Bjössi átti sér draum. Hann vildi óðum verða leikari og leika fyrir börn en gat það bara ekki. Hann var bara svo feiminn.
Á hverjum degi þegar foreldrar Bjössa voru í vinnunni var Bjössi heima í stofu að æfa sig.
Einn dag kom mamma Bjössa inn til hans og spurði hvort hann vildi fara í leiklistar skóla og æfa þar leikrit sem héti ,,Einn fyrir alla og allir fyrir einn´´.
Það fjallaði um tvo krakka sem voru að safna fyrir Rauða krossinn og átti Bjössi að leika annað barnið.
Bjössi tók sig til og fór bara. Æfingar voru strangar en Bjössi æfði á fullu.
En loksins kom að því sem Bjössi beið spenntur en kvíðinn eftir.
Fyrsta leiksýning átti að hefjast eftir rúman klukkutíma.
Hjartað í Bjössa sló hraðar og enn sló það hraðar.

Leiksýningu var lokið og Bjössi hafði leikið stórkostalega.
Þegar Bjössi eldist ætlar hann að verða leikari, en það tekst manni ef maður lætur drauma sína rætast.
Hafa draumar ykkar ræst?
Endir (Ég er bara 12 ára en ég bæti mig þó samt eftir hverja bók og stefni að því að verða rithöfundur. þetta var ein af fyrstu sögunum mínum. Þessa samdi ég í 7 ára bekk)