Hvað gerðist?!?
Það er sunnudagur. Klukkan er 15:07 og ég var að vakna. Hvað er eiginlega að mér. Ég er ekki vanur að vakna svona seint! Annars er ekkert skrítið að ég skuli vakna svona seint. Ég hefði verið á djamminu kvöldið áður, en því miður mundi ég ekkert hvað ég hafði verið að gera kvöldið áður. Ég fer framúr rúminu, labba fram í eldhús og kíki í ískápinn. Það er EKKERT til! Á eldhúsborðinu liggur diskur með kókópuffs, með mjólk útá sem hafði verið hellt útá í gær. Jæja, hugsa ég með mér, eitthvað verður maður nú að éta, morgunamaturinn er jú mikilvægasta máltíð dagsins. Ojj, mjólkin er orðin að lími eða eitthvað álíka. Ég kúgast, hleip fram á klósett en næ ekki. Ælan gusar útúr mér, beint á gólfið. DJÖFULLIN! æpi ég. Ég drífi mig að skúra gumsið upp. Liktin er ógeðsleg. Æ, nú er ég ennþá svengri, en samt búinn að missa matarlistina. Ég verð að komast út úr stibbunni áður en ég æli aftur,hugsa ég með mér. Ég drífi mig úlpuna og kem mér út. Ég labba útí bakarí og fæ mér snúð. Eftir að hafa fengið mér snúðinn fer ég til félaga míns, sem einmitt var að horfa á einhverja bíómynd. Þetta var einhver hundleiðinleg grínmyn. Eftir að hafa pínt mig til að horfa á myndina, sem vini mínum fannst greinilega verulega fyndin vegna þess að hann hafði hlegið alla myndina, þá drifum við okkkur út. Við tókum einn rúnt um bæinn en fórum svo bara í bíó, sem var álíka skemmtileg og myndin sem við höfðum séð fyrr um daginn. Og að sjálfsögðu skemmti þessi vinur minn sér alveg konunglega. Núna dreif ég mig bara heim að sofa. Daginn eftir fór ég í skólann. Þegar ég kom inn í andirið á skólanum, þar sem venjulega allir krakkarnir halda sig, fékk ég skrítnar móttökur. Allir krakkarnir gáfu mér klapp. Ég skildi ekkert í neinu. Strákarnir sögðu við mig “góður!” eða “þú varst aðalmaðurinn um helgina” eða eitthvað álíka. Ég sagði bara já við öllu saman en vissi að sjálfsögðu ekkert um hvað þeir voru að tala! Eftir skólann fór ég bara með vinum mínum út að chilla, en spurði þá svo hvað þetta átti að þíða sem gerðist í skólanum. Þeir skildu ekkert hvað ég meinti. “Manstu það virkilega ekki!” sagði einn þeirra. Nei sagði ég. Þá sögðu þeir mér að ég hafði strippað á Laugarveginum um laugardagsnóttina og hlaupið svo niður hann allsnakinn!