Í barmi óttans.



Jón.

SKJÓTTU HANN!!!! Öskrar Benni og lyftir höndunum, upp. Skjóttu hann, skjóttu hann núna. Já ég er að reyna eins og ég get, segir Jón með lágum tón. Hann heldur byssunni við munninn á þessum ljóshærða manni sem hann þekkir persónulega ekki neitt. Veit ekki hvernig fjölskildu hann á. Hvort hann á konu og börn, eða hvort að lifir einn í sínum einmanna leika. Eina sem Jón veit er að einhverjum ástæðum á þessi maður skilið að vera drepin, kannski út af því að hann skuldar stjóranum einhvern pening eða kannski út af því að hann negldi konuna hans. En það er allavega eitthvað í alvarlegri kantinum.

Jón heldur á byssunni, og finnur hvernig svitinn frá höndum hans klessist við byssuna. Hann horfir í augun á þessum manni, sér hvernig tárin streyma niður andlitið á honum, og svitaperlunnar glansa svona rosalega á enninu á honum.

Nú hef ég verið að gera þetta í næstum 5 ár, hugsar Jón. Og hef ég drepið frekar mikið af fólki. Hef ég þá hugsað að allt þetta fólk sé vont, og hafi gert eitthvað að sér. En núna get ég þetta ekki lengur, ég get ekki haldið þessu lífi áfram. Ég er að verða 36 ára gamall og er ég orðinn full saddur af þessari vitleysu. Og nú stend ég fyrir framan þennan mann sem að ég held hefur ekkert gert af sér.

Jón tekur byssuna frá andliti mannsins og lítur á Benna.
Allt í lagi tautar Benni, ég skal gera þetta sjálfur. Benni tekur upp byssuna sína og miðar að hausnum á þessum ljóshærða manni. Jón snýr sér við og horfir á þennan ljósastaur sem hann sér þarna í götuhorninu. Og þegar hann heyrir skothljóðið óma fyrir aftan sig sér hann glitta í skugga á einhverjum þarna við götuhornið, hliðina staurnum. Sér hann með nánari athugun að þetta er ungur piltur, örugglega um 18 – 19 ára gamall. Jón öskar að hástöfum að Benna, Benni snýr sér við og sér þennan unglingspilt.


Ari.


Vá hvað er klukkan maður, ég er orðin geðveikt þreyttur maður, segir Ari þegar hann labbar niður hólshlíð. Búinn að vera að vinna í allan dag og er orðin frekar þreyttur. Hann lítur á klukkuna og sér að hún er 23:30 og þegar hann sér stóra vísirinn færast svona rosalega hratt getur hann ekki beðið eftir að fara heim í hlýja rúmmið sitt og fara bara að sofa.

En allt í einu heyrir hann í fjarska mikill öskur, eins og einhver sé að öskra á einhvern. Þegar hann leggst við hlustir heyrir hann að maður er að öskar ´´ skjóttu hann, skjóttu hann núna´´ hann heyrir þetta í litlu porti þarna og byrjar að labba í áttina að þessu porti. En þegar hann nær auga á mennina sem standa þarna í götuhorninu, heyrir hann háan skothvell og sér að stór maður í brúnum frakka horfir á hann, og byrjar allt í einu að öskra. Það fyrsta sem Ari hugsar er að hlaupa, og það gerir hann. Svo fyrir aftan hann sér hann að maðurinn í stóra frakkanum er byrjaður að elta hann. Og til mikillar skelfingar sér hann að maðurinn er að nálgast hann frekar hratt, og veit hann núna að fyrr eða síðar á þessi maður eftir að ná honum, ekki nema að hann gerir eitthvað.


