Sæl!
Nú eru 9 dagar þar til Verðandi kemur út.
Til stendur að fá Kistuna.is í samvinnu við Skelmi. Hugmyndin er að birta eina, tvær sögur á þeim vef og bjóða notendum kistunnar möguleika á því að hlaða niður blaðinu.
Útgáfur hafa sýnt þessu töluverðan áhuga, m.a. JPV og Edda, og fá vel flestar blaðið sent. Ég hvet ykkur eindregið til að dreifa blaðinu á sem flesta vini og kunningja, því meiri dreifingu sem blaðið fær, því betri vettvangur. Endilega hvetjið sem flesta til að lesa og skrá sig sem ‘áskrifendur’ eða öllu heldur þiggjendur þessa blaðs.
Í blaðinu birtast 6 sögur og í kringum 20 ljóð í þetta skiptið. Þar á meðal eru 2 hrollvekjur og 2 fantasíur. Verst þykir mér að hafa ekki sci-fi, en ef þið vitið af einhverjum þarna úti sem skrifar slíka texta, endilega komið honum/henni í samband við mig.
Uppi er sú hugmynd að gefa út, einhvern tímann í náinni framtíð, sérblöð
tileinkuð útlendum höfundum en í þýddir. Það væri gaman að geta birt
þýðingar á verkum Lovecraft, Roberts Jordan, R.A. Salvatore og fleiri.
Ef þið hafið áhuga á að taka að ykkur slíkar þýðingar, látið mig vita.
MBK,
Þorsteinn Mar
PS. Gleðilegt sumar!