Ertu búin að koma þér vel fyrir? Því nú ætla ég að segja þér sögu sem breytti algjörlega lífi mínu. Þetta byrjaði allt saman árið 1999 þegar ég starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Ég átti konu og hund. Við áttum heima í stóru einbýlishúsi í úthverfi Reykjavíkur. Ég var búinn að vera vinna í þessum bransa í 14 ár og var orðinn þreyttur í starfi, mig langaði mikið til að breyta til. Aldrei bjóst ég við því að þetta myndi gerast fyrir mig enda er þetta frekar ótrúlegt.

Ég sat við skrifborðið mitt og var að fletta í gegnum Mannlíf. Á borðinu var hellingur af ljósmyndum af fyrri sakamálum, þar voru skýrslur, bæði af óleystum og leystum málum. Málið er að ég var einn af þeim sem tók vinnuna með mér heim. Konan hafði oft kvartað yfir því að fá ekki nógu mikla athygli frá mér. Hún sagði að mér þætti það meira spennandi að sjá krufið lík, heldur en að sjá sig nakta. Ég veit nú ekki hvað var mikið til í þessu hjá henni, mér þótti nú ótrúlega gaman að sjá hana nakta og æsast við það. En einnig þótti mér gaman að sjá krufið lík, því það var svo mikil ráðgata sem æsti mig líka upp.
Í þessu tölublaði af Mannlífi var viðtal við Aðalstein Björnsson, fyrrum vísindamann. Hann var að lýsa lífi sínu og nýlegum missi eiginkonur sinnar. Það sem mér fannst merkilegt við þessa grein var hvað hann var opinskár um hugsanir sínar. Ég efast ekki um það að margir sem lásu þessa grein hafi haldið að hann væri geðveikur. Tímaflakk var hans helsta viðfangsefni og sagði hann að hann hafi ekki verið langt frá því að komast að kjarna tímaflakks. Margir hafa nú sagt þetta í gegnum söguna, en jafnan verið stimplaðir geðveikir á augabragði. En Aðalsteinn hefur nú alltaf verið mjög virtur í samfélaginu og var enn eftir þetta viðtal.
Þegar ég hafði lokið við greinina, öskraði konan mín til mín.
,,Síminn!”
,,Hver er þetta!?”
,,Einhver frá stöðinni!”
,,Ég er að koma!”
Þegar ég gekk að símanum hugsaði ég með mér hvort nú væri komið tími á að hætta þessu. Hvort það væri ekki gott að taka eitt mál í viðbót og hætta svo. Það var alveg rétt hjá konunni minni að þetta væri ekki fjölskylduvænt starf. Eitt mál í viðbót og svo búið.
,,Halló?”
,,Ég held að þú ættir að koma.”
Ég vissi þarna hver þetta var og hvað væri í gangi. Annað mál og mitt síðasta hugsaði ég með mér.
,,Hvert?”
,,Hittu mig á niður á höfn eftir 10 mín.”
Ég skellti á hann með því hugarfari að drífa mig þarna niður eftir, forvitnin var alveg að drepa mig. En í rauninni var ekkert sem gat komið mér á óvart. Ég hafði séð allt saman áður. Nauðganir, morð, mannrán, barnaklám og sjálfsmorð, ég hafði séð þetta allt saman í mismunandi útgáfum, ef þannig má orða það. Ég klæddi mig í dökkbláa, síða frakkann minn, notaði skójárnið til að fara í svörtu skóna mína sem voru svo eyddir að framan að félagarnir kölluðu mig stundum Krókódílamanninn. Mér fannst gott að klæðast þeim og á meðan ég blotnaði ekki í gegnum skóna þá mega þeir kalla mig hvað sem þeir vilja. Ég stakk farsímanum í vasann og athugaði hvort ég væri með opna buxnaklauf á gallabuxunum mínum en svo var ekki. Ég settist upp í bíl og keyrði með hraði niður á höfn.
Þegar þangað var komið mætti mér fjöldi lögreglubíla og einn sjúkrabíl. Fréttastofurnar voru komnar á staðinn og reyndu að mynda í gegnum þvögu lögreglumanna. Ég var fljótur að finna félaga minn.
,,Hvað er á seyði?”
,,Sko, það fannst hérna maður látinn. Við fyrstu sýn virðist hann hafa kafnað en samt eru engin sjáanlega ummerki á honum. Réttarlæknirinn er að koma og ætlar að skoða hann áður en við færum hann. En það merkilega við þetta er hvernig hann er klæddur. Hann virðist ekki vera með öllum mjalla.”
,,Hvað áttu við?”
,,Farðu og skoðaðu sjálfur.”
Ég gekk að honum, alveg að drepast úr forvitni. Ég þurfti að ryðjast í gegnum myndavélarnar, lögregluþjóna og rannsóknarlögreglumenn. Þegar ég loks komst í gegn tók á móti mér undarlegt lík. Þarna lá hann í hinum hinsta svefn. Hann var klæddur í þröngan klæðnan, einhvers konar búning. Efri helmingur búningsins var ljósgrænn á meðan neðri hlutinn var ljósblár. Efnið í búningnum var skrítið viðkomum, það var eins og það safnaði að sér gríðarlegu stöðurafmagni. Skórnir hans voru flatbotna skór með rauðum frönskum rennilás yfir. Hann var með hanska, sem voru með sundfit á milli fingranna og með hatt sem hallaði í átt að nefinu. Eina sem eðlilegt var við þennan mann var franski rennilásinn, sem var þó frekar hallærislegur.
,,Réttarlæknirinn er kominn!”
Ég fylgdist með því á meðan hann skoðaði hann gaumgæfilega. Hann skoðaði ummerki þess hvort hann hafði verið kyrktur eða einhverju troðið ofan í háls hans. Eftir klukkutíma skoðun, kom hann til mín og tilkynnti mér að hann þyrfti að kryfja hann. Hann gat ekki sagt mér mikið að svo stöddu en sagði mér þó að augljóst væri að hann hafi dáið hérna, hann hafði ekki verið fluttur hingað látinn.
Þegar honum var lyft upp á kerru, sá ég hvar lá undir honum kúla, álíka stór og golfkúla. Ég tók kúluna upp og skoðaði hana. Kúlan var úr stáli og var öll lituð rauð. Eftir því sem ég snéri henni hringi sá ég betur að kúlan var þakin stöfum, ekki í neinni ákveðinni röð, heldur bara allt stafrófið út um allt á kúlunni. Ég grandskoðaði kúluna en gat engan veginn áttað mig á tilgangi hennar.
,,Ég verð kominn með niðurstöðu á mánudaginn, kíktu til mín þá.”
Réttarlæknirinn hafði ekki séð mig stinga kúlunni í vasann þegar hann tilkynnti mér þetta, sem betur fer. Ég vissi að ég ætti að skrá þetta sem sönnunargagn en það var eitthvað sem hvatti mig til að stinga henni í vasann. Hvað áttu þeir svo sem að gera ef þeir kæmust að því? Þetta var mitt síðast mál hugsaði ég statt og stöðugt.
Þetta kvöld hugsaði ég stöðugt um rauðu kúlunu. Hvað var hann að gera með þessa kúlu? Þjónaði hún einhverjum tilgangi? Átti hún eftir að leiða mig að sannleikanum um andlátið? Ég sofnaði við hliðina á konunni minni útfrá þessum pælingum og rétt áður en augun lokuðust áttaði ég mig á því að hafði ekki kysst hana góða nótt.
Kl. 6.30 á mánudagsmorgninum var ég kominn fyrir utan hjá réttarlækninum. Hann var ekki kominn og því beið ég í bílnum eftir honum. Ég tók upp rauðu kúluna úr vasanum og skoðaði hana betur. Hún fékk alla mína athygli þessa dagana og konan mín tók vel eftir því. Það sem ég hafði komist að um þessa kúlu undanfarna daga, var að hver stafur á henni var takki, en ekkert gerðist ef ég ýtti á þá. Ég hafði reynt að mynda orð og athuga hvort eitthvað gerðist. Ég var orðinn það örvæntingafullur um þessa kúlu að mér datt í hug að nota útilokunaraðferðina. Í því kom réttarlæknirinn og benti mér á að koma inn.
Við gengum eftir löngum dökkbláum gangi þar sem lík voru okkur bæði á vinstri og hægri hönd. Lyktin þarna inni minnti mig á myglað gras að hausti og langaði mig mest að koma mér út.
,,Það kom nú ekki mikið í ljós við krufningu.”
,,Nú?”
,,Nei, hann virðist hafa kafnað eins og við sáum fyrst. Hann var hvorki kyrktur né kæfður.”
,,Hvað gerðist þá?”
,,Eftir að hafa skoðað lungu hans virðist sem svo að hann hafi óþol fyrir helstu óhreinindum í lofti og það hafi skaðað lungu hans svo mikið að hann hafi kafnað.”
,,Óhreinindi í lofti! Hérna á Íslandi! Erum við ekki með hreint loft hérna á klakanum?”
,,Jú, mér þykir þetta svolítið skrítið, en óhreinindin hafa étið upp lungnatoturnar og gert honum ómögulegt að anda.”
,,Það er semsagt búið að leysa þetta mál þannig að hann var með ofnæmi fyrir óhreinindum?”
,,Ég er hræddur um það. Já, það var eitt í viðbót. Sjáðu hérna úlnliðinn á honum.”
Ég kíkti á úlnliðinn og sá að hann var með tattú á sér, þetta voru stafir sem mynduðu orðið TÍMI. Ég gat ómögulega skilið hvað þetta var og afhverju hann var með þetta tattúverað á úlnliðinn á sér. En nú var þetta mál leyst og því þyrfti ég ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu. Nú var best að koma sér niður á stöð og ganga frá skýrslunni. Þessi rauða kúla hefur sem sagt verið ofnæmilyfið hans, getur eiginlega ekkert annað verið. Ég fór út í bíl og stefndi niður að stöð. En það var eitthvað sem sagði mér að fara aftur niður á höfn, eins og einhver kraftur togaði í mig.
Eftir nokkrar mínútur var ég kominn niður á höfn. Ég steig út úr bílnum og hélt á rauðu kúlunni í annarri hendinni. Gekk að staðnum þar sem hann hafði fundist. Hvað var svona undarlega klæddur maður að gera hérna? Hvaða kúla var þetta? Hvernig hafði hann lifað af hingað til í þessu “óhreina” lofti? Ég settist niður við bryggjustólpinn og handlék kúluna. Ég sló á takkann T, skrítið hann hélst inni, það hafði ekki gerst áður. Þarnæst sló ég á takkann Í, hann hélst líka inni. Í flýti sló ég á takkana M og I. Í því fékk ég gríðarlegan straum og féll kylliflatur í jörðina. Myrkur.

