Ég vona að ykkur líki sagan, hún er kannski ekkert rosalega góð en ég vona að ykkur finnist hún ekki ömurleg:D Endilega skrifið álit!
***************************
Ég, Eva, sat við gluggann og horfði út. Ég var á leiðinni til Eyja. Við höfðum bara verið í 10 mínútur í Herjólfi og mér var farið að leiðast. Það var komið páskafrí og ég vildi byrja það vel…en það byrjaði með skipsferð!
,,Mamma, hvað er mikið eftir af ferðinni?“ Spurði ég mömmu.
,,Hvað er þetta, við vorum að leggja af stað, fáðu þér bara bók að lesa eða farðu og leiktu þér.” Svaraði mamma þá og hélt áfram að tala við einhverja konu sem ég þekkti ekki neitt.
Mér hafði aldrei leiðst svona mikið, sérstaklega ekki þegar ég var í skipi. Ég skemmti mér alltaf svo vel, en þetta var í fyrsta skipti sem vinkonur mínar voru ekki með mér.
Af hverju gátum við ekki bara farið með flugi? Ég var sko búin að ákveða það að fara með flugi til baka.
************************************
Mér fannst ég hafa verið í Herjólfi í heilt ár þegar ég var loksins komin til Vestmannaeyja. Ástæðan fyrir því að ég þurfti að fara til Eyja var sú að mamma þurfti að fara á einhvern fund… og ég þurfti endilega að fara með!
Við ætluðum að gista hjá afa og ömmu og fara svo heim í fyrramálið.
Mér fannst bara fínt að koma heim til afa og ömmu, það hafði svo mikið breyst. Afi og amma eiga bara tvö börn og þrjú barnabörn. Þess vegna á hvert barnabarn sitt herbergi heima hjá þeim. Mitt herbergi er háaloftið, það er ekkert rosalega stórt, en samt er það stærra en hin herbergin. Þar er ég með rúm, bókahillu og fullt af fleira dóti. Háaloftið er fyrir ofan stofuna. Til að komast þangað þarf að fara upp hringstigann en í gólfinu er enn hleri því að stiginn átti koma þar upp. Amma vildi það ekki og lét setja hringstiga, nú nota ég hlerann til að njósna um þá sem eru í stofunni. Það er frábært.
En hvað um það! Þegar við komum inn í gamla húsið sem afi og amma áttu heima í var tekið vel á móti okkur. Amma var búin að baka pönnukökur og kleinur og afi hafði gert kakó úr páskaeggjunum sem þau fengu send. Afi og amma eru svo lítið fyrir súkkulaði. En þó að kakóið væri úr páskaeggjum var það samt mjög gott og pönnukökurnar kláruðust strax.
Klukkan fjögur þurfti mamma að fara á fundinn, og þá byrjaði fjörið. Svona 10 mínútum eftir að mamma var farin fóru afi og amma út í búð. Ég vildi vera heima.
Þegar þau voru ný farin heyrði ég þrusk í kjallaranum. Mér brá og ég þorði varla að hreyfa mig en svo ákvað ég að fara niður í kjallara og athuga málið.
Þegar ég kom niður í kjallara varð ég svo hrædd að ég þorði ekki einu sinni að öskra. Ég sá svolítið sem ég átti ekki von á! Í kjallaranum hjá afa og ömmu var einhver maður að gramsa í dótinu þeirra….og ekki bara einhverju dóti heldur kassanum sem afi geymdi mikilvægustu pappírana sína í…! Hvað átti ég að gera, átti ég að hringja í farsímann hennar ömmu og láta hana vita eða hringja á lögregluna? Ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa málið því að nú hafði maðurinn séð mig og æddi yfir kjallarann í áttina til mín! Nú þorði ég að öskra! Ég öskraði eins hátt og ég gat og hljóp svo upp aftur. Ég ákvað að hlaupa frekar út heldur en að hlaupa upp á loft eða lengra inn í húsið því að þá myndi allt fara í rúst! Ég skaust út um dyrnar með manninn á hælunum. Á leiðinni út götuna mætti ég afa og ömmu á heimleið. Ég sá að þeim brá og amma skaust inn en afi hljóp á eftir okkur. Hvað átti ég að gera? Ég var farin að gráta úr hræðslu. Ég hljóp niður að sjó.
Þegar ég hafði hlaupið í 20 mínútur eða svo sá ég lögreglubíla koma á fullri ferð að sjónum. Maðurinn ætlaði að snúa við og hlaupa til baka en við vorum umkringd lögreglubílum. Út úr einum bílnum steig lögregla og opnaði hurðina hjá aftursætunum. Ég skaust inn í bílinn og skellti hurðinni. Svo fylgdist ég með því þegar lögreglan tók manninn og setti hann inn í bílinn. Ég handaði léttar. En allt í einu mundi ég eftir kassanum sem hann hafði verið að gramsa í. Ég skaust út úr bílnum og að bílnum sem maðurinn var í. Lögreglan sem var í bílnum steig út. Ég sagði henni frá pappírunum og af hverju maðurinn byrjaði að elta mig. Maðurinn var settur í fangelsi og afi fékk pappírana sína aftur.
Þó að þetta hafi gerst var þetta samt skemmtilegur dagur í Eyjum og mig langaði helst ekki að fara heim. Ég fékk að vera hjá afa og ömmu í páskafríinu en mamma fór heim morguninn eftir.
Þetta var besta páskafríið mitt til þessa og ég var alveg til í að vera í Eyjum næstu páska líka.
*******************************
Vona að þetta hafi verið í lagi:D