju.
Á meðan þaut mamma að einum lögreglumanninum, gaf honum kinnhest og reif af honum byssuna.
Svo tók hún hástökk yfir gula bandið og spretti í átt að dyrunum með stríðsöskri og braut þær.
Hún ruddist inn með hársprey í annarri hendi og byssu í hinni. Jonni og Sláni opnuðu munninn af undrun og miðuðu síðan byssunum á æpandi kvenmanninn.
Leggstu á gólfið núna og slepptu vopninu eða við skjótum þig!!
Ég held nú síður, sagði hún og spreyjaði í augun á þeim.
ÆJÆÁÁ!! öskruðu þeir og héldu um augun um leið og þeir reyndu að fálma eftir byssunum sem þeir höfðu misst. Andskotans kellingin, æpti Jonni. Miig svíður, Joonnii!! æpti Sláni.
Upp með hendur, æpti mamma.
Og þeir gáfust loks upp og hlýddu eins og strengjabrúður.
Síðan lét hún þá labba út til lögreglunnar og um leið og löggan greip þá sleppti hún byssunni og æpti: MIST!!!!!
Ég kom til hennar og faðmaði hana, þetta var í fyrsta skipti sem ég var smá stolt af að eiga hana fyrir mömmu.
Allt fólkið þarna kyssti mömmu í bak og fyrir og þakkaði henni og fór svo til ástvina sinna fyrir utan.
Við mamma fórum út þegar allir aðrir voru farnir.
Við gengum í átt að bílnum og flassandi ljós úr myndavélum komu úr öllum áttum og fréttamenn spurðu mömmu í gríð og erg en hún virtist ekki heyra í þeim.
Þangað til að ein fréttakvennanna kallaði yfir alla (sú sama og talaði við hana áðan): Fyrirgefðu, fröken, en mætti ég spyrja hvar þú fékkst þessa kápu?
Bros kviknaði á vör mömmu og hún sneri sér við, lagaði á sér hárið, brosti tannkremsbrosinu sínu og sagði: J
á, ég fékk hana í Bizon Bee, finnst þér hún ekki svakalega lekker?
Ef þig langar í svona er mér alveg sama en ég mundi fá mér brúna ef ég væri þú! Það er akkúrat þinn litur….