Nú finnur Ari andardráttinn í manninum við hálsinn á honum. Hann var kominn svona 50 cm frá honum, og þegar hann lítur við sér hann að maðurinn stekkur upp, og ofan á hann, svo hann dettur niður með þennan stóra mann á bakinu á sér.
Maðurinn snýr Ara við og nú standa þeir auglitis til auglitis. Ari er svo hræddur að hann getur varla hreift sig. Hann sér þetta skuggalega andlit og getur ekki annað en brostið í grát. Svo heyrir hann skothvell, og veit að nú er þetta hans síðasta.


Benidikt.



SKJÓTTU HANN!!! Öskraði Benidikt. skjóttu hann, skjóttu hann núna.
Ég skil þetta ekki hugsaði Benidikt. Hann hefur skotið fleira fólk en allir mínir félagar til samans, en allt í einu núna finnst mér eins og hann getur þetta ekki, eins og hann er búinn að fá nóg.

En svo eftir smá stund sér Benidikt að hann Jón getur þetta ekki svo hann tekur byssuna af honum og beinir byssunni að þessum ljóshærði manni sem hann heyrði einhverstaðar að hann héti Einar. Benidikt horfir á þennan mann í svolítinn tíma og hugsar með sér, af hverju er hann að þessu. Svo ákveður hann bara að hræða þennan Einar smá. Hann tekur í gikkinn og sér hvernig kúlan strýkur eyrað á Einari.

En allt í einu heyrir Benidikt öskrin í Jóni, svo hann snýr sér við og sér að þennan unglingspilt standandi þarna við götuhornið, svo sér hann þennan strák hlaupa í burtu.

Eltu hann Jón, annars heldur hann að við höfðum drepið þennan mann.
Hvað meinar þú, halda? Spurði Jón..
Ég drap hann ekki, bara skaut í vegginn hliðin á honum til að hræða hann.
Jón tekur til fótanna og eltir strákinn.

Benidikt leggur frá sér byssuna og fer í skottið og nær í band sem hann er með í skottinu. Það er ekki eins og við getum látið strákinn og Einar ganga lausa.

En svo allt í einu heyrir hann háan skothvell fyrir aftan sig, og finnur um leið þennan hræðilega sársauka í bakið, Benidikt snýr sér við og sér að Einar stendur þarna með byssuna sína í hendinni. Djöfull var ég heimskur hugsaði Benidikt. Af hverju geymdi ég byssuna þarna, ég hafði átt að setja byssuna í vasann. En svo heyrir hann annan hvell, en engan eftir það.






Einar.


Einar heldur á byssunni sveittur og horfir á þennan mann sem ætlar að drepa hann ef hann skítur hann ekki, svo hann telur upp að þrem. 1, 2, 3. Og svo tekur hann í gikkinn, og svo aftur, labbar að þessum manni og horfir á hann þar sem hann liggur á götunni með andlitið í jörðinni. Einar ákveður að skjóta einusinni en bara til að örygis.

Einar horfir á þennan mann í svolítinn tíma og hugsar með sér hvar hinn maðurinn er, sem hljóp í burtu. En svo allt í einu finnur hann rosalegan sársauka í fætinum, hann dettur niður og sér að maðurinn sem hljóp í burtu er kominn aftur, og ekki nóg með það þá er hann búinn að skjóta Einar í löppina. Hann horfir á þennan háa mann, og sér að hann heldur í unglingspilt með vinstri hendinni og byssu í hægri. Einar lyftir upp byssuna sem hann heldur á og skítur einu skoti, en hinn maðurinn líka, og núna hittir hann beint í magann á Einari. En Einar hittir þennan mann beint í hausinn og maðurinn dettur niður.

Einar sér unglingspiltinn standa þarna stjarfur. Einar öskrar eins hátt og hann gat, sem var nú samt ekki upp á marga fiska.. Hann öskrar á strákinn, hann öskrar ‘´hlauptu í burtu, hlauptu núna í burtu´´. Hann sér að strákurinn hlýðir því, og hleypur, hleypur eins langt og hann getur í burtu.. Burtu frá þessu litla götusundi sem Einar dregur sinn seinasta andardrátt.