Já, ég þurfti að skrifa sögu eða “smásögu” fyrir skólann. Gerði ég sögu í, flýti mætti segja svo að þessi saga er ekkkert perfect en neitt en ég ákvað að skella henni bara hingað inn. Vona að fólk nenni að lesa og commenta kannski.
BÚMM. Þarna sprakk eitthvað rétt hjá mér. Mig grunaði hvað var að gerast, en vildi ekkert segja. Bróðir minn grét. Skelfing greip um mig. Pabbi hljóp til mín og greip í mig. – Komdu, það er byrjað, sagði hann. Ég vissi þá nákvæmlega hvað var að gerast. Stríðið var byrjað.
Við bjuggum í Bagdad. Ég, pabbi minn, mamma og bróðir minn. Bróðir minn var sex árum yngri en ég, eða 8 ára. Pabbi vann sem bifvélavirki hjá fyrirtæki í bænum. Mamma var heimavinnandi og sá fyrir okkur bræðrunum á daginn. Þau höfðu bæði óttast árás Bandaríkjamanna og bjuggust við henni. En hún kom miklu fyrr en þau þorðu að veðja. Þau voru engan vegin undirbúin. Þegar fyrsta sprengjan sprakk varð pabbi skelfingu lostinn. Mamma hafði skroppið útí búð fyrir um hálftíma. Það var farið að dimma og sprengjunum rigndi niður. Allstaðar heyrði ég eitthvað springa og fólk öskra. Ég hélt fast utan um Hazed litla.
- Hvað er að gerast?, tísti hann útúr sér. Hvar er mamma?
- Ég veit það ekki, svaraði ég.
Ég var sjálfur byrjaður að velta því fyrir mér. Ég leit út. Fólk hljóp inn og út úr búðum, rændi og tók allt sem á vegi þeirra varð. Ég gerði mér grein fyrir því að mamma gæti verið í hættu. Pabbi ætlaði að leita að henni. Hann sagði mér að passa Hazed.
- Sama hvað gerist, þið farið ekki út, endurtók hann aftur og aftur.
- Hvað verðurðu lengi? spurði ég. Við getum ekki verið hér endalaust. Og hvað ef að hermennirnir koma? Hvað gerum við þá?
Hann ansaði ekki. Hann hljóp bara út … út að leita að mömmu. Stundirnar liðu og hávaðinn jókst og komið var myrkur úti. Stundum virtist þetta vera langt í burtu, en þó kom fyrir að húsið hristist vegna nálægðar sprengju sem sprakk. Ég sá skugga fyrir utan húsið. Við lokuðum augunum og báðum til guðs. Pabbi hafði sagt mér hræðilegar sögur um bandarísku hermennina. Ekki vissi ég hvort að það væri eitthvað vit í þeim. Áhugi minn á alheimspólitík var takmarkaður.
Önnur stund leið og ekkert bólaði á pabba. Ég hugleiddi að fara að leita að honum, en ég vissi að ég gæti alls ekki skilið við Hazed.
Rafmagnið fór af og hávaðinn fór að minnka. Það var farið að líða að miðnætti. Ég ákvað að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu. En hvað með Hazed. Ég þyrfti bara að taka hann með mér.
- Komdu, við erum að fara, sagði ég.
- Hvert erum við að fara, til mömmu? Svaraði hann.
- Já, og pabba.
- En hann sagði að við mættum ekki fara út, það er hættulegt.
- En ef að við förum ekki færðu ekki að sjá mömmu aftur, skilurðu það.
Hann svaraði mér ekki. En ég sá glitta í tár í augunum á honum. Hann hafði alltaf verið mömmustrákur. Lítill og dekraður. Hann var ekki eins og ég og pabbi. Við vorum harðari af okkur. Enda var hann uppáhaldið hennar mömmu. Ég sá það alveg.
Úti var koldimmt. Rafmagnið hafði farið af á stóru svæði. Ég sá írakska hermenn á sveimi og við földum okkur bakvið bíl. Pabbi hafði alltaf varað mig við mönnum í svona búningum og öllum þeim sem unnu hjá honum … Saddam. Ef að það var einhver sem pabbi var hræddur við þá var það hann. Ég sá hermennina fara og við héldum áfram. Árásunum höfðu lokið, í bili að minnsta kosti. Komið var nótt. Hús brunnu og verslanir voru tæmdar. Þarna var sjoppan sem við Hazed höfðum oft komið við í. Reykmökkurinn út frá henni steig upp til himins.
Ég hafði hugmynd um hvar mamma hafði getað farið. Það hafði verið föstudagur og hún kom oft við á aðalgötunni áður en hún kom heim. Hún var ekki langt undan.
- You there, öskraði einkennisklæddur maður að okkur.
Hjartað mitt stöðvaðist augnablik. Þetta var bandarískur hermaður. Hvað ætti ég að gera. Ég tók í hönd Hazeds og við hlupum eins hratt og við gátum. Inn í hliðargötu og að torginu. Ég sá hann ekki lengur, við höfðum náð að stinga hann af. Við héldum áfram. Mér fannst það vera óhugnanlega hljótt úti. “Hvar eru allir?” spurði Hazed, eru allir farnir?. Farnir, hugsaði ég með mér. Hvert gætu svosem allir hafa farið. Ég leit í kringum mig. Stundum sá ég glitta í írakska hermenn. Fólk var víst farið, flúið eða … eða. Ég þorði ekki einu sinni að hugsa um það.