Mig verkjaði í augun þegar ég opnaði þau. Það var allt í myrki í kringum mig. Ég sá að ég var ennþá niður á höfn. En eitthvað hafði breyst. Ég sá nokkra metra frá mér risastóran glervegg. Þar fyrir innan sá ég lítinn strák vera hrópa einhverju að mér, en ég heyrði ekkií honum. Innan glerveggsins var allt grænt og fallegt en fyrir utan hann var allt svart og eyðilagt. Mér varð litið í höfnina. Þar voru skip sem litu út eins og draugaskip, myrkrið hafði étið þau upp og sjórinn í kringum þau var orðinn að þykkri drullu. Ég átti erfitt með anda og fann að loftið þrengdi að lungunum í mér. Ég reyndi að standa upp en ég var orðinn alltof máttlaus. Ég féll aftur niður og augun lokuðustu. Myrkur.

Ég vaknaði upp á sjúkrahúsi. Birtan þarna inni skar í augun á mér og áður en ég náði að opna augun að fullu, heyrði ég rödd kvenmanns kalla ,,hann er að vakna!” Þrátt fyrir að röddin var há, þá skar hún ekki í mig. Þetta var falleg kvenmannsrödd. Loksins þegar ég gat opnað augun að fullu sá ég að andlit raddarinnar olli mér ekki vonbrigðum. Þetta var ung stúlka, dökkhærð með svolítið skáeygð augu. Nef hennar var lítið og sætt. Augnliturinn var svo fallegur, grænblá með brúnu ívafi. Ég hafði ekki séð önnur eins augu áður. Munnurinn var lítill og myndarlegur í samræmi við rödd hennar. Þegar ég hafði lokið við andlitsgreininguna streymdi fleira fólk að, sem var miður fallegra heldur en konan.
,,Drekktu þetta.”
Konan rétti mér brúsa með vatni í. Hún hefði getað rétt mér vítissóda og sagt mér að drekka hann og ég hefði hlýtt. Svo mikill var sannfæringarkraftur þessarar konu. Þegar ég kláraði vatnsbrúsann datt mér fyrst í hug að spurja hvað hefði gerst og hvar ég væri.
,,Þetta er allt í lagi. Þú ert búinn að vera í í dái í tvö og hált ár.”
Það sem var af vatni eftir upp í mér endaði nú á gólfinu.
,,Tvö ár! Hvað gerðist eiginlega?”
Ég fann þegar ég reyndi á röddina að ég var allur sár í hálsinu og vélindanu.
,,Við fundum þig fyrir utan hýsið fyrir tveimur og hálfu ári og björguðum þér inn. Reyndar var það hann sem bjargaði þér.”
Hún benti á ungan pilt sem stóð út í horni, frekar sorgmæddur á svip. Þarna fyrst tók ég eftir því að fólkið klæddist eins og maðurinn sem við höfðum fundið á höfninni.
,,Hýsið? Hvað eigið þið eiginlega við?”
Ég beindi orðum mínum að konunni, enda frekar erfitt að taka augun af henni.
,,Fyrst viljum við spyrja þig, hvað varstu að gera fyrir utan hýsið?”
,,Hvað var ég að gera? Ég skil nú bara ekki hvað þið eigið við? Hvað er hýsið? Það síðast sem ég man var að ég sat niður á bryggju að reyna leysa morðmál. Ég hélt á rauðri kúlu og svo man ég ekki meira.”
,,Hélstu á rauðu kúlunni!? Hvar er hún núna? Þekkiru Salo?”
,,Bíddu hæg, nú þarft þú að bakka aðeins, hvað er á seyði hérna? Hver er Salo og hvað kemur þessi kúla málinu við?”
,,Rauða kúlan er tímavél.”
Á þessari stundu var ég farinn að klípa mig. Þetta hlaut að vera draumur.
,,Salo fór héðan fyrir tveimur og hálfu ári. Hann hafði fundið upp hlut sem gerði ferðir aftur í tímann mögulegar. Hann langaði að sjá hvernig heimurinn var áður en Heimsendirinn varð.”
,,Heimsendir? Ert þú að segja mér að jörðin hafi farist fyrir tveimur og hálfu ári? Nú skil ég hvorki upp né niður.”
Ef að stúlkan væri ekki svona falleg þá væri ég löngu hlaupinn þaðan út, en hún hafði eitthvað undarlegt tak á mér, sem varð til þess að ég hlustaði á hvert orð hennar með eftirvæntingu.
,,Ætli það sé ekki best að ég byrji frá byrjun. Veistu hvaða ár er í dag?”
,,Já, samkvæmt mínu tímatali ætti að vera 2001.”
Ég leit í kringum mig þegar ég sagði þetta og sá að fólkið var flissandi yfir þessu hjá mér. Gaman að einhver var að skemmta sér.
,,Í dag er árið 2154 og eftir því sem ég best veit, þá er gamla Ísland eina landið þar sem enn er líf. Við köllum þetta nú ekki Ísland í dag, heldur bara jörðina, því eins og ég sagði þá er þetta að öllum líkindum það eina sem eftir er.
,,Hvað áttu við? Hvað gerðist eiginlega?
,,Bíddu bara rólegur, ég kem að þessu öllu saman.”
Ég tók ekki einu sinni eftir að allt fólkið sem stóð í kringum okkur hafði farið aftur til starfa sinna, það hefur greinilega ekki nennt að hlusta á þessa sögu aftur. Miðað við aldur sumra þarna hafa þau ekki verið til þegar Heimsendirinn varð, eins og hún kallar það. Þau hafa örugglega oft heyrt þessa sögu, líkt og þegar pabbi minn var að segja mér sögur úr Seinni Heimstyrjöldinni. Ætli þau viti hvað það er?
,,Það sem gerðist var það að í kringum 2050 var loftmengun á jörðinni orðin svo mikil að mennirnir gátu ekki lengur andað að sér loftinu, heldur þurftu allir að ganga með súrefniskúta til að geta haldið lífi í sér. Menn voru farnir að örvænta um að nú væri þetta allt saman búið. Það sem gerðist í framhaldi af þessu að Sameinuðu Þjóðirnar komu með tillögu, tillaga sem þótti undarleg fyrst og var hlegið mikið að. Þú verður að átta þig á því að á þessum tíma var ekki borið mikið traust til Sameinuðu þjóðanna eftir stríðið milli Evrópu og Bandaríkjanna…
,,Ha!? Stríð milli þeirra!? Hvað meinaru?
Ég trúði ekki því sem ég heyrði. Ef mig minnti rétt þá voru Bush og Blair nánast í ástarsambandi síðast þegar ég horfði á fréttir.
,,Árið 2019 skapaðist mikil spenna milli þessara þjóða sem leiddi til þess að þær fóru í hernað gegn hvor annarri. Þessi stríðsrekstur varð svo langur og mikill að hann var hluti að því að loftmengunin jókst svona verulega. En aftur að tillögu Sameinuðu Þjóðanna. Hún hljóðaði þannig að, þar sem að loftmengun var að gera útaf við mannkynið, þá mæltu þeir með því að sérfræðingar myndu hafa upp á landi eða landshluta sem hefði hreinasta loftið og yfir það yrði byggð glerkúla, eins konar BioDome, það var alltaf kallað það. Svo gerðist það þegar leitað var af réttum stað að gamla Ísland barst til tals, að þar væri hentugasta svæðið og auðveldast að byggja glerkúlu yfir það, þar sem að á hálendi landsins væri allar þær virkjanir sem þyrfti til búskaps.
,,Bíddu bíddu, þú ert semsagt að segja að ég sé staddur á Íslandi sem er með byggða glerkúlu yfir sig?”
,,Já, þannig er það, en glerkúlan nær ekki yfir allt landið, sjórinn kemst aldrei inn fyrir glerkúluna. Enda er þetta varla sjór lengur, bara drulla.”
Á þessari stundu mundi ég eftir því þegar ég vaknaði fyrir utan vegginn, skipin sem litu út eins og draugaskip, sjórinn þykk drulla og strákurinn fyrir innan vegginn.
,,Strákurinn sem var hérna áðan, var það strákurinn sem sá mig fyrst?”
Ég stóð upp og fann hve máttlítill ég var í löppunum, ég píndi sjálfan mig til að halda mér gangandi og skimaði eftir stráknum.
,,Já, þetta var hann.”
,,Hvað var hann að gera þarna?”
,,Salo er pabbi þessa stráks. Salo fann fyrir nokkrum árum teikningar einhvers Íslendings sem hét Aðalsteinn Björnsson. Í þessum teikningum kom skýrt fram hvernig ætti að búa til tímavél. Salo varð svo áhugasamur og langaði að búa til tímavél. Honum langaði svo að sjá hvernig heimurinn var áður en Heimsendirinn varð. Hann hófst strax handa við smíð þessara vélar og komst fljótt að því að þetta gæti virkað. En það var einn hængur á, til þess að vélin yrði starfhæf þyrfti hún frumefni, sem einungis er í loftinu fyrir utan Hýsið. Hann ætlaði ekki að láta það stoppa sig. Hann vildi fara út fyrir Hýsið, sem engin hefur gert síðan það var reist, og láta reyna á vélina. Við vöruðum hann við þessu og sögðum honum að hann myndi ekki eiga afturkvæmt. Þessi orð lét hann sem vind um eyru þjóta og einn daginn hélt hann út fyrir Hýsið. Strákurinn hans elti hann alveg og stóð við glervegginn til að sjá pabba sinn. Svo hvarf hann og tímavélin hafði greinilega virkað. Svo sá strákurinn pabba sinn aldrei aftur og sést oft við þennan stað bíðandi eftir pabba sínum.”
,,Hann á ekki eftir að sjá hann aftur.”
Ég var ekki alveg viss hvort ætti að segja henni þetta. Ætti ég að leyfa stráknum að lifa í voninni um að sjá föður sinn aftur eða ætti að vera hreinskilinn við hann.
,,Nú, afhverju ekki?”
,,Manstu þegar ég sagði við þig að ég hafði verið að rannsaka morðmál þegar ég missti meðvitund? Þá var ég að rannsaka hvað hefði komið fyrir Salo, við fundum hann látinn við bryggjuna sem hann hafði notað tímavélina. Miðað við að hann hafi farið þaðan þá hlýtur hann að hafa dáið samstundis þegar hann kom til ársins 1999.”
,,Það er útaf því að við lifum svo í ótrúlega hreinu lofti hérna að minnsta rykögn í ykkar lofti gæti skaðað lungun í okkur, lungu okkar hafa svo breyst mikið í gegnum árin að þau þekkja ekki óhreinindi. Nú þarf ég að segja stráknum það að pabbi hans sé dáinn.

