Ég horfi út um gluggann á gömlu skólastofunni. Við erum að læra um tvöþúsundualdar-stríðið mikla. Eða þriðju heimsstyrjöldina eins og sumir vilja kalla hana. Til gangslausasta stríð sem til er. Amma hefur sagt mér frá því hvernig þessar fréttir um dauðann voru algjörlega hætt að snerta hana þegar hún heyrði þær dag eftir dag.
“Benjamína, viltu gjöra svo vel að fylgjast með!” öskrar kennarinn á mig.
“Já, frú,” sagði ég afsakandi.
“Benjamína geturðu sagt okkur hvernig Saddam Hussein fannst?”
“Já frú,” byrjaði ég. “Hann fannst í lítilli holu af bandamönnum. Hafði ekki getað gert neitt síðan þeir réðust inn í bæinn. Nóg frú?”
“Takk Benjamína.”
Þvílík tímaeyðsla! Til hvers er verið að sóa tímanum að læra um eitthvað stríð sem heimsbyggðin tók varla eftir? Til hvers var þetta stríð eiginlega? Jú, einhverjir turnar hrundu. Árásin á Tvíburaturnanna breyttu víst öllu. Amma sagðist hafa verið í sjokki og hafði horft á þetta “Live” þegar hún var þrettán. Hafði grátið sig í svefn um nóttina því að mamma bestu vinkonu hennar hafði farist. Vinkona hennar framdi víst sjálfsmorð ári eftir, nákvæmlega. Þetta voru erfiðir tímar fyrir suma. Amma fluttist og horfði síðan á stríðið úr fjarlægð. Sem betur fer lauk því þegar George W. Bush var “ráðinn af dögunum af öfgafullum friðarsinna” eins og stendur orðrétt í bókinni.
“Benjamína!”
“Já frú,” sagði ég, næstum því letilega.
“Hvaða árás var gerð nákvæmlega 911 dögum eftir árásina á Tvíburaturnana?”
“Það var árásin á lestarstöðina í Madrid.”
“Flott Benjamína.”
Ég er í uppáhaldi hjá frúnni út af því að amma er frá Bandaríkjunum, New York. Hún flutti til Englands þrem árum eftir árásina. Þoldi ekki forsetann.
Bjallan hringir. Við göngum hljóðlega út úr bekknum. Frúin hafði greinilega verið að halda einhverja svaka tilfinninga ræðu. Jasmindah var nefninlega farin að gráta. Hún er svo viðkvæm fyrir öllu slíku. Einhver fjölskyldumál.

Ég sit og hlusta á fréttirnar.
“Loftárás var gerð á Falujah í Írak. Tíu óbreyttir borgara féllu og þrír bandamenn,” segir konan í tækinu. “Tugir særðust, þar á meðal hermenn bandamanna.”
Hvað er með þessa bandamenn? Af hveju eru þeir merkilegri en einhverjir óbreyttir borgarar? Ég hef miklu meiri samúð með óbreytta fólkinu. Mamma öskrar á mig að það sé matur. Fiskur. Ég borða ekki fisk svo þarf ég hvort eð er að fara á æfingu.

Ég sit aftur viðgluggan. Núna er ég að hlusta á frúnna röfla um það hvernig fiskurinn gufaði upp. Algjört fiskbann ríkir. Og líka súkkulaðibann. Fiskur er svo góður! Ég fékk þannig einu sinni þegar ég var á ferð um eyjar í Karabíuhafinu. Ofveiðsla! Af hverju voru veiðimenn svona gráðugir? Ég meina, það var til nóg af fisk en svo kom þvílíkur hiti að hitamet allstaðar voru slegin. Það var ekki hægt að frysta fiskinn og öll frysting var ekki til staðar. Milljón tonn voru ónýt. Fiskistofninn hefur enn ekki náð sér. Heldur ekki jöklarnir á Íslandi sem eru hálfbráðnaðir. Þetta gerðist þegar amma var um tvítug svo að hún man enn eftir þessu. Sem betur fer fékk ég að sleppa við að svara í þessum tíma. En afhverju fiskurinn? Núna er verið að klóna fiska í tonna tali og spýja þeim út í sjóinn. Sniðugt. Hann er bara ekki eins góður og fiskurinn í gamla daga.

