Hingað til, þá hef ég ekkert verið að pæla neitt það mikið í strákum. Jú, auðvitað hef ég átt í mínum samböndum, en þetta hefur aldrei verið neitt djúpt, bara smá skot. Ég var ekkert á leiðinni að láta einhvern karlmann særa mig, tilhvers ætti ég að gera það? Svo mér gæti liðið illa, og lent í ástarsorg? Nei takk, það er ekki fyrir mig. Ég get beðið með það og notið lífsins á meðan ég er ung.
Þetta sumar hef ég aðallega bara eitt tímanum í að djamma, vinna og hanga með vinunum. Aðallega rúnturinn eftir vinnu.
Það er mánudagskvöld, ég er í fríi í vinnunni. Helga vinkona var nýkomin með bílprófið, og við erum bara búnar að vera að rúnta eitthvað. Við parkerum í smástund hjá bensínstöðinni, og erum að tala saman. Við sjáum einhverja stráka vera fyrir utan Aðalstöðina, sem er sjoppan í bænum. Erum eiginlega ekkert að pæla í þeim, en Helga rekst óvart í flautuna. Við ákveðum bara að veifa þeim, svo þeir haldi ekki að við höfum bara rekist í flautuna.
Svo förum við að rúnta, og tölum aðeins við Guðjón vin okkar og Villu og Ellu. Svo ætlar Helga að fara heim, og skutlar mér og Þórunni að bílnum mínum, en viti menn strákarnir eru ennþá þarna….. Þeir koma og tala eitthvað við okkur, en við erum ekkert á leiðinni að fara út, og leyfa þessum sjómönnum gera sér einhverjar hugmyndir, já nei takk. Helga tekur einn rúnt í kringum sjoppuna og stoppar svo fyrir utan bílinn minn.
Ég og Þórunn förum yfir í bílinn, og komumst að þeirri niðurstöðu að okkur vantar sígarettur og förum yfir í sjoppuna. Þar kemur einn strákurinn að tala við okkur. Hann biður okkur um að taka sig á rúntinn, segir að hinir strákarnir hafi verið að kalla hann ljótan og leiðinlegan, og býður okkur miða á sjómannaballið. Vá, á sjómannaballið, uuuu heyrðu sjómannaballið var síðustu helgi…..
En ég leyfi honum samt að kíkja nokkra rúnta með okkur.
Við komumst að því að hann heitir Gísli og er 28 ára. Og hann er líka alveg helvíti skemmtilegur. Við erum á rúntinum til 7 um morgunin. Og þá loksins fer hann upp í bát.

viku seinna- Það er miðvikudagskvöld, og ég er að vinna. Það er búið að vera brjálað að gera. Ég vinn í sjoppu, einmitt aðalstöðinni, og það er alltaf brjálað að gera á sumrin. Klukkan er orðin 24:00 og traffíkin ætlar ekkert að minka.
Þá kemur Guðlaug og réttir mér símann og segir mér að það sé síminn til mín.
-Halló, segi ég.
-Já, góða kveldið, hvað segir þú gott?, heyrist hinum megin á línunni.
-Allt það fína bara, en hver er þetta?
-Veistu ekki hver þetta er?, er svarað.
-Nei, veistu ég bara hef ekki nokkra hugmynd um það,
-Ja, ég heiti Gísli og þú varst með mér á rúntinum um daginn…
-Já, nú man ég, hvað segiru?
-Bara allt það fína, hvað er að frétta?
-Hvernig vissiru að ég væri að vinna???
-Ég sá bílinn þinn standa fyrir utan….
-Já, ok en hérna ég má eiginlega ekki vera að því að tala við þig akkúrat núna, nenniru ekki bara að hringja seinna eða eitthvað.
-Ha, jú jú við löndum þarna á föstudaginn, viltu ekki bara hitta mig þá?
-Jú, ekki málið, sé þig þá, en ég verð að hætta ok bæ…

Díses, afhverju var hann að hringja í mig eiginlega? Ég meina, hann þekkir mig varla. En jæja ég hitti hann samt á föstudaginn.

Föstudagur- Ég er á morgunvakt, allt brjálað að gera, enda er lika föstudagur. Ég err að fylla á, og þá kemur Jóa og segir mér að það sé verið að spyrja eftir mér. Ég stekk í lúguna, og sé að það er Gísli, við spjöllum í smá tíma og ákveðum að hittast um kvöldið. Hann segist bara ætla að hringja í mig, gjöri hann svo vel, ég verð nú ekkert að vinna í allt kvöld. Nú þá fær hann bara símann á stöðinni.
Um kvöldið hringir hann, og við ákveðum að ég næ bara í hann uppí bát, og svo kíkum við bara eitthvert.

-Þetta er endir á fyrsta kafla-

spotta