Nú fór það að renna á mig að ég var staddur á einhverjum súrrealískum stað. Gat þetta verið satt? Var ég í raun og veru staddur í framtíðinni inn í glerhýsi sem byggt hafði verið yfir Ísland? Og hver var þessi undurfagra stúlka sem stóð hér fyrir framan mig og var sú eina sem sýndi mér athygli af öllu fólkinu þarna inni? Var ég allt í einu núna farinn að trúa á ást við fyrstu sýn? Ef ég myndi kyssa hana væri ég þá að halda framhjá konunni minni? Einhvern tímann heyrði ég að “different area code” væri afsökun fyrir framhjáhaldi, hvað með “different time zone?”

,,Leggðu þig nú aftur og reyndu að sofna og við tölum betur saman þegar þú vaknar.”
Þetta var nú alveg eftir því að ég myndi fara sofa og svo vakna aftur á Íslandi árið 1999 og þetta var allt saman draumur. En svo var ekki, ég sofnaði fljótt og mig dreymdi furðulegan draum. Draumurinn var þannig að ég var kominn út fyrir Hýsið og var að kanna hvað væri þar fyrir utan. Og ég var alltaf að velta því fyrir mér hvað hafði komið fyrir Vestmannaeyjar.

,,Ég er búin að segja honum það að hann sjá ekki pabba sinn aftur.”
,,Hvernig tók hann því?”
,,Furðuvel fannst mér, en hann vildi endilega fá að hitta þig, er það í lagi?”
,,Já endilega.”
,,Hann bíður eftir þér fyrir utan, farðu og talaðu við hann.”
Ég var klæddur í appelsínugulan slopp, líkt og ég væri staddur í bandarísku fangelsi. Ég vissi eiginlega ekki hvar ég var staddur, bara inni í einhverju herbergi sem leit út eins og læknastofa. Ég gekk að hurðinni sem leiddi fram á gang.
,,Labbaðu út ganginn og svo ferðu til hægri, þá kemuru að útidyrahurð.”
Ég gekk rólega að hurðinni, veit ekki afhverju ég gekk hægt, en ég bjóst alltaf við því að allt myndi hrynja undan mér, ég var ekki vanur að vera inn í “framtíðinni.” Ég fann loks hurðina og sá hvar strákurinn sat á grasbala fyrir utan. Ég bjóst nú satt best að segja ekki við að sjá grasbala hérna en ég hafði svo sem ekki hugmynd um hvað gæti lifað af í þessu glerhýsi.
,,Sæll, hvað heitiru?”
Þetta varð það fyrsta sem mér datt í hug að segja, afhverju sagði ég ekki hvað mér þætti leitt hvað hafði gerst fyrir föður hans. Konan mín hafði oft sagt mér að ég kynni aldrei að haga mér í kringum lifandi fólk, að ég sæi alltaf fyrir mér eitthvað morðmál og talaði því þannig við fólkið, t.d. sagði hún að ég spyrði ekki fólk hvenær það hafði komið, heldur segði ég alltaf við fólk: Hvað hefuru klukkan verið þegar þú komst á umræddan stað? Það var kannski svolítið til í þessu hjá henni og núna þegar ég þurfti að ræða við strákinn hugsaði ég mikið um að haga mér almenninlega í kringum hann.
,,Ég heiti Kristófer Brekason, en þú?”
Þetta var skrítið, pabbi hans hét Salo og hann hét Kristófer, ég hélt að í framtíðinni hétu allir eitthvað Saló og Dindó. Það var líka skemmtilegt að heyra nafn hans því afi minn hét Kristófer.
,,Ég heiti Diðrik, heitir pabbi……..fyrirgefðu, hét pabbi þinn ekki Saló?
,,Jú.”
,,Afhverju ert þú þá ekki Salóson?”
,,Hann er sko kallaður Saló af því að í hinni nýju íslensku þýðir Saló ,,þrá” og hann þráði það svo mikið að fara aftur í tímann að þetta nafn festist á honum.”
,,Nýju íslensku? Er það tungumálið í dag?”
,,Nei, sko fyrir 34 árum, er mér sagt, að einhver sniðugur maður hafi samið nýtt tungumál til að auðvelda þeim sem kæmu inn fyrir Hýsið að aðlagast lífinu hérna, og hann hafði rannsakað að þessi Nýja íslenska væri svo auðveld að læra að gera ætti hana að þjóðmáli hér innan Hýsins, en það var aldrei neitt af því. Við notum nokkur orð úr þessu máli eins og t.d. helvítis er Rebigni.”
,,Þú sagðir fyrir nýtt fólk sem kæmi inn fyrir Hýsið, eru þið ekki þau einu sem eru lifandi í öllum heiminum?”
,,Jú svo virðist vera en fólk heldur enn í vonina.”
Mér leið hrikalega að sjá hversu aumingjalega strákurinn leit þarna út og ég vorkenndi honum. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig það er að missi pabba sinn svona ungur.
,,Ég veit hvernig við getum leyst vandamálið.”
Allt í einu hvíslaði strákurinn þessu að mér eins og enginn annar mætti heyra. En ég skildi ekki alveg hvaða vandamál hann var að tala um.
,,Nú, hvaða vandamál er það?”
,,Ég veit hvernig við getum komið heiminum í rétt lag aftur.”
Nú var ég orðinn soldið spenntur yfir því að vita hvað strákurinn var að fara. Var þetta bara ímyndunarveiki í ungum, sorgmæddum strák.
,,Þegar pabbi var á lífi sagði hann alltaf við mig að rétt fyrir utan suðurströnd landsins væri eyja sem byggi yfir leyndarmáli til þess að losa okkur úr viðjum andrúmsloftsins. Hann vildi aldrei segja mér hvað væri þar en sagði að einn daginn myndi einhver finna eyjuna og bjarga okkkur.”
,,En hvernig eigum við að finna þessa eyju, fyrst við komumst ekki út fyrir glerið?”
Ég hugsaði með mér þarna að pabbi stráksins hafi verið að tala um Vestmannaeyjar og örugglega bara fylla strákinn von um að betra líf yrði framundan.
,,Hann sagði mér það að árið 2010 hafi verið byggð neðanjarðargöng frá gamla Íslandi yfir í eyjuna og það myndi gera mönnum kleift að komast til eyjunnar án þess að þurfa fara út í slæma andrúmsloftið. En það veit engin hvar þessi göng opnast hér á landi.”
,,En helduru að það sé ekki slæmt loft á þessari eyju eins og allt í kring?”
Ég reyndi að gera lítið úr áhuga stráksins á þessari lausn, enda hafði ég ekki tröllatrú á henni.
,,Ég veit ekkert hvað bíður mín á þessari eyju, pabbi vildi aldrei segja mér það.”
,,Bíður þín? Ert þú að fara þangað?”
,,Já, mig vantar bara aðstoðarmann, vilt þú hjálpa mér?”
Hann var svolítið frakkur fyrir ungan strák að vera en hann minnti óneitanlega á mig þegar ég var á hans aldri. Ég vissi ekki í raun hvað ég átti að segja. Ég hafði verið svo upptekinn við að tala við þennan strák að ég hafði ekki tekið eftir umhverfinu í kringum mig. Ég leit í kringum mig og sá þá hvar við sátum við rætur skógar og mikil á rann við hliðina á skóginum. Mér fannst þetta nú eitthvað kunnuglegt frá mínum tíma og velti þessu mikið fyrir mér. Ekki bærði á vind, enda vorum við lokuð inn í glerkúlu. Eftir stutta þögn reyndi ég að snúa út úr.
,, Rignir einhvern tímann hér?”
Strákurinn varð hissa á þessari spurningu og svaraði henni í snatri.
,,Já auðvitað, svona glerkúla er háþróað veðurfyrirbrigði. Það kemur rigning og rok, sól og hitabylgjur. Það er mjög fjölbreytt veðrið hér.”
Allt í einu áttaði ég mig á því hvar ég var, á mínum tíma hefði þessi skógur kallast Þrastarskógur, og við sátum á þeim stað þar sem sjoppan við brúna hafði alltaf verið. Nú var þar bara grasbali og þessi læknastofa sem ég hafði vaknað í. Nú var það ekki svo fjarlægt að fara með strákinn að leita að þessari göng því við vorum svo nálægt suðurströndinni. En ætti ég ekki frekar að koma mér til baka í minn tíma, ef það var hægt.
Í þeim töluðu orðum kom konan út sem ég hafði talað við áðan.
,,Jæja Kristófer, vilt þú ekki fara koma þér heim í rúmið?”
Strákurinn stóð upp og leit á mig og starði í augun á mér. Ég skynjaði það á honum að með þessu augnaráði meinti hann: Þú verður að hjálpa mér! Svo hljóp hann heim og konan settist við hliðina á mér.
,,Ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir?”
,,Ég veit ekki þitt heldur, en ég heiti Diðrik.”
,,Sæll, ég heiti Sara.”
Hún tók í höndina á mér og ég fann að húðin hennar var svo mjúk að ungbarnarass myndi roðna við hliðina á henni. Ég vildi ekki sleppa en sleppti áður en þetta varð vandræðalegt.
,,Sagði hann þér frá göngunum?”
,,Já, og bað mig um að hjálpa sér, er eitthvað til í þessu hjá honum?”
,,Þetta er þjóðsaga sem gengið hefur á milli manna hérna, en enginn hefur fundið þessi göng. Við leyfum stráknum að halda í vonina.”
,,En hvað á að vera á þessari eyju?”
,,Sumir segja að þar sé lausnin við vanda okkar en aðrir segja að þar búi þjóðflokkur sem geti lifað í þessu slæma andrúmslofti.”
,,En getið þið ekki lifað af hér innan í þessu glerhýsi það sem eftir er?”
,,Nei, það getum við ekki, því það kemur að því að súrefnið klárist. Þessi vél sem framleiðir súrefnið hér ræður ekki við þessa fjölgun fólk sem hér fer fram og því stefnir allt í það að við deyjum hér öll innan einhverra ára.”
Ég vissi ekki hvað ég átti að segja þarna, mér fannst eins og ég myndi bara flýja aftur til 1999 fljótlega og þyrfti ekki að vera velta þeirra vandamálum fyrir mér. En ósjálfrátt var ég farinn að tengjast þeirra heimi og gat því ekki sneytt framhjá því. Þá fór ég að leggja saman 2 og 2. Árið 1999 kom fram sú hugmynd að gera göng til Vestmannaeyja og gott ef ekki Árni Johnsen hafi verið upphafsmaður þeirrar hugmyndar. Hann hafði fundið góðan stað til gangnagerðar og hamraði vel og lengi á því að gera þyrfti göng. Gæti verið að göngin sem gerð voru 2010, væru göngin hans? Ég ákvað að teygja aðeins sannleikann við Söru og gefa henni smá von.
,,Ég veit hvar göngin eru.”
,,Nú?”
,,Já, göngin voru gerð á mínum tíma og ég veit hvar þau eru.”
Nú spenntist hún öll við og spurði hvort ég gæti tekið Kristófer með mér á morgun til að leita. Hugmyndin var alls ekki slæm og sagði ég við að hana að strax í fyrramálið myndi ég og Kristófer skunda af stað. Ég veit ekki afhverju ég vildi gera þetta, en örugglega útaf því að ég vildi sanna mig fyrir Söru. Svo stóð hún upp og kyssti mig á kinnina og sagði að ég gæti sofið inn í sama herbergi og ég hafði vaknaði í. Dáleiddur, fór ég inn í herbergi og sofnaði á örskot stundu.