Við komumst að aðalgötunni.
- MAMMA, PABBI !!!, öskraði ég. Ég heyrði aðeins bergmálið í eigin öskri. Ég leit í kringum mig. Allt virtist vera tómt og sum húsin voru horfin. Bankinn sem hafði staðið þarna var ekki þarna lengur. Við settumst niður, enda að þrotum komnir. Hazed var á milli svefns og vöku og ég átti sjálfur erfitt með að halda augunum opnum.
Einhver greip í öxlina á mér og henti mér inn í brúnleitann bíl, Hazed í kjölfarið. “Látið okkur vera”, öskraði ég og reyndi að berjast á móti. Þetta voru bandarískir hermenn. Þeir reyndu að tala við okkur, en ég skildi ekki orð af því sem þeir sögðu. Svo keyrðu þeir af stað.
Við erum staddir á einhverskonar stöð. Ekki lögreglustöð. Ég giskaði að við vorum staddir á herstöð. Við sitjum við borð og maður með grænan hatt, einhverskonar her- hatt situr gegnt okkur.
- What’s your name son?, spyr maðurinn. Where are your parents?
Þeir reyna að ná sambandi við okkur en við svörum engu þótt að við vildum, en gætum það ekki. Maðurinn heldur áfram að spyrja spurninga. Við þögðum.
Við erum látnir gista yfir nóttina. Um morguninn kom þessi dökkhærða kona að máli við okkur. Ég sá strax að hún var ekki bandarísk.
- Hvar eru foreldrar ykkar, spyr hún.
- Ég veit það ekki, svara ég. Við vorum að leita að þeim. Mamma hafði farið um daginn en síðan kom hún aldrei til baka. Pabbi fór að leita að henni, en hann sneri ekki aftur.
Ég gaf henni greinargóða lýsingu á þeim. Hún sagði okkur hvað hafði gerst. Margir höfðu dáið og restin flúið. Borgin var nær tóm. Stjórnin náði ekki að vara við þessu, fyrr en það var orðið of seint. Ég grét. Það eina sem kom til greina í mínum huga var að þau hefðu dáið. Enda var ég þekktur fyrir að vera svartsýnn, ólíkt Hazed. Af hverju hugsaði ég. Af hverju þurfti þetta að gerast. Hvað ætti hann að gera núna. Amma mín bjó ekki í Bagdad. “Hættulegur staður”, var hún vön að segja. Það var líklega rétt hjá henni. Dagurinn leið og engar fréttir bárust. Ég varð óþolinmóður. Ég horfði á Hazed, kvaddi hann og hljóp þaðan út. Ég vissi það vel að það var enginn að leita að þeim. Ég yrði að gera þetta sjálfur. Hazed hafði eignast nokkra vini þarna á stöðinni og margir krakkar á hans aldri voru þarna svo að það yrði allt í lagi með hann.
Ég vissi ekkert hvar ég var. Bíllinn sem keyrði mig á stöðina var ekki með neina glugga svo að ég sá ekki hvert ég stefndi. Enginn var úti svo að ég gat ekki beðið um neinar leiðbeiningar. Ég bara hélt áfram. Sólin var hátt á lofti enda að koma sumar.
Ég fann fyrir þreytu er ég gekk. Mér fannst ég kannast við mig. Húsin, allavega það eina sem eftir var af þeim og trén. Þetta var lítil hliðargata að Aðalstræti. Ég vissi að ég var ekki langt frá henni.
Ég kom að aðalgötunni þar sem ég hafði verið áður. Ég sá kött haltrandi framhjá mér. Fuglar útataðir í blóði reyndu að fljúga … þetta var eins og í helvíti. Ég gekk lengra inn eftir götunni. Lík hermanna á víð og dreif. Írakski fáninn brunninn til kaldra kola. Sólin var farin að lækka. Himininn var rauðlitaður. Blóði hafði verið fórnað um nóttina og þá skýringu gaf pabbi mér alltaf á rauðum himni.
Ég kom að versluninni þar sem mamma hafði oft komið við í. Eða það sem eftir var af henni. Leikföng á víð og dreif. Afmæli Hazed var eftir þrjá daga, kannski ætlaði hún að fara að kaupa eitthvað handa honum.
Þarna var hún. Ég þorði ekki að hreyfa mig. Hún hreyfði sig ekki heldur. Ég varð alveg stjarfur. Hún var öll í blóði, og hálf vafin bandaríska fánanum. Ég öskraði og brot úr húsinu datt niður. Af hverju þyrfti þetta að gerast. Ég blótaði, blótaði heiminum.
Ég fann pabba aldrei. Ég og Hazed fluttumst til ömmu. Hann biður á hverjum degi að pabbi komi aftur og býst við því. Ég geri mér engar vonir. Vonir … vonir eru rangar. Vonir eru tímaeyðsla………….. þegar stríð á í hlut.
Arnar Freyr Magnússon