Ég lá sofandi, ég vaknaði við sprengingar, titring og
öskur fyrir utan gluggann minn.
Ég settist upp og nuddaði augun, ég leit á klukkuna, hún
var fimm um morgun, ég bölvaði með sjálfum mér og snéri
mér að glugganum, ég dró frá og gult ljós litaði upp
andlit mitt. Fyrir utan gluggann sá ég stóra sprungu í
jörðinni upp úr henni spýtist heit kvikan, aska lá í
andrúmsloftinu og náði yfir allan himininn. Eldboltar
stungu sér við og við gegnum öskuna á hraðri leið til
jarðar og eyðilögðu allt. Ég horfði á fólk hlaupa fram og
til bara í ótta, ég horfði á eldinn læsa klóm sínum í þeim
og draga þau kvalarfullt til dauða. Skildi þetta vera
heimsendir hugsaði ég með mér, dró fyrir og fór aftur að
sofa. Ég veit ekki hve lengi ég svaf en þegar ég vaknaði
lág ég ofan á svörtu hrauni, gufan steig enn í gegn til
tákns um hita en mér var ekkert heitt, ég leit í kringum
mig, allt var svar svo langt sem augað eygði. Jú þarna sá
ég þakið á byggingu, örugglega hárri byggingu því allt
virtist vera grafið marga metra undir hrauni. Ég ákvað að
ganga af stað í leit að fólki. Ég reyndi að taka mið af
sólu en gafst upp og gekk beint áfram, beint áfram í
heilan dag, heila nótt og langt fram á næsta dag, þá fékk
ég hreinlega leið á þessu og steypti mér niður í gegnum
hraunið. Ég sveif í gegnum loftið á ógnar hraða, Hiti lék
um andlit mitt og hendur og svitinn rann til hliðar á
andlitinu. Svo loksins lenti ég á marmara gólfi sem var
hart eins og marmari, en það var ekki vont að lenda, ég
heyrði reyndar hátt brak eins og eitthvað hefði brotnað
en ég meiddi mig ekki og gat gengið. Þegar ég leit í
kringum mig þá sá ég að ég var stórum hringlaga sal, á
veggjunum héngu þúsundir af litlum myndum. Þegar ég leit
nánar á myndirnar þá sá ég að þetta voru svipmyndir úr
lífi mínu. Í hvert sinn sem ég horði stíft á einhverja
mynd þá fór hún að hreyfast og sýndi atburðinn, ég fór að
leita að einni mynd og eftir langa leit fann ég hana,
Kvöldið sem ég svaf hjá, þá verðandi ungfrú ísland. Ég
horfði á þetta einu sinni, svo aftur og aftur og svo fékk
ég leið á því og fór að skoða aðrar myndir þarnar voru
myndir allt frá því að ég fæddist, þar til ég byrjaði í
skóla, þar til ég missti sveindóminn, þar til ég lá
sofandi fyrir nokkrum dögum, þar endaði þetta. Þetta var
seinasta myndin. Seinasta myndin, ekkert frá því að ég
vaknaði á hrauninu, ekkert frá því núna, var ég kannski
dauður, var ég ekki lifandi núna. Þetta var orðið of
flókið fyrir mig, ég fór að leita að dyrum, ég fann engar
dyr, ég fann reyndar epli, en ég át það. Og svo fann ég
kók, ég drakk það. Svo gekk ég hring eftir hring eftir
hring að reyna átta mig á þessu öllu, þetta var alltof
mikil heilastarfsemi fyrir mig í einu, nú svo ég lét
eðlisávísuna ráða, ég fór að seinustu myndinni, þar sem
ég var sofandi og allt var eins og það átti að vera, ég
horfði myndina og hoppaði inn í hana.
Ég lá sofandi, ég vaknaði við sprengingar, titring og
öskur fyrir utan gluggann minn.
Ég settist upp og nuddaði augun, ég leit á klukkuna, hún
var fimm um morgun, ég bölvaði með sjálfum mér og snéri
mér að glugganum, ég dró frá og gult ljós litaði upp
andlit mitt. Fyrir utan gluggan sá ég stóra sprungu í
jörðinni upp úr henni spýtist heit kvikan…