Skáldsaga.
Öll fjölskyldan var brjáluð. Ég hafði varpað sprengju á þau, þessa fínu, flottu, ríku og mikilsmetnu fjölskyldu, með einni litli staðreynd. Ég var ólétt og var ekki í sambandi við barnsföðurinn.
Ekki var ég að segja þeim að barnsföðurinn bjó í Bandaríkjunum og ég hafði kynnst honum í Florida þegar ég ferðaðist þangað með vinkonum mínum um sumarið sem leið.
Ein nótt; ég, hann og engar getnaðarvarnir. En þetta var góð nótt.
Pabbi varð brjálaður og mamma grét. Þau höfðu víst svo háar væntingar um mig. Klára framhaldsskólann og fara í háskólann að honum loknum. Ég átti að læra eitthvað flott eins og lögfræði eða lækninn. En það furðulega að þessu öllu þá tók amma þessu létt. Eins og ólétta væri lítið mál.
Kannski ætti ég að segja ykkur aðeins frá ömmu. Amma er rík og mikilsmetin í samfélaginu. Hún var einkabarn foreldra sinna og pabbi hennar var prestur og eins á þeim tíma var mamma hennar húsmóðir en starfaði með helstu góðgerðarsamtökum Reykjavíkur. Afi var læknir, barnalæknir, eins og amma þá var afi einnig mikilmetinn í samfélaginu. Þau tvö voru vel þekkt. Kannski var það vegna peningana þeirra eða hversu ólík þau voru. Ég veit það ekki en afi dó fyrir 5 árum. Krabbamein dró hann í gröfina. Þó hann hafi verið læknir þá vildi hann sjálfur ekki fara til læknis, ekki fyrr en það var of seint.
Ef fyrirgefið, ég ætlaði víst að segja ykkur frá ömmu. Amma er fín frú, alltaf vel klædd og hárið fullkomið, jafnvel þó hún fari út í búð að kaupa mjólk og brauð. Hún er líka nokkuð snobbuð. Hún ákvað að við systkinin færum í einkaskóla, skipulagði ferminguna okkar og passar upp á að við gerum engann skandal. Hún er með puttana í öllu.
En þó hún sé með puttana í öllu er hún þó yndisleg, á alltaf til smákökur og er alltaf til í að hlusta á okkur systkinin, okkar vandamál og drauma.
Á meðan pabbi þusaði um hvernig ég gæti gert þeim þetta þá settist amma hjá mér og hélt utan um mig. Hún spurði hvað ég ætlaði að gera og hvort ég væri búin að tala við barnsföðurinn. Ég sagði einfaldlega við hana að ég ætlaði að eiga barnið og að barnsfaðrinn vildi ekki tala við mig. Við þetta ríkur pabbi upp. (Ég vil benda á það að pabbi er framkvæmdarstjóri hjá mikilsverðu fyrirtæki hér í bæ, með miða á frumsýngar Þjóðleikshúsins og myndir af honum og mömmu birtast reglulega í Séð og heyrt.)
Pabbi ríkur upp og segir að ég skuli sko fara í fóstureyðingu. Einkadóttir hans skuli sko alls ekki fæða barn einhvers manns sem enginn í fjölskyldunni hafi talað við, hvað þá séð.
Við orð hans rík ég upp í þetta skiptið og segja hátt og skýrt:
NEI! ÞAÐ GERI ÉG EKKI.
Amma biður pabba um að setjast niður og róa sig, hún vilji nú ekki að hann fái hjartaáfall. Ég hafði hrasað aðeins en þetta væri nú ekki heimsendir. Við gætum nú ráðið fram úr þessu vandamáli og ekki þyrfti ég að hætta í skóla, námið myndi nú bara seinka aðeins. Enn og aftur ríkur pabbi upp og spyr ömmu hvort hún gerir sér grein fyrir hvað fólk myndi segja, að það myndi smjatta á þessu eins og sælgæti, að hvílik skömm þetta væri fyrir hann og mömmu. Við þetta lítur amma á hann.
Horfir á hann með sínum grænu augum, augun eru blíð, eins og hún sé ekki að horfa á hann heldur sé horfin aftur til löngu liðna minninga.
,,Drengurinn minn, segir amma, það er nú ýmislegt sem þú veist ekki um leyndarmál“.
Pabbi lítur á hana hissa. Skilur greinilega ekkert um hvað hún er að tala um. Sannleikans sagt þá litum við öll undarlega á ömmu. Um hvað hún væri að tala.
Amma heldur áfram að tala:
,,Hún dóttir þín er ekki sú eina sem hrasar í lífinu. Nei, ekki trufla mig, leyfðu mér að klára. Ég sjálf hrasaði líkt og sonardóttir mín. Tíminn var annar þá og ef þú heldur að samfélagið sé erfitt núna þá ætturu bara að vita hvernig það var þegar ég var ung. Sá sem þú heldur að sé pabbi þinn er það ekki. Honum grunaði ýmislegt en sagði aldrei neitt”.
Við þetta lætur pabbi sig detta í stólinn og spyr um hvað hún sé að tala.
Amma heldur áfram:
,,Ég var ung og ástfangin. Hann hét George Knight og var í bandaríska hernum. Í setuliðinu. Við áttum aðeins eina nótt en sú nótt gaf mér þig, sú nótt hefur haldið hlýju yfir mér undan farna áratugi. Pabba þínum grunaði að þú værir ekki barnið hans en sagði þó aldrei neitt. Pabbi þinn sá ekki sólina fyrir mér og því miður þá notaði ég hann til að bjarga mér úr þessari klípu sem ég hafði komið mér í. Ég var komin tvo mánuði á leið þegar ég giftist pabba þínum. En George var sendur af landi stuttu áður en ég giftist og heyrði ég aldrei frá honum aftur." Amma strauk í burtu eitt tár sem læddist niður kinn hennar.
Við þetta ríkur pabbi út. Skellir eftir sér hurðinni og er farinn. Þögn ríkir í stofunni, það sem átti að vera hverslagslegur sunnudagskvöldmatur er að snúast upp í rosalega sápuóperu. Ég spurði ömmu hvort hún hafi einhvern tímann reynt að hafa samband við George en hún sagðist aðeins hafa vitað nafn hans og að hann væri frá Florida.
Ég hafði staðið upp til að ná í vatnsglas handa ömmu og hafði ekki sest niður en við þetta leið yfir mig. Steinlá. Á meðan fjölskyldan er að athuga hvort það sé ekki í lagi með mig er aðeins eitt sem kemur í huga mér.
George Knight II, barnsfaðir minn, býr í Florida og hefur mikinn áhuga á Íslandi, segir að afi hans hafi eitt sinn komið til Íslands í seinna stríði sem hermaður og að hann tali enn um hvað íslenskar konur séu fallegar. Hann tók það líka fram að hann heiti eftir afa sínum.
Hverjar ætli séu líkurnar?