Heitt vatn í gulum klæðnaði skvettist út úr liminum. Klósettið gleypti svo þetta á meðan setan litaðist af gulum dropum. Ég hristi liminn og renndi upp buxnaklaufinni.
Frammi beið svo drottningin. Ég varð hreinsa delan fyri drolluna. Ég renndi aftur niður og tók hann út og þreif hann með heitu vatni. Í þetta skiptið var það glært og hreint.
Þegar ég steig úr takmarkaða baðherbergisloftinu tók við alkóhólsmettað loft. Fólk var farið að týnast úr partínu og tónlist var orðin lægri. En í svefnherberginu beið drottningin mín. Sem kóngur klár gekk ég út ganginn og inn í svefnherbergið. Drottning var sofnuð. Ég reyndi að vekja hana en hún var steinrotuð. Ég var kóngur en ekki prins þannig ég gat ekki vakið hana með kossi. Ég klæddi hana bara úr nærbuxunum og mátaði hana. Ég mátaði hana nokkrum sinnum. Þanngað til að heitt vatn í hvítum klæðnaði skvettist úr liminum. Leggöngin gleyptu þetta á meðan að lakið litaðist af hvítum dropum. Ég renndi upp buxnaklaufinni. Drottningin var ennþá sofandi. Frammi beið svo annar bjór.
Ég varð að hreinsa á mér hendunar fyrir bjórin svo ég fór inn á bað og þvoði mér um hendunar.
Ískápurinn var fullur af bjór þrátt fyrir partílok. Ég tók einn og fór út. Út úr höllinni. Það var kátt höllinni, en ekki lengur. Ég varð að finna annað konungsríki með fjöri.
Kvöldið var eins og nótt. Kannski var nótt. Tunglið virtist nær jörðu en áður og skýinn virtust blá í myrkrinu og börðust gegn tilveru tunglsins. Malbikið glansaði af frosti og ljósastaurarnir fylgdust með mér eins og lífverðir kóngs eiga að gera. Samt var engin tilbúinn að ráðast á mig. Ég var einn.
Morgunsólin fór að teygja anga sína yfir mig og ég fór að taka eftir auknum fuglasöng. Ég var búinn að vera ganga frekar lengi. Hvert í helvíti var ég komin. Eða var ég kannski komin fram hjá helvíti. Af hverju eru engar hallir er ? Og ekki einu sinni hús. Ég gekk þó áfram og greikkaði sporin. Ég held í sömu átt en allt var svo allveg eins. Hólar, urð og grjót. Frostsprungið gras sem tindraði í morgunsólinni. Hvert sem ég leit var sama útsýnið. Ég var að ganga í burtu frá sólinni. Líklega að elta nóttina. Hvert ætli hún sé að fara. Er nóttinn að flýja daginn. Helvítis fyllibytta með timburmenn.
Það var kalt.
Ætli frostið glansi á mér.
Ég andaði allavega heitu lofti frá mér sem breyttist í gufu í frostinu.
Ég náði þó ekki að flýja sólina. Hún var alltof fljót og nóttinn var líka löngu búinn að stinga mig af.
Við sjónarröndina birtist mér skyndilega stór hóll. Eða felli öllu heldur. Ég datt í hug að hlaupa þangað og athuga hvort ég sæi heim til bæjarins upp á toppinum.
Svo ég tók upp á því að hlaupa.
Ég hljóp
og hljóp
og hljóp.
Fellið var í raun lengra frá en mig grunaði. Þegar ég var loks komin sá ég að þetta hlaut að flokkast undir fjall. Þetta var miklu stærra þegar maður var komin svona nálægt því.
Ég settist á stein og kastaði andanum. Ég fann frostið læðast ég gegnum gallabuxunar og ósjálfrætt herpti ég saman rassgatið.
Ég sat nú á móti lágri vetrarsólinni sem neyddi mann til að píra augun. Hvar í Guðs nafni er ég komin. Ég vissi ekki einu sinni af þessu fjalli í mínu nágrenni. En hvað veit ég. Ég hef aldrei komið lengra út í móann örfáa metra. Djöfulsins borgarbarn er ég. Þetta er samt allt svo undarlega fallegt. Aldrei hef ég séð svona fallegan “wallpaper” í tölvunni minni eða í neinni bíómynd sem ég hef séð. Frostið glitraði eins og demantar í morgunsólinni sem beið eftir að snjórinn kæmi og breiddi sínum mjúka væng yfir gjörvalla heiðina.
Ég stend svo upp í finn bleytuna líma nærbuxunar við kalda rassinn minn.
Mér allveg að óvörðu birtist manneskja fyrir framan mig. Hún var um höfuð stærri en ég og ég er alls ekki lágvaxinn. Horuð, en virkaði feit vegna druslulegs klæðnað sem minnir mann á gömlu kartöflupokana. Andlitið var skítugt, afrskræmt og skelfilegt. Ég reyndi að halda ró minni þó að fyrir framan mig stæði nútíma tröllskona. Mér leið eins og karlssyni í ævintýri.
“Hvað eruð þér að gera í híbýlum mínum” spurði skessan loks eftir að hafa virt mig fyrir sér. Rödd hennar hljómaði eins og rödd af gamalli spólu. Sorgleg með drunga. Ójöfn og hrjúf.
“Ég er týndur frú” Frú? ég nota aldrei svona fágað málfar.
“Ég ætla að það sé fyrir bestum að þér komið með mér” sagði hún svo. Og það hljómaði hálf perralega, eins og gamall karl að bjóða strákling sælgæti.
Ég gekk á eftir henni smá spöl meðfram fjallsrótinni og að opnum helli.
Við gengum inn í hellinn og vissi ekki hvort mig var að dreyma. Skessann var með rúm búið til úr heyji og grjóti og borð og stóla úr grjóti og ræfilslegum spýtum. Dauðar tófur hengu hér og þar ásamt lufsulegum músum og hálfrottnandi minnkum.
“Sestu nú vinur og segðu mér hvurt þér eruð að fara”
“Ég þarf bara að komast aftur í bæinn” svaraði ég og var orðin ansi smeykur.
Þá orti skessa:

