Ég vakna snemma og ég er svo þreytt og með kvíðahnút í maganum. Afþví að ég er yngst trúa mamma og pabbi ekki að ég sé veik, þau læra af reynslunni. Þegar ég kem inn í skólastofuna veit ég ekki hvernig ég á að vera.. á ég að láta það sjást hve reið ég er? eða á ég bara að horfa niður á fæturna mína og setjast í sætið mitt.. ég horfi svona aðeins upp og athuga hvort að krakkarnir búast við einhverju en sleppi því bara og flýti mér að sætinu mínu. Þegar ég lít upp sé ég strákinn sem hatar mig mest og hann horfir andstyggilega á mig, því hann langar að drepa mig, ég finn það hvað hann hugsar: “þú ert svo ljót, hvað ertu að gera hérna? farðu bara heimska beljan þín!” ég er alveg við það að gráta þegar ég hugsa mest um það að ég þurfi að þola þetta… best væri bara að enda þetta líf og þau ættu að skammast sín…
Ég reyni allt til að þau verði vinir mínir.. þessir reiðu krakkar sem kunna bara að vera leiðinlegir við aðra… ég er ekki sú eina sem þau hata.. en þau hata mig samt mest.. eftir að stelpan sem að lenti mest í þessu áður, á undan mér og ég var leiðinleg við hana vegna þess að það var það sem ég þurfti að gera.. Ef þau ætluðu að taka mig í hópinn varð ég að vera leiðinleg við fólkið í kringum mig þótt ég vildi það ekki…En stelpan var klár.. Hún skipti bara um skóla.. hinn skólann, það var enginn annar skóli, bara þessir tveir. þess vegna vissi ég að ég var heldur ekki boðin í þann skóla. Þannig að það eina sem ég hugsaði var að þrauka..
Ef að ég mundi ekki sjá neitt tækifæri þá varð ég að binda enda á líf mitt og ég hugsaði í hvert skipti sem að kennarinn skrapp út og þau horfðu öll á mig og sögðu mér hve mikið ógeð ég væri, hve ógeðslega ljót og heimsk ég væri hugsaði ég bara “þú þraukar þetta, þú þraukar þetta…” En svo þegar ég kom heim vildi ég ekki hugsa um þetta.. En ég grét.. ég grét og grét… ég vissi ekki hvað ég ætti að gera… ég horfði bara á leiðinlegar teiknimyndir í sjónvarpinu og mér var alveg sama hve leiðinleg þau voru, bara eitthvað svo að ég gæti gleymt þessu… Ég nennti ekki að læra, ég gæti hvortðeðer ekkert gert þessi stærðfræðidæmi, því ég er svo heimsk…
Þegar mamma og pabbi voru komin heim var ég þeim reið, ég var svo reið yfir því að þau skildu láta mig í skólann… Að endilega að þurfa að flytja í þennan bæ. Og pabbi tók það ekki í mál að flytja þó að hann hafi verið búinn að búa í þessu húsi í 10-12 ár. Hann byggði það sjálfur og þess vegna var hann svo stoltur. Hann sagði alltaf “Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggur ef það kæmi stormur eða rosalegt óveður, því þetta hús er sterkt sem steinn”
Ef það kæmi stormur væri mér alveg sama þó að það myndi feykja húsinu burt, bara svo lengi sem að ég feyktist með og myndi deyja.. Þetta líf er svo ömurlegt..
Svo kom sá dagur að ég byrjaði í gaggó.. Þar er skóli þar sem hinir skólarnir sameinast í einn. Ég kynntist þar fullt af krökkum en ég var enn fyrir þessu einelti þangað til ég vissi loks hvað alvöru vinir eru. Það eru vinir sem segja kennurum hvað er í gangi. Ekki það að kennararnir í hinum skólanum vissu það ekki. Þau horfðu bara uppá þetta. Þeim fannst við bara vera litlir krakkavesælingar sem að eru bara að kjánast. En þau vita ekki hve mikil áhrif þetta getur haft á mann.
Ég fattaði þá að hinir vinir mínir voru ekki vinir. Ég sá það alltaf í svipnum hjá þeim hvað þeim fannst pirrandi að ég skuli vera þarna, fyrir þeim, og er að eyðileggja það fyrir þeim að verða “vinsæl”. En þar kom tækifærið. Þarna voru kennarar þar sem nemendur þeirra skiptu máli.
Nú var ég hólpin..