Rokkskóli Íslands
Hæ. Ég heiti Karl(vanalega kallaður Kalli). Ég ætla að segja ykkur frá skólanum sem ég er í. Hann er enginn venjulegur skóli, því hann er nefninlega rokkskóli. Allar kennslustundirnar snúast um rokk. T.d er einn tími sem heitir rokksaga, og líka eru miklar hljómsveitaæfingar. Síðan er tónlistarstúdíó í einni stofunni. Ég sjálfur er í 6. bekk. Árlega er alltaf hljómsveitakeppni haldin fyrir 4.-6. bekk. Þá er hver bekkur fyrir sig að keppa við hina bekkina í árgangnum. Verðlaunagripurinn er svo þessi stytta
og síðan fá bekkirnir sem vinna að taka upp í tónlistarstúdíói skólans. Ég er í 6-LS. Minn bekkur er ákveðinn í að vinna hljómsveitakeppnina í ár. Alltaf vinnur hinn bekkurinn, 6-SH. En í ár verður það öðruvísi. Ég ætla nú að kynna ykkur fyrir bekkjarfélögum mínum og segja frá hvað þeir gera í hljómsveit bekkjarins. Sigga, Gulla og eru bestu söngkonurnar í bekknum. Halli er klikkaður á trommum og Siggi á bassa. Þeir eru alltaf saman. Það eru þrír gítarleikarar. Gummi, Helgi og Dabbi. Á hljómborði er Alli(heitir Atli) og er ansi góður. Síðan erum við lagahöfundarnir. Ég, Begga, Anna og Mummi. Við erum búin að semja þónokkur lög, og þó ég segi sjálfur frá þá finnst mér þau vera nokkuð góð. Síðan textahöfundarnir Baldi, Klara, Erla, Alla og Kári. En jæja, nú byrjar sjálf sagan.
Ég var á hljómsveitaræfingu hjá Óla hljómsveitarstjóranum okkar, að semja og allt í einu labbar Gunnar skólastjóri inn í stofuna og byrjar að tala: ,,Nú er að fara að líða að skólalokum og það þýðir að hljómsveitakeppni bekkjanna er að fara að hefjast. Þá þurfið þið að vera búin að semja fjögur lög og alltaf skiptir nú máli að vanda sig.’’ Heil fjögur lög! hugsaði ég en náði svo að jafna mig. ,,Bless í biiiiili’’ frussaði hann útúr sér og labbaði út úr stofunni. Þá byrjuðum við strax að vinna, gítarleikararnir að stilla gítarana og Siggi að blokka eitthvað lag á bassann sinn. Við náðum að semja eitt lag það sem eftir var af tímanum. Það var þá annað lagið okkar. Ég leit á stundaskrána og þar stóð að næst væri tónfræði. Ohh. Það er tíminn með Margréti, næstleiðinlegasta kennara skólans. En þegar við komum inn í tónfræðistofu var allt annar kennari. Það var engin önnur en strangi kennarinn Guðrún. Þá er nú betra að hafa Margréti. ,,Hvar er Margrét?’’ spurði Halli.,,Hún er í fríi í tvær vikur,’’ sagði hún kaldhæðnislega ,,svo ÉG kenni ykkur þangað til hún kemur aftur.’’. Allur bekkurinn andvarpaði. ,,Hvar er hún nákvæmlega?’’ spurði Alla svo. ,,Það kemur þér bara nákvæmlega ekkert við!’’ sagði hún eins hátt og hún náði án þess að öskra. ,,Hvaða nóta er þetta?’’ spurði hún. ,,Þetta er E.’’sagði ég strax. ,,Bað ég þig um að svara???’’öskraði hún og ég vissi að hún vildi víst ekki fá svar. ,,Þú átt að RÉTTA UPP HÖND’’ ,,Þú verður nú að bíða fyrir utan það sem eftir er tímans.’’ sagði hún ströng. ,,og hugsa þinn gang!’’. Og það lét hún mig gera.
Í nestinu var hringt símanum í stofunni. Kennarinn okkar, Lára svaraði. Hún var ekki lengi. Loks sagði hún svo: ,,Hún Guðrún forfallakennari datt í stiganum hjá bókasafninu og fótbrotnaði ansi alvarlega. Svo þá fella tónfræðitímarnir niður næstu vikurnar, því ekki hefur fundist annar kennari. Svo í staðinn verða hljómsveitatímar, þar sem þessi hljómsveitakeppnin er í gangi,’’Allur bekkurinn fagnaði í laumi því leiðinlegasti tíminn á stundatöflunni er orðinn að hljómsveitatíma með Óla.
Í frímínútum var ekki talað um annað en þetta. ,,Við fáum þá miklu meiri tíma fyrir hljómsveitina en áður.”sagði einhver.
