Einu sinni var lítil góð ýsa sem hét Hófí. Hófí var einu sinni úti að leika sér með ýsu vinkonum sínum. Þær voru búnar að finna sér dót til að leika með. Það var svona sigti sem var rosa rosa stórt og flott. Það voru líka fiskar af mörgum þjóðernum að leika sér þarna. Þarna var baráttuglaði ufsinn hann Reynir, Þorsteinn þorskur og fullt af litlum ýsuvinkonum.

Litlu ýsurnar voru ekki búnar að vera að leika sér lengi þegar það kom mikill hávaði og allir vinirnir öskruðu af hræðslu. Þeir voru fastir! Fastir í sigtinu! Svo byrjaði sigtið að hreyfast à hraðar en sjórinn – og það hreyfðist upp, heim að hávaðanum. Nú varð litla saklausa ýsan líka hrædd og fór að gráta, en það sá það enginn því að hún var auðvitað neðansjávar og þar er fullt af vatni.
Svo fór hún upp úr sjónum í þessu sigti. Ooooo – þetta er svo óþægilegt hrópaði ýsan, en enginn sagði neitt. ÞAÐ ERU ALLIR DÁNIR!!! NNEEEEEEEEEIIII.

Nú varð litla saklausa ýsan alveg dauðhrædd. Hún átti erfitt með að anda. Það er enginn ljúffengur sjór til að anda að sér. En litla ýsan reyndi að anda. Hún opnaði munninn. Þá kom eitthvað upp í hana. Var það sjór? NEI! Það var eitthvað annað. Eitthvað stórt og það var skrítið bragð af því. Það var blóðbragð! Og það var blóðið úr mömmu og pabba fisknum! Hún varð dauðhrædd og reyndi að skyrpa blóðbragðinu út úr sér, en það gekk ekki. Það var eitthvað sem klemmdi kjálkann á henni og neðri vörina og hún gat ekki skyrpt. Svo heyrði hún skrjáf. En í hverju skrjáfaði! Þetta var allt svo lengi að gerast – svo hægt!
Þegar mikli verkurinn kom, þá áttaði hún sig á því hvaðan skrjáfið kom…



Það kom frá hálsinum hennar! Það var verið að skera hann í sundur! Sigurjón sjómaður var að hjakkast á hálsinum á henni, og hún sá, að allir vinir hennar voru þarna líka – ALBLÓÐUGIR!

Litla sauklausa ýsan dó ekki þegar hálsinn hennar var sagaður í sundur af Sigurjóni
- Hún var þá þegar dáin.
Litla saklausa ýsan dó úr sorg.