Bæinn halur leitar hér
helsum mínum bundinn.
Ég losa skal og þjóna þér
þar til þú ert fundinn.

Fyrst mig langar smáleg laun
lítið sem þú plantar.
Óþarft nokkuð rusl í raun.
Reður þitt mig vantar.

Ég gat ekki svarað. Ég gapti og bað til Guðs að þetta hafi nú bara verið svartur húmor. Hún reif mig svo upp með miklum mætti og tróð einhverri skinnpjötlu upp í mig og batt fyrir munninn á mér. Ég reyndi að öskra en ég gat það ekki.
Heitt vatn í rauðum klæðnaði skvettisti úr liminum. Hrjúfu hendur skessunar gleyptu þetta á meðan hellisbotninn litaðsit af rauðum dropum. Hún hristi liminn og stakk honum í skjóðu og batt fyrir.
Limlaus lá ég í hellishorni á meðan að hún benti út úr hellisopinu til vesturs og sagði mér hvar bærinn var.
Ég lá máttlaus með hálflokuð augun.
Hvað á ég að segja drottningunni minni ? Að köttur sé út í mýri með stýri og þetta hafi bara verið ævintýri.
Ég stóð upp og gekk úr hellinum. Blóðið fossaðist út úr buxnaklaufinni og máttur minn fór dvínandi. Blásvört nóttin var komin. Mikið djöfull var ég lengi hjá henni. Eða var nótt þegar ég kom. Ég var hættur að spá í nótt. Eftir þetta endalausa djamm. Ef ég var þreyttur þá svaf ég. Svo einfalt. Skyndilega tók sársaukinn yfirhöndina í miðjum þönkum mínum.
Ég datt í grýtta jörðina rétt fyrir utan hellinn og reyndi að hugsa um eitthvað annað en sársaukan og ákvað að yrkja að hætti Bjarts í sumarhúsum eða hetjum Íslendingasagnana þar sem ég var staddur í ævintýri.


Finn blóðsins flæði stoppa
Finn hjartað hætta að hoppa
Finn mátt úr munni dofna
og samband heimsins rofna

Ég hef aldrei verið eins lifandi og nú.

Hér stjörnur himins glitra
Í takt við augu titra
sem lokast eins og sár
og fellur hinsta tár

Ég hef aldrei séð eins fallegar stjörnur.

Heima drottning hrýtur
magi hennar hvítur.
Hinsta sáðlát framið
nú tippið mitt er kramið

Ég hef aldrei………