“Oh..fokk”
Hann grípur um höfuðið, volgt blóð vætlar niður ennið. Allt er svo óskýrt.
Honum finnst eins og höfuðið ætli að springa, “hvað í andskotanum gerðist..?”
Hann opnar augun aftur og sér að hann liggur nokkrum metrum fyrir framan bílinn.
Nú rifjaðist allt upp fyrir honum, hann hafði verið að koma heim úr slólanum og hafði lent í árekstri…..Áslaug!!
“Shit!” Hann stóð upp en sársaukinn í hægri löppinni var gífurlegur, hann haltraði í átt að bílnum.
Framrúðan var að mestu leyti brotin en hann sá að hún lá ennþá inni.
Bílnum hafði hvolft og sjálfur hafði hann skotist út um framrúðuna.
Blóðið hélt áfram að renna en það skipti ekki máli, hann varð að koma henni út, hvað sem það kostaði.
Hann fór niður á fjórar fætur og opnaði dyrnar bílstjóramegin.
“Áslaug..Áslaug, heyrirðu í mér?” Kallaði hann
Hann heyrði lágar stunur koma frá henni.
“Ekki hreyfa þig..ég er að koma”
Hann reif upp dyrnar og skreið inn.
Hún sat enn á hvolfi, augun lokuð..
Hann losaði beltið og hélt á henni út.
Settist niður og lagði höfuð hennar í fang sér.
“Áslaug…vaknaðu, ekki gera mér þetta…..”
Tárin runnu niður andlit hans, samblönduð blóði.
“Ég elska þig…ekki fara…ekki”
Hann hélt henni fast að sér og grét, tíminn virtist standa í stað.
Lágvært sírenuvæl heyrðist í bakgrunninum.
Hann leit niður og horfði í augu hennar.
“Ekki deyja..”
Hún gat ekki talað en augun fylltust brátt söltum tárum.
“Ég elska þig Áslaug….”
Blóðið hélt áfram að renna niður, sársaukinn var að magnast, en það skipti engu máli, hún varð að lifa…hún varð!
“Þ..þú verður..” Augnlokin voru byrjuð að þyngjast, en hann mátti ekki sofna.
Hann sá að sjúkrabíllinn var kominn, menn stukku út með börur og hlupu til hans.
“Er hún á lífi?” Spurði annar maðurinn
Ég kinkaði kolli, gat ekki svarað.
Þeir tóku hana upp og lögðu hana á börurnar og stukku með hana inn í bílinn, annar mannanna kom aftur út eftir mér og settist hjá mér.
“Hún lifir” Hann brosti til mín og leit svo niður, “Mér þykir það leitt en það er ekkert sem við getum gert fyrir þig..Höfuðkúpan hefur brotnað og áverkarnir eru of miklir, mér þykir fyrir því…”
Maðurinn lagði höndina á öxl mína og strauk hana.
Hann leit á hann og brosti til baka, hann var búinn að missa alla tilfinningu í líkamanum en barðist við að svara manninum.
“Ta…akk, segðu henn..ég elska hana..”
Hann sá að hann brosti en svo varð allt svart…tilfinningin var horfin, það var búið…Eins snögglega og líifð hafði byrjað, var það búið.
Ainar/01