Vatnið úr garðslöngunni vætir grasið í garðinum hennar. Garðurinn liggur alveg allan hringinn um ferkantað húsið og runnar þétt að húsinu og svo líka við gangstéttina. Hvítt, handmálað grindverk skilur svo runnana frá séttinni. Þarna stendur hún ein í bili í garðinum sínum og vökvar plönturnar, vatnið úðar frá slöngunni og sólskinið glitrar í vatninu svo það myndast regnbogi, þarna beint fyrir framan nefið á henni. Þegar hún horfir inn í vatnið sér hún manninn sem hún elskar í gegnum regnbogann, hann er að koma ú vinnunni á hjólinu þeirra. Hún leggur slönguna frá sér og faðmar hann, hann kyssir hana á hálsinn á móti. Þau ganga saman, hönd í hönd inn í litla gula húsið sitt.
Það dimmir fljótt, og ef við förum hringinn í kringum húsið, meðfram jurtinni sem vex á veggjum þess, og framhjá eldhús glugganum þar sem við hefðum séð hana elda matinn fyrir tveim tímum síðan. Núna liggja diskarnir þeirra á borðinu, með köldum matarleifum sem verða ónýtar á morgun. Það væri synd því nautakjötið var fullkomið, rétt nóg steiikt svo það bráðnaði í munni þess sem át. Þau þurftu ekki að tala meðan þau borðuðu, þau þurftu oftast ekki tala við hvort annað, þau skildust án orða, án tals og án hávaða. Það heyrist í sjónvarpinu í næsta herbergi og fyrir utan sjást marglituðu ljósinn kastast frá skjánum um allt herbergið en þar liggja þau tvö og fylgjast varla með sjónvarpinu. Þau hugsa um hvort annað og hvað þau eru heppin að hafa hvort annað og með þá hugsun sofnar hún með höfuðið á bringu mannsins.
Það sem gerðist eftir það getur hún bara giskað á, það gerðist eitthvað vont, hvort að hún sé dáinn og í himnaríki, helvíti eða limbói. Veit hún ekki, allt sem hún veit er að hún vill sjá hann einu sinni enn. Bara einu sinni. Þá heyrir hún grasið kremjast undan fótum þess sem er á eftir henni, hver sem það er hleypur hann, guð hvað hana langar það sé hann. Hún snýr sér við en sér ekki neitt. Hvað er þetta? Hvar er ég? Hvernig kemst ég héðan. Hún gefst upp og brotnar saman. Hún sest á hækjur sér í grasinu og kjökrar, langt brúnt hárið orðið gegnblautt af gráti. Það hjálpar henni enginn, og þarnar situr hún uppgefinn og þreytuleg þangað til einhver sér það í sér að hjálpa henni. Það þyrfti lítið til. Bara að setjast niður með henni og strjúka burt hárið frá fallegu andlitinu og horfa í djúpu grænu augun og segja: “þetta verður allt í lagi, þú þarft bara að gleyma” Hver ætti svo sem að segja henni það? Sólin, sólin getur bara skinið á það sem er fallegt, ekki breytt því. Þá leggst skuggi á hana og hún vaknar.
Það sést bara snjór á sjónvarpinu og maðurinn er ekki í herberginu. Hvar er hann? Var þetta draumur? Er þetta annað tækifæri? Hún rís upp og nuddar augun, það er enn nótt. Diskarnir þeirra standa enn óhreyfðir, hans er fullur. Hún tekur sinn og glasið sitt og þrífur það, svo sefur hún í einbreiðu rúminu sínu. Hún hefur beðið svo lengi eftir manninum sínum að hún þarf hann ekki til að hafa hann.
!shamoa maaphukka!