Ég vaknaði við það að Sara sneri baki í mig og var að þvo sér um hendurnar inn í herberginu hjá mér. Ég þóttist enn þá vera sofandi en gjóaði augunum að bakhluta hennar. Ég átti erfitt með að trúa því hversu falleg hún væri. Allt í einu sá ég að hún sá gjörðir mínar í spegli við hægri hönd hennar. Ég leit undan skömmustulega.
,,Hvernig svafstu?”
Ég heyrði tóninn í henni og hann var gamansamur. Ég reis upp og áttaði mig á því að ég hafði sofið í fötunum.
,,Ég svaf ágætlega, dreymdi allavegana ekki neitt.”
Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bera mig á þessum stað. Átti ég að láta eins og heima hjá mér eða haga mér eins og feimin gestur. Og enn átti ég eftir að komast til botns í öllu þessu saman.
,,Má ég spurja þig nokkurra spurninga?”
,,Þú þarft nú ekki að spurja að því, endilega.”
Mér fannst hún alltaf sýna mér svo mikinn áhuga, en ég vissi ekki hvort það var útaf því að ég var myndarlegur eða útaf því að ég kom frá öðrum stað og tíma.
,,Afhverju varð stríð á milli Bandaríkjanna og Evrópu.”
,,Ég er nú búin að bíða eftir þessu hjá þér. Eins og ég sagði áður byrjaði þetta allt í kringum árið 2019. Bandaríkjamenn voru svo framarlega á sviði klónunar að þeir voru farnir að klóna menn. Þetta virkaði bara eins og færibandaframleiðsla. Auðvitað höfðu Evrópubúar gert þetta líka, en kannski ekki eins miklu magni. En það sem gerði Evrópubúa pirraða út í þetta, var að Bandaríkjamenn notuðu sér þetta í hernað. Þeir sögðu að þeir sem væru klónaðir yrðu skapaðir sem hermenn, liggur við morðtæki, og það merkilega við það var að þeir sögðu klónana ekki búa yfir sömu mannréttindum og venjulega getið fólk. Þetta voru Evrópubúar ekki sáttir við og vildu að þessi klónar, sem eru auðvitað manneskjur, ætti að búa yfir sömu mannréttindum og allir aðrir. Þetta endaði með því að þær hófu stríð gegn hvor annarri.”
,,Eru menn klónaðir núna í dag?”
,,Nei, við höfum ekki tæknina til þess. Það sem gerst hefur eftir að þessi glerkúla var byggð er að öll tæknin og kunnátta hefur glatast. Menn sem þekkja söguna vel, segja að við séum komin aftur til tímans 1910.”
,,Nú, hafið þið t.d. ekki sjónvarp hér?”
,,Ég kannast við orðið og veit tilganginn með því en svoleiðis höfum við ekki hér.”
,,Hvað búa eiginlega margir hérna inn í þessari kúlu?”
,,Við erum um fimm hundruð þúsund.”
,,Það er svolítið meira heldur en ég á að venjast, en hvar eru þá allir?”
,,Við erum nú langt frá höfðuborginni, hún er á norðanverði kúlunni í borg sem kallast Akureyri. Þar eru lang flestir, við erum bara örfá hérna.”
,,Þú verður bara að afsaka að ég á svolítið erfitt með að meðtaka þetta, þetta er mikil breyting á stuttu skrefi.”
,,Þetta er allt í lagi, ég skil það.
Ég settist aftur á rúmið og fylgdist með henni í stuttan tíma. Ég var í mjög miklum vanda. Ég var að falla fyrir konu sem lifir í framtíðinni og ég með konu heima árið 1999. Svo var ég búinn að lofa mér að leita af göngum til Eyja með Kristófer. Langaði mig að fara heim aftur? Mér varð hugsað til myndanna Back to the future á þessari stundu, ég hafði nú hlegið góðlátlega að þeim í gamla daga og fyndnast fannst mér þegar þeir voru að breyta fortíðinni þannig að þeir voru ekki til í framtíðinni. Á þessari stundu kom Kristófer inn.
,,Eigum við koma? Ég er búinn að pakka nesti og allt sem við þurfum, ég er búinn að finna góða skó handa þér og göngustaf og hlýjan fatnað. Eigum við að leggja í hann?”
Ég heyrði á honum hvað hann var æstur og vild ólmur fara af stað. Ég vissi nú eiginlega ekki hvað við værum að fara út í. Ég hafði ekki hugmynd um hversu lengi við værum en samkvæmt nestispokunum áætlaði Kristófer að við yrðum í svona 2 daga kannski. Ég gerði mig kláran og hugsaði um eitthvað sniðugt til að segja við Söru í kveðjuskyni.
,,Verðuru hér þegar ég kem aftur?”
Þetta varð það eina sem mér datt í hug, þvílík heimska! Hún hló bara að mér og kyssti mig létt á kinnina.
,,Ég reikna með því, fariði bara varlega.”

Ferðin gekk vel til að byrja með, ég stefndi allan tímann beint til Selfoss. Ég hugsaði með mér að þaðan myndi ég bara labba beinustu leið niður að strönd. Ég vissi ekki nákvæmlega hvar göngin væru en ég hafði svona nokkra hugmynd. En það sem ég hafði mestar áhyggjur af, var hvort göngin væru í raun og veru fyrir utan glerkúluna. Við gengum hratt og töluðum lítið. Allt var morandi í dýralífi þarna og maður heyrði varla í sjálfum sér hugsa fyrir hávaða í fuglunum. Ég sá einnig refi þarna og fleiri dýr sem ég var ekki vanur að sjá.
,,Veistu hvert við erum að fara?”
,,Já auðvitað, kannastu við bæ sem heitir Selfoss? Hann er hérna rétt fyrir neðan.”
,,Það er engin bær hérna fyrir neðan, það er stór og mikil herstöð sem Bandaríkjamenn notuðu sér í stríðinu við Evrópu. Ertu skotinn í Söru?”
Þessi spurning kom alveg út í bláinn. Ég vissi í rauninni ekki hverju ég ætti að svara.
,,Afhverju spyrðu að því?”
,,Nei, ég sé það bara á þér, þú þarft ekki einu sinni að svara.”
Hann glotti við tönn þegar hann sagði þetta. Ég hafði gaman að stráksa því hann var mjög þroskaður miðað við aldur. Eftir þetta sögðum við lítið við hvorn annan. Ég veit ekki hvort hann var að hugsa um pabba sinn, hvort ég væri hrifinn af Söru eða um eyjuna sem hann vildi endilega finna. Við gengum lengi eftir malarveg og mér á hægri hönd reis hátt fjall og á vinstri hönd rann áin mikla. Við gengum eftir þessum veg í 2 klukkustundir þar til ég loks sá glitta í hús. Það var nú kannski rétt hjá Kristófer að þarna var ekki bær sem hét Selfoss. Hann leit allavegana ekki út eins og ég mundi eftir honum.