Það gerðist í dag. World Trade Center voru sprengdir í loft upp. Mamma Töru var í turnunum. Hún gistir hjá mér í nótt. Pabbi hennar er í rústunum að leita af henni. Við máttum ekki fara út. Foreldrar okkar áttu að sækja okkur, vinnustöðum var lokað. Við búum á Manhattan og við þurftum að fara til frænku okkar í Queens. Við gerum ekkert nema að horfa á sjónvarpið. Við horfum á fréttirnar sem sagt er að óttast er að fullt fullt af fólki hafi farist í árásunum. Við erum hræddar og höfum kveikt á kertum. Pabbi var að vinna í versluninni þegar árásirnar voru gerðar. Hann hljóp að rústunum og náði að bjarga einni konu sem var í losti. Hún hafði komið úr byggingunni tvem mínútum áður til þess að kaupa ávexti. Við erum öll hrædd. Þjóðarsorg. Mamma reynir að vera sterk fyrir mig og Töru, það er bara mjög erfitt. Manhattan er eitt stórt ský.

“Góðan dag, það er skólastjórinn sem talar. Ég hef sorgarfréttir að færa. Gerð var árás á London með loftskeytum á nokkrum stöðum í borginni. Sum heimili eru í rúst. Vinsamlegast setjið kyrr í kennslustofunni og haldið ró ykkar. Foreldrar ykkar koma að sækja ykkur eftir ör skamma stund. Verið tilbúin að þurfa að yfirgefa bygginguna á örskammri stund eða að þurfa að vera hér til lengdar. Vinsamlegast haldið ró ykkar!”
Ég trúði þessu ekki. Ég stökk upp á borð til þess að draga fyrir gluggana.
“Þetta er allt í lagi krakkar. Þetta verður brátt yfir.”
Þau heyrðu flugvélar sveima yfir. Herflugvélar. Sumir krakkarnir voru farnir að gráta. Strákarnir líka.
“Þetta er allt í lagi krakkar. Ég er viss um að þetta sé bara eitthvað smáslys,” sagði frúin og þvingaði fram bros. “Hver getur sagt okkur brandara?”
Enginn sagði neitt, ekki einu sinni Thomas sem svara öllu sem hægt er að svara. Daniel hljóp að sjónvarpinu og kveikti á því. Fréttakona, sem var klædd svörtu var að lýsa því sem gerðist:
“Gerð var loftárás á London Heatrow, Oxford Street og á neðanjarðarlestarstöðvar í borginni. Ýmisst með flugskeytum eða sprengjuárásum. Fólk er vinsamlegast beðið um að halda ró sinni. Herflugvélar eiga að koma eftir skamma stund til þess að sækja börn og sjúklinga úr skólum og sjúkrahúsum. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi um allan heim. Bandamenn hafa þegar sent lið sem er á leiðinni til Englands. Danir, Svíar, Normenn, Þjóðverjar, Frakkar og Spánverjar hafa þegar sent lið sitt yfir. Fyrstu hermennirnir frá Frakklandi koma eftir um hálftíma yfir sundið. Breski herinn hefur þegar fellt niður eina þotu. Ekki er ljóst hverjir standa að árásunum en talið er að þetta séu öfgafullir skæruliðar frá Mið-Austurlöndum sem sækjast yfir hefnd fyrir Þriðju Heimsstyrjöldinni eða Tvöþúsundaldarstríðinu.”
Enginnn sagði neitt. Ég fann hvernig tárin runnu niður kinnarnar. Foreldrar voru farnir að týnast inn í skólastofunar, oft með lítil systkini.
“Krakkar, verið viðbúin öllu! Þetta er jafnvel rétt að byrja!”
Mamma var komin og amma líka með litlabróður.
“Ég vissi að þetta mundi gerast aftur,” sagði amma. “Hvert á að flytja okkur?”

Þetta var dagurinn sem breytti Englandi og heimsbyggðinni algjörlega. Þetta var dagurinn sem England og Bandaríkin urðu að lýsa yfir tapi. Þau höfðu tapað. Þetta var dagurinn sem Mið-Austurlöndin tóku yfir. Þetta var dagurinn sem við fundum út að allt gæti gerst. Sama hvar, hvenær og hvernig. Þetta var dagurinn sem var lýst sem heimsendi. Kjarnorkan drap okkur öll þrem árum eftir árásina. Óvart.