Þetta byrjar ekki skyndilega, frekar er þetta partur af stórri heild sem ég man ekki eftir. Má segja að ég munir fyrst almennilega eftir mér á 200 ganginu í heimavist MA. að tala við Ævar. Ég hafði verið að gefa fólki ráðleggingar sem var að fara í fimleikapróf í herbergi 201 en sjálfur stend ég á höndum. Allt í einu kemur pabbi Ævars og fer að tala við okkur. *flash* ég held á mynd allt í einu af 4 hestamönnum við árbakka, 3 þeirra snúa til vinstri og líta alveg eins út, sá 4 er að gera sig líklegan til að fara yfir ánna. Ég fer að lýsa því hvernig þessi mynd lenti í öðru sæti einhverri ljósmyndakeppni. “Málið er það að ég fékk alltaf einn og einn plús þar til að ég var orðinn nokkuð ofarlega þó með 376 sinnum færri stig en sá efsti. Þá kom skyndilega einhver hvellur og hesturinn í 2. og 3. sæti hrukku við og fengu 1 mínusstig. Það nægði mér”. Ég heyri Ævar eða pabba hans segja að þetta sjáist aldrei á meðal hestamanna eða hesta, það er að segja hvernig hestarnir á myndinni snúa. Þá hverfur efsti hestamaðurinn sem snýr til vinstri en sá sem snýr til hægri fer yfir hann. Þá býður pabbi Ævars mér allt í einu í fermingu dóttur sinnar, Ísafold.

*flash*

Ég er kominn í mjög þröngan dal með mjög háum fjöllum sitthvoru megin við mig. Staðurinn er Borgarnes. Einhver kona er þarna og fer að tala við mig. Ég þekki hana þarna en ekki núna. Ég fer að segja henni hvað fjöllin eru falleg þó svo að í raun og veru þrengja þau að mér og mér finnst ég vera að kafna. Húsið er opið að framan, engir veggir og við göngum út. Ég sé yfir bæinn en hann er stundum byggður á stöllum og stundum ekki. Stundum sé ég tugi húsa stundum bara 3. Ég heyri útvarp og ákveð að hækka aðeins í því, gríðarlega stór sveif er skyndilega til hægri við mig. Ég ýti henni niður og ég heyri í staðarútvarpinu. Það er aldrei sagt að þetta sé staðarútvarpið en ég bara veit sannleikann í þessu máli. Mig minnir að það hafi komið á óvart.
Við göngum svo niður einn stallinn og erum komin að lítilli búð þar sem litlir krakkar eru að kaupa nammi. Þau eru mjög ánægð og það gerir mig mjög ánægðan . Ég sé samt ekki framan í neinn þeirra en samt snúa þeir á móti mér. Við tölum um eitthvað en ég held að ég hafi aldrei skilið hvað var sagt þarna. Allt í einu komum við að löngum bás uppi við byggingu sem var ekki bygging en gæti þó verið kaupfélagið heima. Þar er stór hola í borðinu fyllt af nammi, hlaupi að mestu leyti. Maðurinn bak við borðið er með stóra ausu og gefur krökkum rausnarlega úr holunni en þau lofa að borga seinna. Stundum gefur hann þeim líka stóra kringlótta steina, svarta og hvíta skipta með miðjunni og með öldulaga línu í gegnum miðjuna. Ég kannst eitthvað við þetta þá en veit núna. Konan sem var með mér fer að útskýra af hverju nammið og af hverju steinarnir en ég man ekkert. Ég sest upp á borð við vegg nálægt en samt er ég á jörðinni hallandi að veggnum í næstu andrá. Mér líður vel í augnablikinu. Konan sem ég hafði verið að tala við sest við hliðina á mér. Við horfum á fjöllinn. Ég er að hugsa hvað mig langar til að búa hérna á svona friðsælum stað og ætla að fara að segja dálítið við konuna. Hún er þá allt í einu Harpa frænka mín.
Mér bregður samt ekkert enda er þetta alveg eðlilegt fyrir mér. Skyndilega segir hún við mig “Maður fer til Akureyrar til að lifa” En þá bæti ég skyndilega við “En til Borgarness til að deyja”, hún jánkar. Þetta er það eina sem ég man eftir orðrétt og tel mig skilja. Við erum skyndilega í húsi búið til úr hlöðnu grjóti og timbri. Það er ríkmannlegt og stór arinn afmarkar stofuna. Við erum allt í einu inni i eldhúsinu en þar opna ég frystinn og lít inn. Hann er troðfullur af mat og ég skil það. Allt sem ég hef séð er skiljanlegt. Mamma segir skyndilega við mig að okkar frystir er stundum svona þegar við kaupum heilan lambsskrokk og þá man ég skyndilega eftir því.



