Klukkan á vekjaraklukkunni sem liggur á náttborðinu mínu sem er við hliðina á rúminu sýnir 02:41 en klukkan á tölvunni sýnir hins vegar 02:27. Munurinn á klukkunum er 14 mínútur og er það annsi mikil skekkja, ég fer milliveginn og er klukkan samkvæmt því 02:34, fimmtudagur á morgun. Í græjunum hljómar annsi sérstök plata, platan er með hljómsveitinni Godspeed og eins og svo margir vita er þetta stórfengleg hljómsveit, andrúmsloftið er þrungið einhverskonar spennu. Hér er ekki neinn, ja nema þá bara ég, samt er sængin öll í einhverju kuðli og allt einhvernveginn svo rafmagnað.
Ef ég lít út um gluggan sé ég jólaljós um allt, samt er það eitthvað svo gervilegt, það er eins og allir séu bara að plata, ég held að margir séu bara að plata. Ég held að mörgum finnist þessi jól ekkert svo skemmtileg en þeir taka samt þátt í þeim vegna þess að allir gera það. Ég meina það væri náttlega annsi súrt að beila bara á jólunum og segja svo við alla að maður ætlaði ekki að halda upp á fæðingu frelsarans. Fólk myndi aldrei skylja ástæðurnar, allir myndu bara fara á flippið og dæma menn geðbilaða eða þunglynda, fólk má ekkert lengur, allir eru stimplaðir fyrir það að taka öðruvísi ákvarðanir. Ákvarðanir eru varla til lengur, sjálfstæðar ákvarðanir eru alla vega sjaldgæfar, fullkomlega sjálfstæðar ákvarðanir meina ég sko, það er alltaf eitthvað sem spilar inní, eitthvað annað sem ræður úrslitum. Það þarf samt ekkert að vera slæmt, ég er alls ekkert að segja það, ég er bara að segja það sem ég segi.
Annars er rafmagnið ekkert svo mikið hér inni, það virðist allt verða rólegra núna, kannski er það vegna þess að tónlistin hefur breyst eða ekki. Það er samt alls ekki aðalmálið, aðalmálið er ekki hér, það er langt í burtu held ég sko, ég held að það sé einhversstaðar hinum megin. Þá meina ég ekki hinum megin á þessari plánetu eða neitt slíkt, ég er svona að gæla við þá hugmynd að aðalmálið, það sem skiptir okkur öll meira máli en allt annað sé bara annarsstaðar en hér. Það er alls ekkert stór bomba, það er ekkert erfitt að sætta sig við þá staðhæfingu, annars er ég ekkert viss, þetta er bara svona hugmynd, þarf ekkert að vera rétt eða röng sko.
Það þarf svosem ekki neitt að vera rétt, ég held stundum að ekkert sé rétt, það væri svakalegt ef það yrði sannað, “í fréttum er þetta helst Ekkert er satt eða rétt lengur, að þessari niðurstöðu komust vísindamenn í namibíu í gær” það myndi allt fara á hausinn, snúast á hvolf. Samt gæti það ekki gerst, það væri bara allt of absúrd, allt of steikt eitthvað, það myndi ekkert virka ef sannleikurinn væri lygi og lygin væri sannleikurinn þar sem hann væri lygi, það myndi allt fokkast upp. Samt myndi fólk bara kjósa það að lifa í blekkingunni, það væri ekkert annað að gera í stöðunni, hvað annað?
Hér er allt orðið rafmagnslaust, spennan er algjörlega horfin, það er eins og eitthvað hafi tekið hana og hent henni út, eitthvert burt bara. Ég ætla að fljóta með………………..ég flýt án þess að sökkva, ég þarf ekkert að gera vegna þess að straumurinn flytur mig með sér og það er þægilegt, ég þarf ekkert að gera, ég vil ekkert gera, ég vil fljóta og það geri ég. Núna hefur allt breyst, ég er ekki lengur þar sem ég var, ég er kominn á nýjan stað, nýjan stað þar sem nýjar og öðruvísi áherslur ríkja. Húsin eru óraunveruleg og fólkið líka, allt er fjarlægt en samt er það beint fyrir framan nefið á mér. Þannig vil ég hafa það, ég vil ekki snerta þennan heim, ég vil ekki hafa áhrif á hann vegna þess að hann er ekki raunverulegur, hann er ekki til og hann þarfnast engra breytinga.