Ég ákvað að áður en við myndum hlaupa í áttina að bænum, skyldum við setjast niður og fá okkur að borða. Við höfðum verið að labba í langan tíma og því væri gott að fá smá næringu.
,,Nú skulum við setjast niður og fá okkur smá nesti.”
,,Nesti! Núna! Við verðum að drífa okkur í bæinn og finna göngin!”
Stráksi var svo æstur að hann hefði getað hlaupið að bænum og aftur til baka án þess að það blæsi úr nös.
,,Nei, við skulum aðeins hvíla okkur og ræða aðeins saman.”
,,Ræða saman?”
,,Já, sestu núna niður og segðu mér aðeins meira frá þessari eyju.”
Kristófer settist þunglamalega niður og sýndi mér greinilega að þetta var ekki það sem hann vildi. Ég opnaði nestistöskinu og tók upp einhvað sem líktist snúði. Ég rétti honum það og þá lifnaði hann allur við.
,,Var þetta Selfoss í gamla daga?”
Hann beindi augum sínum forvitnislega í átt að þessu stóra húsi sem stóð þarna. Hvað ætli hafi orðið um öll húsin sem voru þarna á mínum tíma?
,,Já, þarna var bær sem bjuggu um 2000 manns í á mínum tíma.”
,,Hvaða ár var á þínum tíma?”
,,Ég er til á árinu 1999.”
,,Vá, það er soldið langt síðan, hvað ertu þá gamall núna? Ertu þá eitthvað 150 ára eða?”
Mér brá nú þegar ég heyrði þetta frá honum. Samkvæmt tímatali ætti ég að vera svona gamall, en sem betur fer var ég það ekki.
,,Nei, ég er nú ekki svo gamall. Ég hoppaði nefnilega yfir svolítið mörg ár þegar ég notaði tímavél pabba þíns.”
,,Já ég skil.”
Ég sá að strákurinn varð strax leiður þegar ég nefndi pabba hans, en samt varð ég að halda áfram að tala um hann.
,,Veistu hvernig þessi tímavél virkaði?”
Ég veit ekki afhverju ég var að spurja svona ungan strák að þessu, enda bjóst ég ekki við svari. En það var á þessari stundu sem ég áttaði mig fyrst á því að eitthvað meira var spunnið í þennan unga strák heldur en eðilegt þótti.
,,Já ég veit það alveg!”
Ég varð hissa á þessu svari.
,,Sko, veistu hvað þarf til að geta ferðast í gegnum tíma?”
Ég var nú ekki mikill spekingur í þessum málum og bjóst ekki heldur við því að Kristófer væri það og svaraði því léttúðlega neitandi.
,,Sko, til þess að geta ferðast í gegnum tímann þarftu eitthvað farartæki til að sem getur ferðast um á ljóshraða og svo þarftu svarthol. Veistu hvað svarthol er?”
Kristófer spurði eins og hann héldi að ég vissi ekki neitt, en ég vissi þó hvað svarthol væri, allavegana hafði ég heyrt um hugtakið.
,,Þetta tvennt þarftu til þess að geta ferðast í gegnum tímann…
,,En pabbi þinn hafði hvorugt, hann var ekki með farartæki og ekki með svarthol, því þau eru bara í geimnum, er það ekki?”
,,Jú, svarthol er nánast eingöngu í geimnum, en bíddu nú rólegur. Farartækið sem pabbi hafði var líkaminn sjálfur.”
Nú hugsaði ég með mér að nú væri eggið að kenna hænunni.
,,Hvernig getur það ferðast á ljóshraða?”
,,Manstu eftir rauðu kúlunni, tímavélinni?”
,,Já.”
,,Hún er galdurinn á bakvið þetta allt saman. Þegar þú ræsir tímavélina þá sendir hún straum um allan líkamann og við það byrja frumefnin að snúast um á ólýsanlegum hraða og endar með því að þau ná ljóshraða og við það leysist líkaminn nánast upp.”
,,En þá vantar okkur svarthol?”
,,Já, þar kemur kúlan aftur við sögu, ásamt því að senda frá sér rafmagn sendir hún frá sér gríðarlega segulbylgjur sem mynda gat andrúmsloftið.”
Ég sá fyrir mér Tomma og Jenna þátt þar sem leikmyndin er rifin og kötturinn og músin geta falið sig á bakvið teiknimyndina.
,,Þarna ertu kominn með farartæki sem ferðast um á ljóshraða, og svartholið til að ferðast í gegnum.”
,,Hvernig veistu þetta allt?”
Mér fannst ég vera tala við prófessor í vísindum en var bara í raun og veru að tala við ungan strák. Hvernig gat hann verið svo fróður um þetta?
,,Ég og pabbi vorum alltaf saman að búa til tímavélina og ég lærði bara frá honum.”
Þegar hann lauk setningunni tók hann í hendina á mér og horfði í augun á mér. Mér fannst hann vera segja við mig að hann saknaði svo pabba síns, og þá sagði hann allt í einu:
,,Þú minnir mig svo á pabba minn.”
Nú varð þetta allt hálfskrítið, ég var örugglega ástfanginn af konu árið 2154, átti konu árið 1999 og var svo liggur við genginn í föðurstað hjá ungum strák árið 2154.
,,Jæja, nú þýðir þetta ekki lengur, höldum áfram!”
Hann rauk upp og vildi ólmur fara áfram, ég vissi ekki í raun og veru hvor okkar stjórnaði ferðinni.

Þegar nær dró þessu stóra húsi sá ég betur hvað hafði orðið um gamla bæinn sem stóð hérna á mínum tíma. Þetta var stór og mikil moldauðn og stóra húsið, sem var eiginlega braggi, stóð á miðri auðninni, eins og skratti úr sauðaleggnum. Svo virtist vera sem einhvern hafði rutt öllu, sem hér var fyrir, í burtu. Gamla Ölfusárbrúin sem stóð tignarlega yfir ána á sínum tíma, var nánast að hruni kominn og mér til mikillar furðu, hafði vatnsstraumurinn minnkaði í henni. Gat verið að náttúran væri að gefast upp í þessu umhverfi? Við gengum yfir brúnna og þrátt fyrir það hversu hrörlega hún var útlítandi virtist hún vera nokkuð stöðug fyrir svona létta menn eins og okkur. Einmanna andrúmsloftið sveif yfir þessum stað og gerði okkur frekar vonlitla um að för okkar myndi skila einhverjum árangri.

,,Eigum við að skoða okkur um inn í þessum bragga?”
Ég bjóst við að strákurinn myndi æstur vilja það en miðað við viðbrögðin sem ég fékk virtist hann vera eitthvað hræddur á þessum stað.
,,Jaa….farð þú á undan og ég bíð aðeins hérna fyrir utan.”
Ég varð nú hissa á þessum viðbrögðum hjá Kristófer, en kunni ekki við að hræða hann meira með spurningaflóði.
,,Ok, bíddu hérna, ég ætla að líta snöggvast inn og kem eftir nokkrar sekúndur.”
Hann kinkaði kolli og beið niðurlútur þarna fyrir utan. Ég gekk að lítill dyr sem var sett inn í stóran hlera. Hlerinn þjónaði greinilega þeim tilgangi að opna fyrir stærri farartækum sem áttu skjól þarna inni. Á litlu hurðinni stóð stórum stöfum: Óviðkomandi aðgangur bannaður. Miðað við aðstæður á þessum tíma kippti ég mér ekkert upp við þetta merki og opnaði hurðina. Lyktin sem mætti mér var ótrúleg. Þetta var eins og það hefði einhver kastað saur þarna inni en reynt að fela það með því að sprauta rakspýra út um allt, og saurlyktin og rakspýrin blönduðust saman í daunilla rotnunarlykt. Hvað sem leyndist þarna inni hlyti að vera dautt. Ég opnaði bakpokann sem ég var með og tók upp vasaljós og lagði klút fyrir nef mér. Þegar ég kveikti á vasaljósinn sá ég að þessi braggi var eitt risastórt gímald. Inn í bragganum sá ég lítla rellu, flugvél sem greinilega var farinn að syngja sitt síðast. Stélið var brotið og það vantaði einn spaða á hreyfilinn framan á hana. Ég gekk að flugvélinni og beindi vasaljósinu að henni eftir öllum skrokknum. Hún var með bandaríska áletrun. Ég lýsti upp stýrimannaklefann og sá að það vantað öll sætin í hana og stýritækin voru brotin. Ég opnaði hurðina og sá hvar miði lá á gólfinu. Við nánari skoðun á miðanum sá ég að þetta var landakort af lítilli eyju, mér fannst þetta vera Vestmannaeyjar. Á kortið var merkt X á ákveðin stað á eyjuna. Ég gat ekki alveg gert mér grein fyrir því hvar á eyjunni þetta var. Allt í einu heyri ég þvílík öskur og læti og brothljóð. Ég sneri mér snöggt við og beindi vasaljósinu þangað sem mér fannst ég heyra hljóðið frá. En ég náði ekki að átta mig á því hvaðan hljóðið kom og hefði mjög líklega ekki fundið það ef þetta öskur hefði ekki byrjað aftur og nú var það enn verra. Ég greindi mjög vel mikinn hræðslutón og angist í þessum hrópum og það gerði mér enn verr fyrir því ég vorkenndi honum svo mikið, hver sem það var sem öskraði þetta. Ég leitaði upp hljóðið og sá þá hvar hola myndaðist í gólfið. Þegar ég lýsti upp holuna sá ég hvar Kristófer lá á bakinu ofan í holunni og hjúfraði sig saman af hræðslu.
,,Hvað kom fyrir?”
,,Náðu mér upp! Ég vil ekki vera hérna!”
Ég sá hvar rotturnar skriðu í kringum hann og þefuðu af honum eins og þær hefðu ekki fengið mat í mörg ár. Ég stökk niður í holuna og hjálpaði honum á fætur, hann virtist ekki hafa slasað sig neitt alvarlega.
,,Hvað kom fyrir?”
,,Ég var orðinn svo hræddur á að bíða þarna einn fyrir utan þannig að ég fór inn og ætlaði að leita af þér en það var svo mikið myrkur að ég sá ekki neitt og allt í einu hrasaði ég ofan í þessa holu.”
Mér varð litið á veggina ofan í þessari holu og af þessu litla ljósi sem ég hafði af vasaljósinu sá ég svolítið merkilegt á veggjunum. Það voru teikningar á veggjunum, þær höfðu verið ristar í vegginn líkt og hjá hellisbúunum til forna. Ég gekk nær veggnum og þurfti að troða yfir nokkrar rottur og Kristófer var orðinn svo hræddur við þær að ég þurfti að halda á honum. Myndirnar virtust tákna eitthvað stríð, eða baráttu. Þarna voru menn að berjast við einhvers konar kvikindi og í himinloftunum voru stórar vængjaðir verur, eitthvað sem líktist fuglum en var mjög augljóslega eitthvað annað.
Ég skoðaði nánar þessa holu sem við höfðum komið okkur í og sá að til þess að loka fyrir holuna var stór og mikill hleri. Mér til mikillar undrunar sá ég að hægt var að læsa þessum hlera ofan frá. Hvað þýddi það? Átti þetta að vera fangaklefi? Lásinn hafði greinilega brotnað undan Kristófer þegar hann steig ofan á hlerinn og hann gefið sig. Nú varð ég mjög forvitinn og langaði að skoða þessa holu aðeins betur. Ég lýsti upp eins mikið af veggnum og ég gat og sá þá aðeins lengra inn holuna að einhverjir stafir voru ristir á vegginn. Ég gekk nær stöfunum og hélt ennþá á Kristófer, sem varð sífellt órólegri. Einhver hafði rist í vegginn orðin: Mashiach, Xristos og Al Masih. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta þýddi.
,,Er þetta orð úr þessu nýja tungumáli ykkar?”
Ég spurði Kristófer til að reyna fá hann til að tala aftur. En í raun vissi ég að hann myndi ekki vita svarið við þessu, því mér fannst eitthvað grískt eða hebreskt vera við þessi orð.
,,Neeee……ég kannast ekkert við þessi orð.”
Ég heyrði skelfingartóninn í rödd hans.
,,Eigum við ekki að koma okkur út bara…”
Mig langaði að koma mér út héðan en mér fannst þetta svo mikil ráðgáta að ég stóðst ekki mátið.
,,Nei, kíkjum aðeins lengra hérna inn og sjáum hvar leynist þar.”
Kristófer var ekki sáttur við þetta en gat lítið gert þar sem hann sat skelfingu lostinn í fanginu á mér. Ég gekk áfram og loks sá ég hvar holan endaði. Á gólfinu sá ég eitthvað óljóst. Gat þetta virkilega verið það? Þetta myndi allavegana útskýra lyktina hérna inni. Ég gekk nær og beindi vasaljósinu að gólfinu. Þar lá rotnandi lík, það var svo illa farið að það var óþekkjanlegt. Ég snéri Kristófer þannig að hann sæi ekki líkið.
,,Hvað er þetta!?”
,,Ekki neitt, ég ætla að fara með þig upp úr holunni og þú bíður þangað ég kem aftur, allt í lagi?
,,Nei, ég vil ekki vera einn.”
,,Jú, ég verð enga stund.”
Mér leið betur vitandi það að hann stæði einn þarna upp á gólfi heldur en að horfa á þetta lík. Mér fannst eitthvað skrítið við þetta lík nefnilega. Eftir að hafa sett hann upp á gólf, þá fór ég og skoðaði líkið nánar. Ég hélt klútnum enn fastar að nefinu á mér því lyktin var nánast óbærileg. Allt í einu tek ég eftir því að líkið virðist halda á einhverju. Ég smeygði mér á milli handanna á honum og tók upp einhverja bók. En mér til mikillar furðu var þetta ekki bara einhver bók, heldur var þetta Biblían. Þrátt fyrir að vera kominn um 150 ár fram í tímann voru þeir ennþá að trúa á Biblían. Sumir hlutir breytast aldrei. Það sem kom mér á óvart var að bókin var nánast eins og ný, á meðan eigandi hennar var langt frá því að vera nýr. Biblían var opin á ákveðna síðu og þar var búið að rífa smá bút úr miðri blaðsíðu úr bókinni.Ég stakk Biblíunni í bakpokann minn og leit í hinn lófann á líkinu og sá að þar hélt hann á miðanum. Ég tók miðann varlega úr lófanum því ég var hræddur um að ég myndi rífa hann.
,,Drífðu þig!”
,,Já bíddu augnablik, ég er að koma.”
Ég varð bara að fá að vita hvað stóð á miðanum. Ég stóð upp og í því detta blöð úr Biblíunni og það voru augljóslega blöð sem áttu ekki að vera þar. En á sama tíma missi ég vasaljósið og allt verður kolniða svart. Ég þreifaði eftir jörðinni og fann blöðin aftur en fann ekki vasaljósið. Ég ákvað að reyna koma mér upp úr holunni og þreyfaði mig í áttina gatinu. Loks fann ég hvar loftið var léttara og heyrði svo rödd Kristófers kalla.
,,Taktu í hendina á mér.”
Ég rétti hönd mína út í loftið og vonaðist eftir því að ég myndi finna Kristófer. Allt í einu fann ég hvar hann strauk hönd mína og reyndi að hífa mig upp. Þar sem að hann var nú ekki sterkari en ég hjálpaði hann ekki mikið en ég vissi þó hvert ég ætti að fara. Loks komst ég upp og var orðinn það vanur myrkrinu að við gátum fikrað okkur nær útidyrahurðinni og komumst loks út í dagsbirtuna.

