Hún stóð uppi á fjórtán hæða húsi og starði á himininn. Grandskoðaði hverja einustu stjörnu og þær voru margar. Fallegar. Stóðu saman svo þétt, eins og þær voru að byggja varnarvegg fyrir einhverju hræðilegu. Eins og þær væru að vernda jörðina.
Hún sveiflaði síðum leðurjakkanum og tók upp sverðið. Hún fann að hann var fyrir aftan hana. Hún sneri sér við og þá var hann þar, uppábúinn í leðurbuxum, leðurjakka með sítt dökkt hár og langt, kraftmikið sverð. Trúlega betra en hennar. Hann sveiflaði því og hún byrjaði að sveifla sínu. Þau nálguðust hvort annað. Störðu í augu hvors annars. Full löngunum. Löngunum til hefnda. Löngunum til ásta.
Áður en þau vissu af voru sverðin á jörðinni og þau voru í faðmlögum. Eldheitar varir þeirra snertust og eftir aðeins nokkra stund elskuðust þau undir bláköldum stjörnuhimninum. Þau titruðu af kulda en reyndu að halda á hvor öðru hita með heitri ástinni sem þau höfðu á hvor öðru. Ástin sem gat unnið allt.
Nóttin leið og þau sögðu ekki orð. Þau vildu hlífa hvor öðru fyrir hatrinu sem fylgdi öllum orðum. Þegar þau töluðu voru þau of harðorð. Særðu hvort annað og nú vildu þau að þessi stund og þessi tilfinning entist sem lengst. Þessi stundar friðatilfinning. Hún var nauðsynleg á stundum. Bráðnauðsynleg. Það sem er liðið er fortíðin. Henni bar að gleyma.
Þau vöknuðu í örmum hvors annars. Tóku fötin sín saman og gengu í sitt hvora áttina. Fóru í jakkana sína og stukku af þakinu. Hún lenti á götunni í öngþveiti. Bílaumferð. Blákaldur raunveruleikinn. Hún gekk meðfram gangstéttinni og horfði á hverja einustu manneskju þeytast framhjá sér. Stræti borgarinnar voru öll eins, allt fólkið var eins. Allir á þönum. Hún veifaði til leigubíls og settist inn í hann. Gráhærður maður í rauðbrúnni skyrtu leit til hennar og spurði hana með augunum hvert hún vildi fara. Hún horfði í augu hans, leitaði og leitaði að orðunum sem hann byrgði. Að lokum byrjaði hann að keyra. Hann keyrði klukkustundum saman og svo byrjaði að myrkva. Hann keyrði í gegnum borgir og eyðimerkur. Dagarnir liðu og hann stansaði stundum til að fá sér að borða. Hann svaf stundum og þá byrjaði hún að keyra fyrir hann. Hún borðaði aldrei og svaf aldrei. Það var ekki í þurfahring hennar. Hún bara lifði. Hún var öðruvísi en þessar manneskjur sem hún umgengdist á degi hverjum. Það var aðeins einn sem var eins og hún, svo hún vissi. Hann. Elskandi hennar.
Leigubílsstjórinn stansaði og opnaði hurðina fyrir henni. Hún gekk út og sá fyrir sér stóra, dökka höll. Það var kvöld og alls staðar í kringum þessa höll voru niðurnídd tré án laufa. Dauð. Hún sá leigubílinn keyra í burtu. Hún gekk að höllinni og sá fyrir sér bankara. Bankara með tígrisdýri á. Hún tók í hann og sló honum fast þrisvar sinnum. Beið en enginn opnaði. Eftir nokkra stund opnuðust dyrnar. Enginn var þar. Hún gekk inn og leit í kringum sig. Ríkuleg húsgögn og stórmannleg. Á veggjunum stóðu sverð. Vel smíðuð. Hér bjó hann. Stríðstónlist byrjaði að hljóma hátt. Hún horfði upp í hátt loftið. Gekk í hringi. Dansaði nánast. Svo settist hún í grænan þægindastól inni í gríðarstórri stofunni. Klukkustundir liðu og hún bara sat þarna. Horfði í kringum sig. Allt var svo stórt og svo fallegt. Stríðstónlistin ómaði í eyrum hennar. Hún lokaði augunum og naut augnabliksins. Svo heyrði hún hann nálgast sig. Hann strauk á henni lærin. Hún þorði ekki að opna augunum. Hann kyssti hana. Hún opnaði augun og þau horfðust í augu. Losti skein úr augum þeirra. Engin orð. Hún elti hann í gegnum höllina. Hún horfði á hann. Öll einstöku málverkin á veggjunum voru einskis verð þegar hún gat horft á hann. Síður leðurjakkinn hans sveiflaðist fyrir framan hana.
Loks stansaði hann fyrir framan brúna tréhurð skreytta höfuðkúpum. Hún óttaðist þessa hurð en hafði vitað í mörg ár að einn daginn átti hún eftir að fara þarna inn. Hann fór með þulu og hurðin opnaðist. Hann leiddi hana svo inn og benti henni að fara úr öllum fötunum og setjast í stól sem var á miðju gólfinu. Þarna sat hún kviknakin og berskjölduð fyrir framan hann. Hann batt hana við stólinn og áður en hún vissi af var hann farinn að dáleiða hana. Hann fór með allskyns bænir og þulur. Hún starði á kross sem hann sveiflaði í kringum augu hennar. Svo skar hann sig á púls með krossinum og leyfði blóðinu að leka á líkama hennar. Hún vissi ekkert hvað var að gerast lengur og fann hve dofin hún var. Hún gat ekki hreyft sig. Hún starði bara fyrir framan sig og gat ekkert gert. Ekki einu sinni talað.
Hún vaknaði útsofin í mjúku rúmi. Hún var hrein í svörtum silkináttkjól. Því var lokið. Hún var orðin manneskja, hún var venjuleg. Nú gat hún gengið á gangstéttum borgarinnar og látið eins og hún væri of sein einhvert. Nú gat hún borðað. Nú gat hún sofið. Nú gat hún brosað. Nú gat hún grátið. Nú gat hún gert allt sem hún hafði þráð svo lengi. Loksins.