Ljósin eru skær og þau lýsa upp borgina, í þessari borg er fullt af fólki sem er óraunverulegt, það er ekki til, það verður aldrei til nema þá aðeins í hausnum á mér. Samt finnst mér eins og ég þurfi að ná sambandi við þetta fólk, það er eitthvað sem ég vil segja en það er svo erfitt að segja eitthvað við það sem er ekki til. Það er engin ástæða til þess að tala við vegg, þessvegna segi ég ekki neitt, ég fylgist bara með, er áhorfandi að þessum heimi sem er blekkingin ein sem býr í hausnum á mér.
Merkilegir hlutir gerast á hverri sekúntu í þessum heimi, það er alltaf eitthvað á hreyfingu, alltaf eitthvað sem hefur áhrif á ljósin, mennina, húsin og allt það sem býr í þessum heimi. Það er samt þannig að enginn getur gert neitt, ég get engu breytt þó að ég vilji það, þó svo að ég vilji gera þennan heim að raunverulegum heimi með raunverulegu fólki sem lifir raunverulegu lífi þá get ég það ómögulega, það er bannað. Allt það sem gerist hér hefur ekki nein áhrif útfyrir þennan gerviheim, þannig að þó svo að sumir deyji og aðrir lifi, sumir kveljist og aðrir séu kóngar þá skiptir það engu máli vegna þess að það hefur enginn áhrif á raunveruleikann. Þessi heimur sem ég flýt i gegnum verður að vera svona, hann lýtur lögmáli og hann fylgir því og allir sem í honum eru, enginn hefur rétt á að breyta því, það er ekki hægt. Þannig að það er bara best að fljóta og reyna ekki neitt, breytingin verður aldrei.
Það er erfitt að vera til í heimi sem er ekki til, það er í raun tilgangslaust að vera til í heimi sem er ekki til. Heimur sem er ekki til er tilgangslaus í sjálfum sér, hann hefur engann tilgang vegna þess að hann er ekki til, samt er hann gæddur þeim eiginleikum að búa sér til tilgang. Það sem býr í þessum heimi virðist hafa tilgang fyrir heiminn sem slíkan, allt það sem í honum býr hefur áhrif á hann og er þessvegna heimurinn. Gerviveröldin óraunverulega líður framhjá mér og allt það sem í henni býr, allt er tilgangslaust, ekkert þjónar öðrum tilgangi en að halda blekkingunni áfram, blekkingunni um það að heimurinn sé í raun til og að hann hafi tilgang.
Tilgangsleysið er svo augljóst en samt virðist enginn sjá það vegna þess að allir eru óraunverulegir og geta ekki séð það sem er satt, það gengi aldrei upp, allt myndi verða raunverulegt, það gerist ekki í óraunverulegum heimi, það gæti aldrei gerst. Þó svo að tilgangurinn með þessum heimi sé alls ekki neinn virðist hann samt ganga áfram og allt það sem í honum er. Straumurinn flytur ekki aðeins mig í gegnum þennan heim heldur alla hina líka og þeir eru sáttir. Án óraunverulega heimsins væru þeir ekki neitt og flestir gætu verið sammála um það að það er betra að vera til sem blekking en vera alls ekki neitt. Ég skil þessvegna fólkið hérna, það hefur engra kosta völ nema lifa lífinu og halda í vonina um það að í rauninni hafi þetta allt tilgang. Sannleikurinn er hins vegar sá að tilgangurinn er ekki neinn, hann er ekki til þar sem ekkert er raunverulegt, þar sem ekkert er til.
Það sem gerist stundum hérna er sérkennilegt. Það eru nefnilega ekki allir sem ná að fljóta endalaust, sumir sökkva. Örfáir einstaklingar hafa komist að sannleikanum, þeir fljóta ekki mikið eftir það, þeir vilja ekki fylgja straumnum í tilgangsleysinu, þeir sökkva. Er þá ekki betra að vita ekki sannleikann og lifa lífi sínu í góðri trú um að það sé raunverulegt líf í raunverulegum heimi. Til hvers að vita sannleikann ef hann gefur þér ekkert nema vonleysi, þessvegna er blekkingin eina ráðið til að þrauka í heimi þessum.
Sannleikurinn er þessvegna blekkingin og lygin er sannleikurinn, það sem er satt er ekki satt en samt er það satt fyrir öllum þeim sem lifa í heimi blekkingarinnar.