Við úuðum og púuðum þegar við loks fengum hreint loft í lungu okkar. Kristófer var glaður losna frá þessum rottum og ég var feginn að hafa fundið þessi blöð aftur sem duttu á gólfið. Fyrst ákvað ég að skoða miðann sem ég hafði fundið í hendi líksins. Á honum stóð:

,,Behold, I am going to send my messenger, and he will clear the way before me…”

Þetta var tekið beint úr Biblíunni en hvað meinti hann með þessu? Og afhverju hafði hann rifið þetta úr? Því næst beindist forvitni mín að blöðunum. Þau voru brotin vandlega saman og voru greinilega komin til ára sinna. Ég opnaði þau varlega og sá þá að þetta voru dagbókarskrif. Þau voru dagsett þann 22. apríl 2025. Þetta stóð í dagbókinni:

Nú fer þetta að enda. Ég hef verið settur hérna niður til að deyja. Það var sama hvað ég sagði við þá, þeir hlustuðu aldrei. Ég skil ekki hvernig þeir geta verið svona lokaðir á þetta, afhverju vilja þeir ekki fara að ráðum annarra. Ég held að þeir vilji sjálfir steypa sér í glötun. Ég vona bara að ég hafi rétt fyrir mér því þá get ég dáið með hreina samvisku. Ég veit ekki hvað það tekur langan tíma fyrir mig að deyja hérna úr hungri. Síðustu stundir mínar munu örugglega verða mjög kvalafullar og ef ég gæti eitthvað gert myndi ég taka líf mitt sjálfur nú þegar, en hér er ekkert sem hjálpar mér til þess.

Nú kom örlítið bil á blaðsíðunni og rithöndin orðin aðeins verri, hann var greinilega verr kominn heldur en áður.

Ég er búinn að finna leið til að stytta tímann. Ég fann ákjósanlega stein hérna sem ég get notað til að teikna í veggina. Ég hef kosið að tákna það sem mér bar fyrir sjónir síðast undir beru lofti.

Voru það myndir af þessum gríðastóru fuglum og bardögum? Gat það verið það síðasta sem hann sá undir berum himni? Aftur kom stutt bil á blaðsíðuna og enn var rithöndin orðinn verri.

Xristos…………..Al Masiah Mashiach……………………Behold, Xristos.

Nú var hann greinilega búinn að tapa sér og ekkert vit var í skrifum hans. Hvað var hann að tala um? Hvað var hann að nota þessi fornu orð og hvað táknuðu myndir hans? Nú fór ég aðeins að hugsa til baka og áttaði mig á því að ég var kominn með brot úr Biblíunni, kort af Vestmannaeyjum og dagbókarskrif frá löngu látnum manni. Það var aðeins eitt í stöðunni, drífa sig til Vestmannaeyja.

Kristófer var feginn að við værum að fjarlægast þennan stað, honum hafði líkað illa við hann frá upphafi. Nú gengum við í suðurátt að sjónum, eða allavegana í átt að glerveggnum. Eftir að hafa gengið í 3 klukkustundir gengum við fram að stórum hóli sem var greinilega af mannavöldum. Samkvæmt mínum útreikningum átti þetta að vera staðurinn þar sem upphaflega var ætlað að gera göngin. Hóllin var svona eins og kvenmannsbrjóst í laginu og var allur grasi vaxinn fyrir utan toppinn á honum, sem var eins konar geirvarta hólsins.
,,Getur verið að við séum búnir að finna göngin?”
Ég var það bjartsýnn á það, að ég nefndi það meira að segja við Kristófer.
,,Er það!? Getur það verið?”
,,Bíddu, við skulum skoða þetta nánar.”
Ég tók í hönd hans og leiddi hann upp að hólnum og við gengum að geirvörtunni. Þegar við loks komumst á toppinn sá ég að geirvartan var í raun og veru moldarköggull og ofan á honum var hleri, líkt og á kafbátum, með snúningshjóli. Ef að þetta var hurðin að göngunum þá voru þau greinilega ekki notuð til bílaumferðar í gamla daga. Ég tók í hjólið og snéri því af öllu afli og það færðist hægt og rólega. Loks þegar ég gat ekki snúið meira lyfti ég því upp og sá ég niður í djúpa dimma holu og þar var stigi niður. Ég sagði Kristófer að ég myndi taka hann á hestbak og við myndum klifra stigann niður saman.
Göngin voru upplýst af kösturum sem héngu niður úr miðju loftinu og þarna var greinlega loftræsting, því loftið þarna inni var langt frá því að vera slæmt. Við komumst loks niður allan stigann og stigum niður á malbik. Afhverju var verið að malbika þetta fyrst að þarna fór engin bílaumferð? Þá var mér litið niður í göngin og sá hvar grjóthrun hafi fallið í norðurenda gangnanna, þeim megin sem farið var upp á meginlandið. Inngangurinn hafði greinilega verið einhvers staðar annars staðar í upphafi en með þessu grjóthruni hafi hann lokast. Þetta var þá einhver hliðar inngangur sem við notuðum.

