Ef maður skrifar í dagbók þá er maður að segja satt, er það ekki?
Ég ætla allaveg að skrifa þetta í dagbókina mín, því enginn myndi trúa mér.
Ég trúi þessu varla sjálf, en þetta er það sem kom fyrir mig.
Þetta var rólegur dagur og ég hafði ákveðið að eiga rólegt kvöld heima fyrir. Ég var búin að borða, fara í sturtu og var sest fyrir fram sjónvarpið. Skyndilega fer ég að taka eftir hljóði sem virtist koma að utan. Ég slekk á sjónvarpinu og geng á hljóðið. Ég lýt út um gluggan og hljóðið er hætt, ekkert óeðlilegt fyrir utan, svon ég fæ mér aftur sæti og ætla að fara að kveikja á sjónvarpinu þegar hljóðið byrjar aftur, en í þetta skiptið þá er það mikli skýrara og hærra. Ég heyr varla í sjálfu mér hugsa og rýk út um hurðina að reyna að finna hvaðan þetta kemur.
Áður en ég veit af þá er ég komin lengst út fyrir garðinn og lengst út í hraun, þar sem ég kem auga á blikkandi ljós. Þegar ég er komin allveg að ljósinu sem minnir heldt á lélegt jólaskraut úr álfpappír, þá hættir hljóðið jafn skyndilega og það byrjaði.
Allskonar hugsanir fóru í gegnum hausinn á mér: Hvað er þetta? eftir að ég næ aftur tökum á hugsunum mínum prófa ég að ýta í \“álfpapír\” hrúguna með grein sem lág rétt hjá. Mér til mikillar undrunnar byrjar hrúgan að hreyfa sig. Og allt í einu stendur fyrir framan mig furðulegast vera sem ég hef á ævini augumlitið.
Hvaða kemur þessi furðuvera eiginlega.
Þetta gerðist allt svo hratt ég vissi ekker hvað var að gerast þegar veran reif íhárið á mér og var að soga það inn í sig. Hún tekur á sig nýja mynd og leyt soldið út einsog vélmennið í futorama. Vera glotti, eða það sem ég held að hafi verið glott, og tekur á loft og er horfin á einu augabragði.
Ég stend eftir mjög ráðvilt, þegar ég átta mig á að ég stend út í hrauni á náttfötunum, allveg sköllótt. Ég er búin að missa allt hárið, það var þó allveg sársaukalaust. Gæti verið að ég hafi misst vitið, er mig að dreyma?
Ég geng aftur að húsinu eftir að hafa ákveðið að þetta hljóti allt að vera draumur. Lýt í spegillinn og finnst bara klæða mig vel að vera sköllótt. Ég settist niður og reyni að skilja hvað hafi gerst, á einhverjum tímapunkti hlýt ég að hafa sofnað.
Ég vakna öll stirð og sé að það er en kveikt ásjónvarpinu og íslandi í bítið skerst inn í hausin á mér einsog óboðinn gestur. Smá saman rifja ég upp atburði gærdagsins, hárið á mér er á sínum stað, þannig að þetta var bara draumur. Eða gerðist þettá í allvöru?
Ef ég skifaði þetta í dagbókina mín hlýtur þetta að vera satt.