….Maðurinn labbaði niður Laugarveginn í sínum gráa jakka, rifnu buxum og tók upp hans einu eign, veskið sem faðir hans gaf honum á dánarbeðinu. Hann opnaði það og leit á mynd af smástelpu, dóttur hans Margréti, sem býr nú hjá móður sinni og “nýja” pabbanum. Það var 23. desember árið 1998 og allt var hvítt af snjó. Fólkinu sem átti heimili fannst það magnað og skemmtilegt, en rónunum, þeim sem ekki áttu heimili, fannst það skelfilegt. Þessi kuldi var agalegur og jafnvel lífshættulegur. Róninn, Halldór, sá litla stelpu leika sér í snjónum og fór að hugsa um það þegar hann og Kristín kona hans voru nýbúin að eignast Margréti, og voru ástfangin upp yfir haus. Hann man svo vel eftir því þegar þau dreymdi um að fara með Margréti til útlanda, helst til Austurríkis á skíði og kenna henni margt í þeim dúr. En auðvitað urðu þeir draumar ekki að neinu, nú er það Ingólfur, “nýji” pabbinn sem fær að fara með mæðgurnar til útlanda, og kenna dóttur Halldórs á skíði. Halldór varð reiður við tilhugsunina, og langaði til að kyrkja Hr. Ingólf a.k.a. “Ég-Er-Fullkominn” en þá man hann eftir nálgunarbanninu sem hann fékk eftir mannránsmálið.
Eitt kvöld í Janúar árið 1998 “rændi” Halldór dóttur sinni, og fór með hana út á land, nánar tiltekið til Blöndós og ætlaði að hefja nýtt líf, en innan viku fannst hann og var settur í steininn í 6. mánuði. Kristín vildi auðvitað ekki að hann væri inn, því hún elskaði hann ennþá, og skildi hann. En það var Ingólfur sem fékk nálgunarbannið á hann og lét henda honum inn. “Sveitt'attan” hugsaði hann og gekk að Hlemmi þar sem Búi og “Mega maxdor fævþásönd” einnig nefndur Gunni sátu. Hann heilsaði þeim og sast hjá þeim, þeir buðu honum “sjúss” en hann neitaði, sagðist ekki drekka yfir hátíðirnar. Gunni sagðist vera kominn með hugmynd að nýju lagi, það ætti að heita “Kommon to the fæv ó pí” og myndi rokka útum allt Ísland, þá kæmist hann kannski útúr þessari helvítis fátækt, eða svo sagði hann allavega.
Kvöld kom og gengu þeir félagar niður í athvarf og fengu þar heita súpu og brauð með. Bergur, kokkurinn og maðurinn sem lánaði Halldóri oft pening þegar hart var í búi, kom inn og ræddi við Halldór. Hann var með smá tillögu sem hann þurfti að bera undir Halldór. “Halldór,” sagði hann “Ég ætla ekki að leyfa þér að eyða jólunum á götuni!” hann dæsti og sagði svo “..værir þú til í að vinna hérna í athvarfinu fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 18:00 til 22:00 og í staðinn gef ég þér gestaherbergið heima hjá mér og frítt fæði?” Halldór hunsaði hann í smástund, og lét sér fátt um finnast, fékk sér smá brauð en sagði svo “Já, það væri yndislegt”
Halldór tók beið til lokunar athvarfsins og hugsaði um Margréti, síðan gekk hann með Bergi heim, þeir töluðu um daginn og veginn, en komu loks að húsi Bergs. Bergur var frekar auðugur maður, fékk gommu af pening þegar faðir hans dó, og elskaði að hjálpa þeim sem áttu fátt sem ekki neitt. Bergur gekk inn, bauð Halldóri inn og sagði “..Halldór, ég held að þetta sé upphafið af dásamlegri vináttu..”
Takk fyrir mig.
Kv,
<a href="http://www.hrannarm.tk">HrannarM</a>.