Ég var hér að reyna á rithæfileika mína. Ég læt ykku ráða hvort þetta sé eitthvað gott eða bara hreinn sori. Takk fyrir
“Ég þoli þetta alls ekki lengur. Ég vil ekki lifa svona. Ég verð að vera frjáls. Ég er ekki frjáls þegar ég er með þér. Þú heldur aftur af mér. Þú kemur alls ekki nógu vel fram við mig. Þú tekur mig eins og sjálfsagðann hlut. Þú heldur að sama hvað þú gerir þá verði engar afleiðingar. Að ég geri ekki neitt. En núna ætla ég að gera eitthvað. Ég ætla að fara frá þér. Nei, ekki segja neitt. Það er ekkert sem þú getur sagt. Ég ætla að fara. Þú hefur sagt alveg nóg. Þú hefur líka notað hendurnar til koma máli þínu á framfæri. Þótt þú hafir bara barið mig tvisvar sinnum er það tvisvar sinnum og oft. Ég ætla bara að fara frá þér strax í dag.” Hún horfði á spegilmynd sína og kinkaði kolli. Hún dróg djúpt andann og sagði:
“Ég get þetta, ég get þetta.” Hún hallaði sér upp að speglinum og skoðaði nefið á sér vandlega. Var þetta bóla sem var að koma? Vonandi ekki.
Hún stóð upp og byrjaði að labba um svefnherbergið. Það voru 3 tímar þangað til hann kom heim. Hún renndi höndunum gegnum hárið. Hún tók fram tösku og byrjaði að pakka niður þegar síminn hringdi. Þetta var Sirrý, systir hennar.
“Hæ Sirrý….Já…aha…Heyrðu má ég kannski búa hjá þér í smá stund….Já ég ætla að fara…..Nei ég meina það, ég ætla mér að fara frá honum í þetta sinn…..Ég get alveg farið frá honum. Ég þoli þetta ekki lengur…..En heyrðu, ég hringi í þig seinna. Sjáumst….Já bless.”
Ótrúlegt hvað systir hennar gat verið ósvífin. Hún hélt því fram hað hún gæti ekki fara frá honum. Já, hún sagðist einu sinni ætla að fara en gerði það ekki. En þetta var annað mál. Hún ætlaði að fara núna. Hún fór yfir ræðuna sína meðan hún setti niður í töskuna sína. Hún tók fötin sín og allt sem henni þótti vænst um. Hún labbaði með töskuna inní forstofuna og í því kom hann inn um dyrnar. Hann leit á hana og svo á ferðatöskuna.
Hún horfði í augun á honum. Hún henti töskunni niður og hljóp til hanns og stökk næstum því í fangið á honum og hvíslaði í eyrað á honum:
“Ó, ég elska þig, ég elska þig svo mikið. Fyrirgefðu mér, ástin mín”