Laxerolía: hættulegt út í kaffið
Ég kom snemma heim úr skólanum. Fjórir kennarar veikir og þeir kenndu mér allir í dag, síðustu sex tímunum. Tilvijun? Nei, varla. Nördinn í bekknum, ekki ég heldur hinn fékk þá frábæru hugmynd að næla sér í laxerolíu og setja það í kaffið. Sniðugt þó að ég segi sálf frá. Meira segja mjög áhrifaríkt því að þessir sömu kennarar þurftu að fara snemma úr skólanum í gær.
Jæja, svo eina ferðina enn rölti ég þessa hundleiðinlegu leið úr skólanum og spái í því hvort það væri möguleiki á því að svín gætu flogið. Nei, varla þeir þróuðust í aðra átt. Væri samt gaman að veiða þá. En í þessum heimi er ekki hægt að sjá svín fljúga, nema með hjálp skrapatóla sem menga heiminn og eyða ósonlaginu. Sé mitt forljóta hús nálgast. Úps. Fatta allt í einu að ég er ekki með lykil svo nú hefst víst leitin af aukalyklinum sem gæti verið í fremsta hólfinu á skólatöskunni, á botninum á skólatöskunni, í vara pennaveskinu eða undir mottunni. Mamma lét gera heila tuttugu lykla fyrir mig til þess að nota gegnum árið. Er meistari í að týna þeim. Finn loksins lykilinn undir mottunni, vei, fyrsti staðurinn sem ég leita og ég finn hann. Hlýtur að vera met! Það er snjór úti svo að ég er vafin inn í hvað sem er sem mamma fann í morgun. Flíspeysu, ullarpeysu, dúnúlpu, snjóbuxum, sokkum, ullarsokkum og múmbútsum. Það tekur tíma að klæða sig út úr þessu dralsi og setja það á sinn stað. Rölta inn í eldhús og opna ísskápinn. Viti menn! Það er til ostur, og það er til útrunnið jógúrt og eldgamall grjónagrautur. Tómur réttara sagt. Fyrir utan nokkrar myglaðar kartöflur og þetta sem ég sagði áðan, já. Leita inn í skáp og sé að það er til SwissMiss, ekkert venjulegt heldur Marshmallows Love. Ógeð. Sýð vatn. Kíki svo inn í hinn skápinn og finn vanilludropa. Það er leyndarmálið bak við SwissMiss svo að það bragðist ekki eins og slef. Ég setti líka vanilluduft. Hef ekki prufað það. Setti eitthvað af þessu ógeðslega dufti oní bolla og helli svo heitu vatni út í. Þegar ég er búin að kyngja fyrsta sopanum sé ég allt snúast í kringum mig. Vonandi hefur þetta ekki verið neitt ólöglegt sem ég setti í kakóið. Hugsa allt í einu með mér hversu mikið ég gæti grætt á því að selja þetta sem Hamingjumeðal. Ég sé að allt er hætt að snúast í kringum mig. Það hlýtur að hafa verið eitthvað í þessu ógeði! Ég trúi ekki öðru. Svo er nú stóra spurningin: Hvar er ég? Æi, það hlýtur að hafa liðið yfir mig, skiptir ekki máli, fæ þá bara frí á morgun úr skóla. Nei varla, ef það hefði liðið yfir mig væri ég ekki undir pálmatrjám við vatn þar sem einhver maður var að ganga á. Varla er þetta Jesú? Góð spurning, hann gat jú labbað á skýjum, vötnum, lofti og öllu. Greyið kallinn, var krossfestur ungur og óreyndur, ekki eins og það komi mér við. ´Það var ekki eins og hann vildi láta karlrembur semja biblíuna. Hann boðaði allt annað en það sem Biblían boðar. Tek allt í einu annan sopa. Allt hringsnýst um mig og ég er komin aftur inn í eldhús. Er núna allt í einu komin með þvílíka magakveisu og skýst á klóið með þvílíkan niðurgang. Það var víst ég sem hafði geymt laxerolíuna. Setti það í vanilludropaglasið til að það mundi virðast saklaust. En það var samt ekki mín hugmynd.
Ath, þetta er ekki sönn saga Fantasia
7.desember 2003
Reykjvík,Ísland Jörðin,Vetrarbrautin Alheimurinn