Ég leit í augun á henni. Ég fann að ég var kafroðnaði þegar ég leit á hana. Hún var aftur á móti ekki rauð af skömm heldur af reiði, og þar að auki sá ég að hún var verulega sár.

Ég var tómur akkurat þessar mínútur sem hún starði svona á mig. Ég átti ekki til aukatekið orð, og ekki hún heldur. Þess vegna stóðum við og horfðust í augu í margar mínútur. Ég kom ekki upp orði. Mér datt ekkert sniðugt í hug. Ég var gjörsamlega tómur. En ég gat samt á einhvern hátt ekki hætt að horfa í augun á henni.

Allt í einu sá ég þagar tár byrjuðu að renna úr augum hennar og runnu niður kinnarnar. Mig langaði rosalega að þurka tárin en ég vissi að hún mundi slá hendina mína burt. Í staðin horfði ég bara á tárin streyma niður kinnarnar á henni.

Mér leið illa. Hjartað í mér grét með henni. Það var ekki heldur skrítið þar sem ég elskaði þessa stelpu og vildi gera allt fyrir hana. En ég hafði núna óvart svikið hana og gat þess vegna ekkert gert. Ég þekkti hana vel og vissi að hún mundi aldrei fyrirgefa mér. Ég vissi að það mundi ekkert þýða að reyna að útskýra þetta.

Allt í einu byrjaði að snjóa. Það var bara nóvember, en ég skeytta því engu. Ég tók varla eftir stóru snjóflykslunum sem hrifluðu í kringum okkur.

Allt í einu leit hún í burtu. Hún þurkaði burtu tárin en leit ekki aftur framan í mig.

Ég var alveg ráðviltur. Hvað gat ég gert. Ég var sjálfur búin að sitja mig í þessa stöðu, en vissi líka að ég engan vegin gæti bjargað mér upp í því ég sem hafði lent í. Mér fannst reyndar ekki mikið varið í að lifa án hennar, en ég reyndi samt að finna upp á einhverju. Ég vildi alls ekki að hún ætti að hata mig, þrátt fyrir að ég vissi að hún gerði það og mundi gera það héðan frá.

Allt í einu snéri hún sér við og gekk í burtu. Ég vildi allur kalla á hana og segja henni að koma til baka, nema munnurinn. Hann þagði.

,,Kannski er hún að bíða eftir að ég kalli á eftir henni. Kannski vill hún að ég segi eitthvað við hana. Kannski… kannski…” Ég var svo ráðviltur að ekkert komst inn á hausinn á mér annað en það hvort ég ætti að kalla á eftir henni eða ekki. Ég vissi ekkert. Hausinn og heilinn stóðu kyrrir. Hjartað í mér kallaði á hana af öllum kröftum, en ekki munnurinn, því heilinn var hættur að starfa og þess vegna fékk munurinn engin skilaboð. Hjartað í mér var næstum brostið þegar ég sá hana hverfa bak við hornið, því ég vissi að þetta gat verið síðasta sinn sem ég sá hana.

Í smá stund datt mér í hug að hún mundi kannski kíkja aftur til baka og koma hlaupandi til baka til mín, en það gerðist ekki. Snjórinn þyrflaðist allur í kringum mig og hún kom ekki til baka. Það eina ég sá var snjóflykksurnar sem voru út um allt.

Ég stóð þarna nokkuð lengi. Ég vissi ekki hvað lengi, en ég vissi að það hefði verið lengi. Loks þegar heilinn tók að starfa aftur var ég næstum allur þakinn snjó. En mér var alveg sama. Mér var sama um allt. Ég fann líka að mér var ískallt, enda var ég ekki í þykkum fötum og örugglega komið frost úti. En ég skeytti því engu. Hjartað í mér var brostið og ég fann að ég mundi aldrei sjá hana aftur.

Ég gekk löturhægt heim og skórnir löngu orðnir rennandi blautir í gegn. En ég fann ekki einu sinni fyrir því. Það eina sem ég fann þá stundina var að hjartað í mér öskraði á eftir henni, þrátt fyrir að það vissi líka að það væri allt og seint.

Takk fyrir
Endla
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”