Við gengum hægt og rólega til þess að byrja með, því mér fannst ekki allt vera með felldu. Afhverju höfðu þessi göng gleymst í gegnum aldanna rás? Afhverju vissi engin hvar þau voru? Og afhverju ætti lausnin við vandamálum heimsins að leynast við endann á þessum göngum? Komu öll gögnin sem ég hafði safnað mér þessu eitthvað við? Hvaða maður var þetta sem hafði verið læstur ofan í holunni? Þetta voru aðeins nokkrar af fjölda spurninga sem ég spurði mig á þessum tímapunkti. Við gengum enn lengra og enginn breyting varð á umhverfinu, þetta voru bara ósköp venjuleg göng eins og ég hafði vanist á mínum tíma. Malbikuð gatan, hliðarinnskot fyrir bíla til að stoppa, raki í loftinu og dropaði niður á malbikið og á stöku stað sáum við neyðarsíma. Ég gat ekki staðist það að athuga hvort ég næði sambandi í þessum símum. Ég gekk upp að einum og tók upp tólið. Ekkert heyrðist. Kom mér ekki á óvart. Eftir nokkuð langa göngu komum við loks að enda gangnanna. Þar var stórt hlið, sem betur fer, því ég hafði óttast það að þessi endi hefði kannski líka lokast inn í grjóthruni. Er við gengum nær áttaði ég mig á því að þetta hlið hafði verið byggt löngu eftir að upprunulegu göngin voru gerð. Þegar nær dró hliðinu sá ég að við vorum ekki að fara opna það auðveldlega. Þetta var rammgert hlið og stálboltar stóðu í gegnum það og lá út í veggina sitthvoru megin og tannhjól voru á hliðinu sem voru greinilega lítið notuð vegna þess að þetta var farið að ryðga. Langt síðan göngin voru opnuð síðast. Svo tók ég eftir því að það var lítið lyklaborð í miðju hliðinu og fyrir ofan það stóð þessi texti:

The part of the bird
that is not in the sky,
which can swim in the ocean
and always stay dry.
What is it?

Þetta var greinilega gáta.
,,Hvað er þetta, hvaða tungumál er þetta?”
Kristófer vissi greinilega ekki að þetta var enska og var mjög forvitinn að vita hvað stóð þarna.
,,Þetta er gáta.”
,,Gáta, hvernig gáta?”
,,Á ég að lesa hana fyrir þig á íslensku og leyfa þér að reyna við hana?”
,,Þurfum við að geta gátuna til að geta opnað hliðið?”
,,Já ég held það Kristófer minn. Þarna stendur, Sá hluti fuglsins sem er ekki í háloftunum, sá sem getur synt í sjónum en alltaf verið þurr, hvað er það?”
,,Er þetta gátan?”
,,Já, veistu hvað þetta er?”
,,Hvað hluti af fuglinum er í sjónum án þess að blotna. Þetta er skrítið. Þú mátt leysa þetta, ég veit þetta ekki.”
Hann settist niður við gangnavegginn og leyfði mér að kljást við þetta. Satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um hvað svarið var og því settist ég niður með honum og bauð honum upp á smá nesti. Nú höfðum við ekki borðað í marga klukkutíma og því var kominn tími á það og miðað við viðbrögð Kristófers þá fannst honum það líka.

Eftir klukkutíma nesti fór vonarneisti okkar að dvína, við höfðum ekki fundið lausn á þessari gátu. Ætli svarið þurfi að vera á ensku fyrst að gátan sé á ensku? Afhverju var gátan á ensku? Voru Bretar eða Bandaríkjamenn búnir að hertaka Vestmannaeyjar? Allt í einu sá ég fyrir mér þessa mynd í kollinum. Bandarísk herflugvél að skjóta niður breskt herskip, og skugginn skreið yfir sjóinn. Þarna hafði ég það! Hvað er það sem ekki flýgur með fuglinum en syndir með honum án þess að blotna? Auðvitað er það skugginn af honum! Ég gekk hliðinu og sló inn enska orðið Shadow. Hliðið tók kipp og tannhjólin bærðu á sér. Kristófer stökk upp og öskraði.
,,Þú gast gátuna! Hvað var svarið!?”
,,Skuggi.”
,,Jájá alveg eins…komdu drífum okkur!”
Hann var svo æstur í að koma sér út úr göngum og finna svarið fyrir vandamálum heimsins að hann áttaði sig varla á því að hann hljóp eins og vitleysingur út í myrkur og mikla ösku. Svona litu Vestmannaeyjar út í dag. Allt var í eyði og myrkir og askan skriðu um eftir öllum gömlu húsunum og það bærðist ekki á lífi þarna. Loks þegar Kristófer áttaði sig á þessu þá hljóp hann strax aftur til mín.
,,Við getum ekki verið hérna, þetta er alltof slæmt andrúmsloft fyrir okkur.”
En það merkilega við það að þetta var rangt hjá Kristófer. Þrátt fyrir allt þetta mengaða loft gátum við alveg andað þarna eðlilega.
,,Nei, Kristófer, við getum alveg andað hérna.”
Nú tók ég upp kortið sem ég hafði fundið í flugvélinni og skoðaði það betur. Á ákvað að fylgja leiðinni sem þar var merkt. Samkvæmt henni myndum við ganga alla leið þar til kæmi að kirkjugarði og handan hans var merkt X. Þar hlyti svarið að leynast.

Við héldum af stað og þessi klukkutíma ganga var ein sú versta ganga sem ég hef nokkurn tímann séð. Við gengum í óbreyttu umhverfi allan tímann. Þarna hafði greinilega ekki verið neitt líf eftir stríðið milli Bandaríkjanna og Evrópu og leifar þess var enn að finna þarna. Flugvélar, skriðdrekar, bílar og alls kyns tæki láu þarna handónýt og askan af brenndum húsum hafði umlukið þetta allt saman og þetta var eins og eyðimörk með fullt af bílhræum í. En af hverju ætli hafi verið svona mikil stríðstátök hérna út í Vestmannaeyjum?
Við gengum áfram og mér fannst vonin renna út í allri þessi angist og eyðileggingu. Hvað gat svo sem hjálpað okkur í þessum vandamálum sem við áttum í. Allt í einu þegar ég fór að hugsa þetta fattaði ég það að ég hafði ekki einu sinni hugsað út í það hvort hér væri glerkúla yfir öllu. Mér varð litið til himins. Ég sá út undan mér að Kristófer gerði það sama. Satt best að segja sáum við ekki hvort þarna væri kúla því andrúmsloftið var svo mettað af ryki að maður sá ekki langt upp í himininn. Loks sá ég glitta í kirkjugarðinn.
,,Snöggur Kristófer, hlaupum þangað.”
Við tókum báðir til fótanna og komum loks að garðinum. Ég ákvað að ganga í gegnum garðinn og skoða hvað var handan hans. Hvað var þetta X eiginlega á kortinu? Við gengum rólega í gegnum aðalgöngustíginn í garðinum og sáum okkur á hægri og vinstri hönd að þar voru leiði fólks allt frá mínum tíma. Mér fannst ég allur róast innra með þegar ég gekk þarna í gegn og mér leið bara nokkuð vel þarna. Loks komum við að steinhlöðnum vegg í enda garðsins og þá sá ég hvar handan hans var lítill skúti, eða hellir.
,,Komdu Kristófer, sjáðu.”
,,Er þetta hellir?”
,,Já, eigum við að kíkja þarna inn?”
,,Já….!”
Við klofuðum yfir steinvegginn og gengum hægt að hellinum. Mér til mikillar skelfingar sá ég allt í einu ljóstýru birtast úr hellinum og ég heyrði raddir koma úr sömu átt.
,,Where should we put him?”
Ég greip Kristófer og stökk yfir steinvegginn og við földum okkur bakvið legstein.Kristófer lá í fanginu á mér. Ég gjóaði augunum yfir legsteininn og steinvegginn og sá að tveir, mjög líklega Bandaríkjamenn, báru á milli sín fanga sem var nánast meðvitundarlaus. Ég lækkaði mig niður aftur og faldi mig aftur bakvið legsteininn og er ég lagðist neðar sá ég nafnið á legsteininum. Diðrik Steindór Haraldsson. Þetta var ég!!! Afhverju var ég jarðaður í Vestmannaeyjum!?
,,Þetta er forfaðir minn!?”
Að heyra þetta í sömu andrá og maður er að sjá sitt eigið leiði, sinn eigin grafreit, getur ekki komið manni til góðs.
,,Hvað ertu að meina strákur?”
,,Pabbi sagði mér alltaf frá langalanga eitthvað afa mínum sem leysti morðmál og svona ráðgátur og var víst mjög frægur á sínum tíma. Mér fannst svo gaman að heyra hvernig pabbi sagði mér sögur frá honum því við höfum alltaf báðir haft svo gaman að ráðgátum.”
Þarna áttaði ég mig á því að ég hélt á barnabarna eitthvað barni mínu, afkomanda mínum.
,,Kristófer, þetta er ég.”
,,Ha, hvað áttu við?”
,,Maðurinn sem liggur hérna í kistunni undir, og maðurinn sem þú varst að tala um, er ég. Ég er Diðrik Steindór Haraldsson. Ég er forfaðir þinn.”
,,Afhverju varstu ekki búinn að segja mér hvað þú heitir?”
,,Ég veit það í rauninni ekki, þú varst bara svo æstur að komast hingað.”
,,Ert þú þá maðurinn sem pabbi var alltaf að tala um?”
,,Já, ég er hræddur um það.”
Þetta var of mikið fyrir okkuð báða að meðtaka núna og vildum helst báðir að jörðin myndi bara gleypa okkur til að við þyrftum ekki að ræða þetta nánar.
,,Just throw him there!”
Allt í einu mundi ég eftir þeim og mér varð litið upp. Þeir höfðu skilið fangann eftir fyrir utan og héldu sjálfir inn aftur.
,,Komdu, við skulum tala við hann.”

