Sæl veriði,
Ég ætla að skrifa sögu um gamlan mann sem þráir ekkert heitar en að eyða smá tíma með dauðvona barnabarni sínu, henni Dagný. Þetta er átakaleg saga gamals manns og ungrar stúlku þar sem leiðir þeirra liggja saman í eyðimörk lífsins. Haltu fast í sætið, því hér byrjum við.
Kv,
HrannarM.
-
„Mamma, hvert erum við að fara?“ sagði fallega röddin hennar Dagnýjar þar sem hún sat í barnastólnum í bílnum. Móðir Dagnýjar hunsaði hana, því hún vildi ekki segja henni hvert þær væru að fara, því Dagný þekkti ekki til staðarins. Eftir smá hik sagði hún „Við ætlum að hitta góða manninn…“ röddin fjaraði út. Fyrr á árinu hafði Dagný verið greind með hvíblæði. undarfarið ár hafði hún verið inni á sjúkrahúsum í 9 mánuði, og átti víst ekki langt eftir.
Faðir Dagnýjar vildi aldrei eignast barn, og hunsaði mægðurnar algjörlega. Í apríl þurfti Dagný að gangast undir hættulega og, eins og alltaf, rándýra aðgerð. Fjölskylda Dagnýjar átti fáa sem enga peninga, og var því lokaúrræði að tala við Gest, kynföður Dagnýjar og biðja hann um pening, enda auðugur maður. Gestur neitaði að láta þær hafa pening, sá skítni maður.
Afi Dagnýjar kostaði aðgerðina, með eftirlaunasjóð sínum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera allt fyrir þær, þær þyrftu bara að biðja hann. Afi Dagnýjar elskaði dóttur sína og Dagný mjög mikið, meira en allt annað í þessum heimi. Honum langaði að eyða smá tíma með Dagný þegar hún loks kom út, fara með henni á heita sumar strönd og eiga skemmtilegan dag með henni. En Dagný þurfti að fara aftur inn, og kom ekkert út fyrr en í október. Núna er Dagný búin að vera laus frá spítalanum í 44 daga og er á leiðini til afa.
Móðir Dagnýjar talaði ávallt um föður sinn sem „góða manninn“ því hún bara þekkti hann mjög lítið. Hún ólst upp án föður síns, og fann hann ekki fyrr en hún var 25 ára gömul, og hefur í rauninni aldrei fyrirgefið honum það. En eftir að hann kostaði aðgerðina fannst henni hún skulda honum, og vill gjarnan að hann kynnist Dagný. Bíllinn keyrði upp innkeyrsluna hjá afa, og lagði hún bílnum. Mægðurnar gengu að húsinu, og afi opnaði. „Hæ elskurnar“ sagði afi karlinn, „Hvað segir uppáhalds stelpan mín?“ Dagný svaraði „Gott“ og hóstaði.
Afinn hugsaði með sér „Það eina sem ég vil í lífinu er að geta glatt þessa stúlku, og gefið henni von um líf“. Hann gekk inn til þeirra og leiddi þær inn í……
-
Kv,
HrannarM.