,,Nú eru bara tvær vikur þar til að keppnin byrjar, svo að þið verðið að semja og æfa eitt lag enn til að geta unnið hinn bekkinn.’’ sagði Óli hljómsveitarstjóri. Þá byrjuðum við öll að vinna og hann byrjaði að hjálpa krökkunum. ,,Þetta lag verður meistaraverk’’ sagði Begga vongóð. ,,Við eigum engann séns í hinn bekkinn. Þau hafa alltaf unnið.”sagði Anna svartsýn. ,,Já, en núna verður það öðruvísi. Við ætlum að vinna!”. Ég skipti mér ekkert af þessu og var með eitthvað lag í hausnum. ,,SNILLD!” sagði ég óvart upphátt, svo hátt að allur bekkurinn snéri sér við og leit á mig. Þá sagði Mummi ,,Hvað er snilld? Að við töpum??”. ,,Nei, lagið!” sagði ég og tók upp gítarinn minn og byrjaði að spila. Þá voru textahöfundarnir að klára nýasta textann þeirra. Þá byrjuðum við lagahöfundaliðið strax að semja sönglínu við þetta og sögðum Óla frá laginu. Hann sagði textahöfundunum að byrja að semja, Sigga að byrja að blokka á bassan sinn, gítarliðinu að byrja að æfa þetta lag og hjálpaði Halla trommara að finna taktinn við lagið. Þá var þetta loksins byrjað að alvöru, og í vikulok var lagið tilbúið með söng, hljómborði, þrem gíturum, bassa og trommum. Síðan næstu viku vorum við bara að æfa og æfa og æfa. Á föstudaginn kom Gunnar skólastjóri inn á æfingu og spurði Óla hvort það væri ekki allt klárt fyrir mánudaginn. Hann svaraði því játandi. Hann hengdi upp auglýsingu í stofuna og brátt voru auglýsingablöð komin um allan skólann.
Síðan kom lokastundin.
Hljómsveitakeppnin. Ég var örlítið kvíðinn, en náði að jafna mig. ,,Jæja þetta er tækifærið. Við förum þarna og rústum þessu!” sagði Óli. ,,En, fyrst þurfum við að hlusta á lagið hjá 6-SH.”Allir andvörpuðu. ,,Ekkert svona, verið hraust og vinnum þetta. Rennum nú yfir öll fjögur lögin í seinasta skipti. ” Og það gerðum við. Svo löbbuðum við öll út í sal, því keppnin var alveg að byrja.
,,Verið velkomin á þessa árlegu hljómsveitakeppni. Núna fer fram keppnin fyrir 6. bekk. Og fyrstir á svið er sjötti bekkur SH. Gjöriði svo vel.” Sagði Gunnar skólastjóri og settist. Þá kom Jónas, söngvari SH liðsins. Hann sagði í míkrafóninn: ,,Jæja, eh, fyrsta lag okkar, eh, heitir Eldur út um allt. Annað lagið heitir Stjarna í myrkrinu, þriðja lagið heitir svo Rokkað í skólanum og svo -eh- seinasta lagið, öö, Ýmyndaður jólasveinn. Eh, núna bara byrjum við.” Þá byrjuðu þau. Öllum fannst það allt of flott. Dómnefndin virtist undruð á svip. Og nú loks var komið að okkur. Ég var við míkrafóninn, og kynnti öll lögin okkar. Síðan byrjuðum við og ég labbaði niður af sviðinu. Dómnefndin virtist glöð með frammistöðu okkar og skrifaði eitthvað niður á blað. Síðan þegar okkar lið var búið kom Agnes aðstoðarskólastjóri og byrjaði að tala. ,,Nú eru dómararnir að ákveða sig, svo þið megið bara fara og koma svo aftur kl. 13:00. Sjáumst á eftir.
Baksviðs kom allur bekkurinn saman og talaði saman um þetta. ,,Ég var að fylgjast með dómurunum og þeim leist held ég bara vel á þetta.” sagði ég.
Svo klukkan eitt komum við aftur á verðlaunaafhendinguna og vonuðum hið besta.
Síðan eftir rúmann hálftíma var komið að okkur. ,,Í öðru sæti hjá sjötta bekk er…….6-LS! Klöppum fyrir þeim!” sagði Agnes aðstoðarskólastjóri. Þeir einu sem klöppuðu voru hún, kennararnir og 6-SH. Svo gekk Gunnar skólastjóri inn og sagði: ,,Og í fyrsta sæti er 6-SH!”. En rétt eftir að fagnaðarlætin hófust hjá 6-SH, kom einn dómarana upp á svið, með lítinn miða í hendinni. Hann var undrandi á svip og sagði svo: ,,Ehh…Það var að koma áríðandi tilkynning frá dómnefndinni, lagið Eldur út um allt, hjá 6-SH er stolið! Og var lagið tekið úr Deep Purple-smellnum Smoke on the water. Svo 6-SH dettur úr keppni og 6-LS er þá sigurliðið!’’. Allir urðu undrandi. Síðan nokkrum sekúndum síðar komu fagnaðarlætin. En þau voru ekki í 6-SH. Þau voru í öllum öðrum en þeim. ,,Ég vil biðja sigurvegarana að koma uppá svið. Og við fórum upp á svið og Óli talaði. ,,Takk fyrir. Ég vil þakka öllum í bekknum og bara öllum! Þið stóðuð ykkur bara mjög vel! ”. Síðan tók hann við verðlaununum og lét þau ganga á milli okkar í bekknum. Síðan næsta dag fengum við að fara í hljóðver skólans og taka upp lögin. Það var mjög gaman. Og núna erum við ennþá að semja lög og texta, því við fáum allan þann tíma sem við viljum í hljóðverinu.