Ég gekk rólega að fanganum og strauk kinn hans létt til að athuga hvort hann myndi ranka við sér. Hann opnaði augun, greip í mig og sagði:
,,Komið ykkur héðan, strax!”
Hann var greinilega skelkaður og meinti það virkilega það sem hann sagði.
,,Afhverju?”
,,Þið viljið ekki vera hérna þegar það gerist!”
,,Þegar hvað gerist?”
Hann reisti sig upp og settist upp. Hann leit nokkuð vel út miðað við það að hann hafði verið fangi.
,,Hafið þið einhvern tímann fengið þá tilfinningu að þið getið ekki hugsað ykkur um að deyja, þ.e. að segja hugsað um hvað síðustu dagar lífs síns geta verið ömurlegir ef þú veist það að þú sért að fara deyja? Þú vilt helst bara ljúka þess núna því að biðin er það versta.”
,,Nei, ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina.”
,,Við verðum að forða okkur núna!”
,,Hvað er að fara gerast?”
,,Bandaríkjamenn eru að fara eyða heiminum, eða það sem eftir er af honum. Þeir hafa alltaf lifað hérna á þessari eyju frá því að glerkúlan var byggð utan um gamla Ísland. Þeir voru ekki velkomnir inn í kúlunna vegna gjörða sinna í stríðinu og brugðu á það ráð að byggja utan um þessa litlu eyju og reyna að byggja líf aftur upp á jörðinni. En hefur kúlan hér runni sitt æviskeið og þeir eru að deyja út. Þeir ætla því að útrýma henni og einnig gamla Íslandi. Þeir ætla sem sagt að eyða öllu lífi á jörðinni.”
,,En afhverju ert þú fangi þeirra?”
,,Fyrir hundrað árum eða svo, kom fram maður sem sagði að framtíðin yrði ekki svona, heldur að heimurinn yrði samur aftur, að andrúmsloftið yrði hreint aftur. En þetta myndi ekki gerast fyrr en að ákveðinn aðili kæmi inn í sjónarsviðið sem byggi yfir vitneskju til þess að bjarga heiminum. Bandaríkjamenn trúðu ekki þessum manni og gerðu hann brottrækan af eyjunnu og lokuðu hann einhvers staðar inn í leynistöð sem þeir höfðu komið upp á gamla Íslandi, án þess að evrópubúar þar vissu af. Þá lokuðu Bandaríkjamenn göngunum hingað til eyjunnar til að engir vitleysingar, eins og þeir kölluðu það, kæmu aftur til eyjunnar. Svo hefur þessi tilfinning komið, í þá sem eftir lifa hér, sem ég lýsti fyrir þér áðan og þeir ætla að ljúka þessu núna innan stundar.”
Allt í einu sá ég hvar maðurinn starði á Biblíuna sem stóð út úr bakpokanum mínum.
,,Þú ert hann! Þú er maðurinn sem við höfum beðið eftir!”
Ég vissi ekki í rauninni hvað hann átti við og sá þá að Kristófer var horfinn. Var maðurinn að meina að ég væri þessi bjargvættur sem beðið var eftir. Og nú var Kristófer að ganga inn í kjaft óvinanna. Þá hljómaði þessi lína í eyrum mínum: ,,Behold, I am going to send my messenger, and he will clear the way before me…”
,,Þú ert hann, þú verður að hjálpa! Hvernig eigum við að stoppa þá og hvernig eigum við að bjarga andrúmsloftinu!?”
,,Hvernig veistu að ég sé hann?”
,,Spámaðurinn sem spáði komu þinni sagði að maður myndi birtast með lítinn strák með sér og bera einu Biblíuna sem til væri í heiminum. Opnaðu Biblíuna, flettu í Gamla Testamentið og finndu bók Malakí. Spámaðurinn sagði að í versi 3:1 væri búið að rífa setningu úr bókinni.”
Þetta passaði allt sem hann var að segja. Gat verið að ég var einhver bjargvættur? Ég hafði ekki hugmynd um það hvernig ætti að bjarga andrúmsloftinu. En nú varð ég að fara bjarga Kristófer.

Ég stökk af stað og skildi fangann eftir. Ég hljóp inn í hellinn og hélst sem hraðast í átt að ljósinu. Þarna stóð Kristófer fyrir framan 4 Bandaríkjamenn og útskýrði fyrir þeim að nú væri kominn bjargvættur mannkynsins. Hann hafði greinilega heyrt samtal mitt við fangann. En Bandaríkjamennirnir skildu ekkert í íslensku stráksins og kipptu sér nánast ekkert upp við þetta, því þeir voru komnir í eyðileggingar hugleiðingar. Þarna inn í hellinum höfðu þeir komið fyrir stórum og miklum skotpalli fyrir kjarnorkusprengjur. Þeir ætluðu greinilega að eyðileggja þetta allt þannig.
,,Stop, don´t do this. This is not necessary!”
,,This is all over, no need to panic now.”
Stór og mikill maður svaraði þessu og hinir 3 mennirnir voru búnir að koma sér vel fyrir í hvítum sloppum í fallegum stólum sem þarna voru. Gat verið að aðeins 4 voru eftir af þessum stóra stofni Bandaríkjamanna, sem taldi margar milljónir upp á mínum tíma? Einhver hefði það nú látið ógert að stoppa þá af, vitandi það að þessi þjóðflokkur myndi deyja út.
Allt í einu fellur Kristófer meðvitundarlaus til jarðar og við það jukust vandræðin hjá mér enn meira. Nú þurfti ég að hafa áhyggjur að 4 Bandaríkjamönnum sem ætluðu að eyða öllu lífi á jörðinni og litla barnbarna eitthvað barninu mínu sem lá meðvitundarlaust á jörðinni. Ég gat ekki annað gert en að einbeita mér að Bandaríkjamönnunum því ef þeim myndi takast ætlunarverk sitt, skipti Kristófer litlu máli. Ég stökk að Bandaríkjamanninum sem stóð við hliðina á skotpallinum og á þessari stundu áttaði ég mig á því að ég þurfti að útrýma þeim. Eitthvað sem ég hafði engan áhuga á. Ég náði góðu hálsstáki á honum og snéri hann úr hálslið. Þá stóðu hinir þrír upp og réðust að mér og slógu mig í jörðina. Einn af þeim teygði sig í takkann á skotpallinum en ég náði að koma í veg fyrir að hann gæti ýtt á hann með að bíta í hásinina á honum. Við það kipptist hann allur til og traðkaði því næst ofan á andlit mitt og við það nefbrotnaði ég. Ég stóð upp og rak hnúa minn í síðuna á honum og skellti andliti hans í hnéð á mér. Ég heyrði dauðahryglur mannsins er hann skall í jörðina. Þá kom annar aftan að mér og tók mig hálsstaki og ætlaði að snúa mig úr hálslið en honum skrikaði fótur á rykugu gólfinu og við það náði ég góðu taki á handlegg hans og ég braut hann upp við öxl. Þá skall hann í gólfið og ég steig það fast ofan á bringu hans að hún lagðist saman og hann hætti að anda. Sá síðasti keyrði þá inn í mig aftan frá og ég datt fram fyrir mig. Hann steig því næst ofan á bakið á mér og gerði sig tilbúinn til að láta lokahöggið á hausinn ríða af. Einnig var hann með puttann á skottakkanum. Þá sá ég að Kristófer var staðinn upp og hann hélt á stærðarinnar rörbút, og hann rak hann af fullu afli í magann á manninum þannig að hann stóð út í gegnum bakið á honum. Hann féll til jarðar og einnig Kristófer. Ég stóð upp og gerði skotpallinn óvirkan og hljóp því næst að Kristófer og sá að hann var mjög illa haldinn. Ég áttað mig strax á því að ég þurfti að koma honum undir hendur einhver sem hafði vit á því hvað var að gerast.
Ég tók Kristófer í fang mitt og hljóp út úr hellinum. Þá sá ég að fanginn var dáinn. Hann lá þarna í sínum hinsta svefni. Því var ekkert annað í stöðunni heldur en að hlaupa alla leið til baka upp á meginland og koma honum undir hendur Söru. Ég hljóð líkt og ég ætti lífið að leysa, hljóp í gegnum kirkjugarðinn, í gegnum göngin, upp stigann í gegnum gönginn og alla leið heim á bæinn. Leið sem hafði tekið okkur um 20 klukkutíma að ganga, hafði ég hlaupið með Kristófer í fanginu á rúmum 6 tímum. Það var eins og einhver yfirnáttúrulegur kraftur togaði í mig og varð til þess að ég fann ekki fyrir þreytu. Loks þegar ég kom að bænum aftur stóð Sara í dyrunum. Ætli þessi kraftur hafi ekki bara verið ást sem togaði í mig. Þarna stóð hún undurfögur í hurðinni og tók á móti okkur.
,, Hvað gerðist!?”
,,Það er löng saga, nú þurfum við bara að bjarga Kristófer!”
Við drifum hann inn og lögðum hann á bekkinn. Hún skoðaði hann allan en virtist ekki átta sig á því hvað væri að. Hann andaði eðlilega en hann virtist bara vera í dái. Við settumst niður hjá honum og ég hvíldi mig.
,,Hvað gerðist eiginlega?”
,,Vissiru að Kristófer er afkomandi minn?”
,,Er það!? Það skýrir þetta allt saman!”
,,Ha, hvað áttu við?”
,,Ef hann er afkomandi þinn þá verður þú að fara aftur til ársins 1999 til að hann verði til. Ef þú ferð ekki tilbaka undir eins mun hann deyja, því hann ætti í rauninni ekki að verða til.”
Þarna skall það á mig, ég mundi aldrei geta eytt ævi minni með þessari konu. Því ef ég færi ekki til baka, myndi Kristófer aldrei verða til. Hann sem spilaði stóran þátt í að koma í veg fyrir Bandaríkjamennirnir eyðileggðu heiminn. Ef hann hefði ekki verið til, þá hefði þeir náð að eyðileggja heiminn. Við þetta tækifæri sagði ég henni allt sem hafði gerst, það sem gerst hafði í herskýlinu á Selfossi, í göngunum og í Vestmannaeyjunum, sagði henni frá því að ég væri þessi bjargvættur og að Kristófer hafði hetjulega bjargað mér og heiminum einnig.
,,Ég get ekki farið strax til baka, því ég á eftir að bjarga andrúmsloftinu hérna!”
,,Skiluru ekki? Þú ert nú þegar orðinn bjargvættur. Ef þú hefðir aldrei komið þá væri búið að sprengja okkur í loft upp núna. Þú áttir aldrei að bjarga andrúmsloftinu, bara að koma í veg fyrir stórslys. Nú verður þú að fara til baka og koma í veg fyrir að Kristófer deyji.”
,,En ég elska þig, ég get ekki farið frá þér.”
,,Ég veit það. En þú átt ekki annars kostar völ, þú verður að fara.”
Ég brast í grát og faðmaði hana. Ég vildi ekki yfirgefa hana, mér fannst það ekki sanngjarnt, ég var búinn að bjarga heiminum en fékk ekki ást konunnar í verðlaun. Nú rétti hún mér rauðu kúluna og kyssti mig á munn
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona