Ég heyri einhvern tala, en sé ekki hver. Kannski var þetta bara ofskynjun í mér? Svo allt í einu sé ég eitthvað hreyfast bak við gám í grenndinni. Ég var orðin dáldið hrædd en gekk aðeins nær, þá sé ég gamlan mann, hann hættir að tala og horfir á mig um stund en byrjar svo aftur að tala við sjálfan sig.
Ég spyr hann að nafni en fæ ekkert svar, kannski hann sé heyrnalaus?
Ég geng bara áfram mína leið, en maðurinn eltir mig og talar eitthvað um pening og mat.
Ég stansa augnarblik, sný mér við og ósjálfrátt læt ég hann fá 1000 krónur.
Maðurinn brosir og ég sé hlýju í augum hans, þótt han sé ekki vel til fara þá fann ég á mér að hann var góðhjarta maður.
Ég var bara á leið úr vinnu þegar ég rakst á þennan mann, og ég gaf þessum gamla manni pening því hann virtist góðhjarta.
Maðurinn þakkar fyrir sig og gengur burt.
Ég hugsa með mér: Skyldi hann eiga fjölskyldu eða er hann einfari? Ætli hann sé heimilislaus og fátækur? Er hann kannski drykkfelldur maður á götunni?
Ég held áfram að ganga, ég geng þarna daglega og sé alltaf manninn og hann brosir alltaf svo hlýlega til mín.
En einn daginn var hann þarna líka, gangandi eftir götunni og aðeins betur til fara.
Hann gengur að mér og segir : Þakka þér fyrir að sjá svona vel fyrir mér, þú gafst mér pening því þú sást góðmennskuna í mér, og nú ég safnað hef þínum peningum saman og hef getað bjargað mér. Þú hefur látið mig fá pening næstum daglega í 1 ár, þó það sé bara hundraðkall þá bjargaði það mér og þér ég á líf mitt að launa.
Hjartað tók kipp, ég vissi ekki að það væri hægt að bjarga heimilislausum manni með smá pening í eitt ár. Ég varð orðlaus og fann hlýjuna innra með mér.
Maðurinn brosti og gekk burt, ég stóð þarna eftir, orðlaus og vissi ekki hvað ég ætti að gera.
Hefur þú séð gamla manninn, heimilislausan og fátækan, brosa til þín með hlýjun innan frá?
En já…….svona getur gerst ef þú ert með nógu stórt hjarta til að sjá góðmennskuna í fólki ;)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"