Jafnvel þótt að þau séu bæði fífl þá get ég ekki annað en elskað þau.
Ískaldur vindurinn blæs á andlitið á mér frá niðadimmri auðninni. Þrátt fyrir nóttina má sjá af flötandi ljósunum og fólkinu að flugstöðin var langt frá því að vera sofandi. Flugstöðvar sofa ekki.
Ég vef mig inn í kápuna til þess að verjast kuldanum. Mér finnst sem tárið frjósi á kinn minni. Ég vildi óska þess ég hefði bílpróf og ætti bíl svo ég gæti beygt af þessu heimskulegu áformum og keyrt heim. En það verður ekki snúið aftur héðan af. Miðnesheiðin teygir sig dimm í allar áttir og varnar mér heimkomu. Ég get ekki gengið og bílarnir aka til flugstöðvarinnar en ekki frá henni, svo ég mun tæpast húkka mér far á sama hátt og ég kom hingað.
Eitt augnarblik langar mig til þess að lappa einfaldlega út í heiðina, inn í nóttina og verða úti eins og var svo algengt í gamla daga.
Nei! Ég geng inn. Það jafnast ekkert á við stemminguna inn í flugstöð. Það glamrar á marmarnum í andyrinu og það bergmálar þótt margt fólk sé á strjáli hér og þar. Óþreyjufull spenna fyllir andrúmsloftið. Það er ekki eiginlegt manninum að fljúga og fólkið sem kemur þangað í þeim tilgangi er flest fullt einhvers einkennilegs ótta sem það berst við að láta ekki heltaka sig. Þess í stað reynir það fylla höfuðið annarskonar hugsunum og svífur um í eins og einhverskonar vímu. Rólegt og fágað, fullt af gleði yfir mannlegri hugvitssemi, menningu og gervilegum listum. Fólk fylist göfugum tilfinningum og hlær og hneykslast yfir basli hversdagsleikan, því hér inni er það hafið yfir hann.
Það sötrar höfug vín og horfir dreymið yfir hraunið í gegnum flennistórar rúðurnar. Það fjárfestir í allskyns fjarstæðukenndum kiljum, sem það myndi ekki undir neinum öðrum kringumstæðum lesa. Það hlustar á klassíska tónlist og klæðist kvöldklæðnaði. Brátt mun það allt ganga inn í flugvél og reyna fyrir allt sitt litla líf að sofna áður en vélin fer á loft.
ALLT er gert til þess að forðast tilhugsunina um hvað bíður þess eða bíður þess ekki.
Svefndrukknir aðstandandur faðma sperrta ferðalanga og óska þeim farsællrar ferðar. Það er eins gott að ég sé í sömu ferð og þeir, því það er engin sérstakur sem óskar mér farsældar. Þess í stað lifi ég á farsæld samferðalanga minna. Ég er ein og ég gæti allt eins verið í strætóskýli á leiðinni í skólann. Ég ímynda mér að ég líti út fyrri að vera róleg og svipbrigðalaus. Annars hef ég ekki hugmynd um það. Það gæti þess verið ég ég sé eins og málverk af skrattanum. Bleytan lekur af hvítri regnkápunni og myndar poll á gólfinu. Ég tek af mér hundvota ullarvettlingana og húfuna.
„Sæl,“ ávarpar vinalegur maður mig á miðjum aldri. „Ertu á leiðinni til útlanda?“
„Já.“
„Hvar eru foreldrar þínir?“ spyr maðurinn varfærnislega.
„Í útlöndum.“
„Ertu að fara heimsækja þá?“ spyr maðurinn mig.
Ég svara ekki.
„Ertu að fara heimsækja foreldra þína?“ þráspyr hann mig þá.
„Já.“
„Með hverjum komstu?“
„Ég kom með rútunni,“ segi ég honum, þótt það sé lygi.
„Ég skil,“ segir hann skilningsríkur.
„Rataru ekki að inntékkinu?“ spyr hann mig þá. Þessi maður ætlar ekki að gefast upp.
„Nei,“viðurkenndi ég. Ég rata ekki að inntékkinu.
„Ertu búin að skila af þér farangrinum?“ spyr hann og ég játa.
„Já,“ lýg ég hiklaust. Ég hef engan farangur.
„Komdu þá bara með mér, ég skal sýna þér hvert á að fara.“
Mér finnst þetta fallega boðið, mér veitti ekki af hjálp þessa stundina. Ég segi ekki neitt en spyrni samt þessvegna ekki heldur við þegar þessi vingjarnlegi maður tekur í höndina á mér og leiðir mig innum hliðið.
Það er ótrúlegt hvað maður getur orðið háð einhverju fólki á skammri stundu. Þegar vallarstarfsmaðurinn biður um miðann rétti ég vingjarnlega manninum miðann fyrst sem réttir síðan starfsmanninum. Þá segir hann eitthvað við hann sem ég heyri ekki alveg, en mér er líka fullkomlega sama. Vallarstarfsmaðurinn hummar og réttir miðann til baka. Maðurinn lætur mig ekki fá hann.
„Ég sá til þess að þú sætir við hliðin á mér í vélinni. Mér sýnist þér ekki veita af smá félagskap, þótt ferðin sé nú ekki löng. Er það ekki í lagi?“
Já, vá hvað það er mikið í lagi. Allt í lagi.
„Alltílæi,“ svara ég honum.
Hann leiðir mig í gegnum flugvellinn og beint inn að brottfararsvæðinu og á réttann stað. Hann segir ekki margt, en það er líka fínt, því ég er ekki í skapi til þess að tala. Ég er bara syfjuð.
Svo óskaplega syfjuð. Ég geispaði þegar ég kom inn í flugvélina, enda mið nótt. Maðurinn sest niður og ég hlamma mér niður við hliðin á honum. Það er tannlæknastofulykt af flugvélum.
‘Hvað skyldi maðurinn eiginlega heita,’ hugsa ég en skeyti því engu. Ég bara veit að hann er góð sál og myndi ekki gera mér mein. Þótt margir eigi bágt með að trúa að því þá eru til svoleiðis fólk þarna úti. Ég er svo þreytt að ég get ekki hugsað skýrt.
Um leið og ég sest niður er ég sem lömuð en get ekki komið mér á neinn þann hátt fyrir að ég gæti kúrt. Næstum ómeðvitað hrjúfra ég mig þá upp við manninn, loka augunum og finn andardrátt minn dýpka og lengjast. Þetta virðist koma manninum dálítið í opna skjöldu en hann hrindir mér samt ekki frá og fer síðan vandræðilega að strjúka mér um hárið.Ég er kominn í rónna. Ég er steinsofnuð áður en vélin fer í loftið.
Fallegir draumar; ljúfir draumar.
Já, ég elska þau, en þau verða samt að skilja að ég lifi ekki lífinu í gegnum þau. Ég er ekki að snúa bakinu við ástærri fjölskyldunni endanlega, allsekki, bara fá tækifæri til þess að anda loksins, frjáls, og lifa lífinu. Síðan sný ég aftur, margfalt sterkari og þau munu fyrirgefa mér, því þau munu sjá mig og skilja að þetta var nauðsynlegt. Fallegt upphaf að stórkostlegu lífi. Fallegar hugsanir fylla höfuð mitt. Að hugsa sér, og ekki nema fáeinar mínútur síðan ég gat ómögulega séð nokkurn tilgang með þessu lífi, eða leið til þess að láta eitthvað verða úr því. Tækifæri fela sig ekki: Þau eru þarna í sviðsljósinu, næstum of ótrúleg til að vera sönn, eina sem maður verður að gera er að hika ekki og grípa þau.
Í svefnrofunum heyri ég í vélrænni karlmannsrödd tilkynna eitthvað mikilvægt. Ég sperri eyrun:
„Kæru farþegar, við erum að verða komin á áfangastað. Þetta er búið að vera áfallalaus flugverð og veðrið hefur leikið við okkur. Hitinn í Boston er þessa stundina 22 stig, logn og þurrviðri. Klukkan er rúmlega þrjú að morgni að staðartíma og lending er áætluð eftir rúmlegar tíu mínútur. Fyrir hönd Æslander vill ég þakka fyrir flugið og óska ykkur góðrar ferðar.“
Hjarta mitt tekur aukaslag. Boston? Ég get svo svarið það að ég keypti miða til Kaupmannahafnar…