Hún gekk inn, og rétt náði að loka á eftir sér vegna roksins úti. Já þetta var frekar hvassur dagur í Reykjavíkinni. Sigurljót var komin heim úr skólanum, og átti nú eftir að ljúka heimavinnu sinni. Hún var 13 ára gömul, semsagt að klára 7. bekk. Hún og vinkonur hennar voru á leið í kringluna að skoða augnfarða og undirföt. Í skóla þeirra, Laugarnesskóla, varstu ekki gelgja með gelgjum ef þú áttir ekki G streng og förðunarsett. Sigurljót hafði sig til, lét á sig augnmálningu og dreif sig heim til Brynhildar vinkonu sinnar. Þar hittist vinahópurinn og flissaði svona á meðan þær voru sendandi bekkjarbræðrum sínum textaskilaboð. Þær drifu sig útá stoppistöð, svo þær misstu ekki örugglega af strætó.
Kringlan var hálftóm, líkt og mjólkurglas hjá 7 ára barni sem etur smákökur og drekkur mjólk með á meðan það fylgist með barnatímanum. Þær voru líka snemma á ferðinni. Flestir í vinnu sinni, en atvinnuleysingjar í rúmum sínum. Klukkan var rétt orðin eitt, en þeir voru búnar snemma í skólanum þann daginn. Ferð þeirra í þessari verlunarmiðstöð almúgans lá að mestu leyti í þessum helstu tískuverzlunum. Þegar þær voru ekki að prufa andslitfarða, voru þær að máta smáföt, sem voru svona helst í tísku. Í þeim sást meira af holdi heldur en af klæðnaði, en af því að helstu druslur samtíma okkar klæddust þessu, þá eyddu þær þúsundum í þennan slúttufatnað. Að leiðangrinum loknum snæddu þær allar smáborgara hjá hinum skoska hertoga McDonald.
Er þær gengu út fyrir dyr Kringlunnar, þar sem allt var umlukið kulda og myrkri, héldu þær í átt að strætóskýli til að komast heim á leið. Helsta umræðuefnið voru kærastar. Öllum langaði þeim að eignast unnusta. Dreng af sama aldri sem myndi veita þeim ást og umhyggju. Sigurljót var ekki á sama máli. Systir hennar Sigurljótar hafði eignast eldri kærasta á hennar unglingsárum. Þess vegna var hún ávallt álitin sérstök og ‘svalari’ að mati vinkvenna hennar. Þannig vildi Sigurljót verða. Auk þess fylgdu því margir kostir að eiga eldri kærasta. Hann gæti jafnvel verið með bílpróf, og auk þess mun þroskaðri en jafnaldrar hennar í alla staði, endu löngu sannað að stelpur verða fyrr kynþroska en strákar. Um þetta dreymdi Sigurljótu, en ekkert hafði orðið af þeim draumi ennþá. Fljótt myndi það þó breytast, því næstu helgi er ætluðu þær vinkonur í partý heima hjá svalasta kauða hverfsins, Dynþóri dauðarokkara. Hann var tveimur árum eldri en þær, og þekkti fullt af eldri strákum, sem einnig gætu reddað nóg af áfengi og sígarettum fyrir teitið. Sigurljótu langaði að sjálfsögðu í þetta partý, en hún vissi að móðir hennar myndi þvertaka fyrir að hún færi, en hún ætlaði samt.
Framhald síðar.