Það var heitt sumarkvöld ég ákvað að fara snemma að sofa, klukkan var 9 að kvöldi til. Klukkan 11 vakna ég aftur við skringilega óhugnalegt hljóð, ég stend upp úr rúminu og labba aðeins fram þá sé ég eitthvað skjótast framhjá mér, ég kíki fram, en þetta var bara kötturinn minn. Ég labba aftur inn í herbergi loka hurðinni og leggst upp í rúm og sofna. Mig dreymir þennan hryllilega draum um nóttina. Hann var þannig að ég vaknaði í eitthverju húsi úti í sveit, þetta var eyðibýli það heyrðist brak í gólfunum og mikið var af dauðum dýrum fyrir utan húsið, engir gluggar voru á húsinu.
ég labbaði niður á neðri hæðina það heyrðist brak í stiganum, og þaðan labbaði ég niður í kjallara þar sem ég sá allskyns tæki og tól, sagir, hamra, hnífa og fleira. Ég varð skíthræddur svo að ég hljóp upp kjallarastigann en hurðin var læst.
Ég bankaði og bankaði, öskraði og öskraði þar til að ég heyrði kuldalegar raddir fyrir aftan mig sem sögðu, „þú munt aldrei sjá fjölskyldu þína aftur og þetta er ekki draumur komdu til okkar“.
Ég sneri mér við og sá þessi litlu börn sem héldu á alskyns tólum, ég spurði hvað eruð þið að gera með þessi tól ? þau svöruðu mér „við verðum að slátra aumingja dýrunum þau eru veik” og svo hlógu þau og hlógu.
Ég labbaði niður stigann og börnin löbbuðu inn í eitthvert herbergi, ég elti þau þangað inn. Þar inni biðu dýrin eftir slátrun sinni.
mér var réttur rafmagnsbor, ég stóð bara eins og ég væri uppstoppaður, Ég spurði „hvað á ég að gera við þetta“, mér var svarað „boraðu í hausinn á kindinni þarna”. Ég labbaði að kindinni þá vaknaði ég aftur við eitthvað hljóð ég var of hræddur til að standa upp. Þannig að ég beið bara inn í herbergi þangað til það dagaði.