“Allir um borð.” Heyrðist kallað utan úr salnum. Áður en langt um leið voru lætin farin að stíga upp úr öllu valdi. Fólk að ryðjast fram til að geta náð í sætin sín. Reynandi að missa ekki af lestinni. Skarkalinn endurkastaðist í hinu litla herbergi sem ég sef vanalega í. Ég heiti Skúli í höfuðið á föður mínum heitnum. Hann var okkur mjög kær. Þar sem við sitjum hér tvö saman, móðir mín og ég, fer hugur minn að reika til eldri tíma þar sem hoppað og skoppast var um engin blá. Köttum var strítt og allir undu sælir og glaðir við sitt. Ég hef aldrei átt systkini –en hef alltaf álitið vini mína sem hálfgerð systkini. Ég á sem sagt 20 systkini samkvæmt mínum útreikningum. Þar af hef ég misst 2 úr bráðum dauðdaga, bara étin í einum munnbita. Minningarathöfnin fór fram í kyrrþey, allir með svarta hatta. Sjálfur setti ég á mig bindi. Vinir mínir þeir Vilhjálmur og Kristinn voru syrgðir á sama tíma og þeirra óskað heilla í eftirlífinu. Þótt eflaust að þið trúið því ekki þá erum við mjög trúuð. Eigum meðal annars okkar eigin sali í kirkjum. Þótt alltaf séu svartir sauðir í hvítu fé. Kristni er höfð í heiðri og fylgjum við stíft boðorðunum 10. En þar sem ég sit við mínu þungu, en samt venjulegu þanka er ég að fara að missa af lestinni. Ég gríp tösku mínar með öllum mínum föggum. Kyssi mömmu mína og hleyp af stað út í lestina. Hoppa upp í farangur næsta túrista sem ég sé, og af stað fer ég.
Það hefur alltaf verið draumur minn að heimsækja hinn stóra heim og leita að þeirri einu réttu. Fara út á lífið, skemmta mér og detta í það (þótt ég sé ekki enn orðinn fyllilega lögráða.) En ég er samt sem áður ekki orðinn tilbúinn að fara frá aldinni móður minni. Það myndi endanlega brjóta hana niður, því að eftir fráfall föður míns hefur hún aldrei náð að jafna sig. Ég bara hef ekki það sem þarf til að skilja grey konuna eftir eina. Það eitt hefur hindrað mig frá því að fara út á lífið, og er aðalástæða þess að ég er enn þann dag í dag einhleypur.
Allt í einu heyrist flautað af miklum krafti og lestin lagði af stað. Fyrst hægt svo hraðar og hraðar. Mikið vildi ég vera kominn á áfangastað. Dansandi á engjum og kyssandi dömur. Gera allt það sem bækurnar hafa sagt mér af, allar þessar fallegu paradísir sem hægt er að leika sér í. Hoppa sæll og glaður, um enginn blá. Í skini sólar og nætur, laus við alla ketti og uglur. Eða svo segja bækur, maður verður samt alltaf að velta fyrir sér hversu mikið sé satt af því sem þar er skrifað. Man bara eftir því að enga hef ég fengið viðvörun gegn því að fara glannalega í hinum stóra heimi. Samt hef ég alltaf tortryggt þessar bækur eftir að faðir minn fór út í heim en sneri ekki aftur heim. Hver sem ástæðan kunni að vera þá hef ég aldrei fyllilega tekið þessar bækur í sátt eftir þetta. Samt sit ég hér í þessari þægilegu Armaní skyrtu og læt hugann reika á leið út í hinn stóra heim. En varla fær maður mikinn tíma til að velta slíkum hlutum fyrir sér þegar maður er að skoða hinn stóra heim.