*flash*
Það er maður sem ég veit ekkert hver er , hávaxinn, ljóshærður með skeggbrodda stundum en annars nánast barn sem er með blöðru. Hann drepur alla.
*flash*

ég fer inn í stofu en þá er maður, hávaxinn, ljóshærður með skeggbrodda stundum en annars nánast barn. Barn eða ekki hann er alltaf með blöðru, hann drepur
alla

*flash*
Kjarnorkusprenging
*flash*

Allt orðið eins og var. Ég veit hvað ég verð að gera, hann má alls ekki snerta borðið því þá deyja allir. Ég labba á móti honum, allir eru lifandi. Hann er með raksápu framan í sér og fer að skjálfa. Ég stekk á hann. Fólk horfir skelfingu lostið á mig hrista hann til. Við erum dregnir út og mér tekst að rífa af honum helíumblöðruna. Hún flýtur til himins rólega og ég sé á eftir henni vitandi þess að heiminum er bjargað eða það held ég allavega. Skyndilega veit ég að allir þarna hata mig. Pabbi Ævars horfir á mig með mikilli vanþökk og gengur inn í húsið. Núna erum bara ég og uppáhalds frændi minn þarna úti, hann er að grilla. Grillið er mjög stórt , lokið eins og hálf tunna, og mikið af kolum í því. Mér líður vel en uppáhalds frændi minn horfir vinalegum augum á mig. Ég geng upp að grillinu og hann dettur á mig óvart. Ég rekst á grindina á grillinu og fer að brenna. Smá stund líður áður en ég bendi honum á þetta. “Ég veit” segir hann meðan ég held áfram að brenna. Ég horfi á hann og hann er brosandi framan í mig, ekki neinu brjálæðisbrosi heldur bara svipuðu og áðan. Ég er búinn að fá nóg. Ég teygi mig í grillið og tek upp rauðglóandi kolamola á stærð við lokaðan hnefa.. Ég hendi honum í flíspeysuna sem hann er búinn að vera í síðan ég teygði mig í kolin og leit af honum í hálfa sekúndu. Hann dregur sig til baka og gat myndast í peysunni og glæringar fara að berast um hana. Ég hendi tveim eða þrem í viðbót og hann er í mjög litlu björtu báli. Eldurinn leikur um hann en þó aldrei meira en einn sentímetra frá honum. Glóðin deyr út og ég horfi á frænda minn í hryllingi. Hann er með brunninn föt yfir sig allan meira að segja höfuðið þar sem hann hafði ekki verið í neinu fyrr. Ég sé brunnið hold undir því öllu. Ég vara hann við því að taka peysuna sem hylur höfuðið, segi honum að hann muni rífa skinnið af sér. Hann horfir á mig dauðum augum sem hvessast þegar hann rífur af sér peysuna, og hálf hvíslar “Er það ekki greinilegt” ég horfi á hann í 4 sek. Hann er þakinn þunnu lagi af hálf glærum hvítum viðbjóði og húðin hefur öll hlaupið til. Ég finn til allstaðar en samt ekki.
Ég vakna.