Dagur 1
Ég vakna eftir væran svefn það heltekur mig eitthvað mjög skrítið ég næ varla andanum og ljósið er að blinda mig hvað er þetta hvíta fólk að gera við skottið á mér “ÁÁÁÁ” það tók það af mér ég fer að gráta
Dagur 2
Hvað er þetta hummm… enn ef ég toga svolítið með fálmunum mínum VÁÁÁ þetta kemur nær (ég toga eins fast og ég get) “ÁÁÁÁ” það rennur allt á hausinn á mér af borðinu og ég fer að gráta
Dagur 3
Nú veit ég allt í veröldinni ég er að fara í skólann sagði mamma hún sagði að ég mundi hitta fult af krökkum og það væri mjög gaman enn þegar ég kem í skólan var þarna einhver stór strákur sem sagði að Jólasveininn væri bara plat, ég sagði að hann væri að ljúga en þegar ég kom heim sagði mamma að það væri alveg satt, ég grét
Dagur 4
Ég er að fara að velja einhverjar greinar í skólanum. Æ ég skil ekki af hverju ég er eiginlega ennþá í honum ég get alveg farið bara að vinna. En það er nú samt ágæt að vera í honum til dæmis í dag rakst ég á spottu (nothing personal just useing your name) hún sagðist ætla í bíó með mér í kvöld ég hlakka ótrúlega til en kvíði samt. En hvað haldið þið hún var bara að segja mér að við ættum að vera vinir því hún væri kominn með strák, ég fór heim og grét
Dagur 5
Í dag er ég að flytja inn. Þetta er æðislegt ég er að fara að búa loksins. Ég og eiríkur (nothing personal just messing your name) ætlum að búa í þessar þvílíku íbúð þangað til við eigum efni á betra… heyrðu bíddu síminn er að hringja… Jæja þetta var úr vinnunni þeir sögðu að ég legði ekki nógu hart að mér og það væri annar betur fallinn í vinnuna … hann heitir eiríkur. Úff ég fór inní herbergi með reikninganna og grét
Dagur 6
Nú er ég á grænni grein komin með fastan samning næstu 3 árin hjá Íslandssíma, konu og krakka gott húsnæði og flottan bíl, nú verða allir dagar næstu 3 árinin alveg eins. Nema: það var að koma fax frá kaupþing um að rekstur á Nýherja hefði fallið og ég hefði verið að tapa stórum pengingum. Konan fer að rífast um að ég hefði nú aldrei átt að setja pening í þetta og hafi alltaf verið á móti þessu, ég verð fúll og pirraður og krakkinn leiður og endar með því að allir eru grátandi í sínu horni
Dagur 7
Ahh morgunstund gefur gull í mund ég fer framúr og fæ mér kaffi svo kemur blaðburðar strákurinn með blaðið rétt bráðum … ég er búin með morgunsullið og drengurinn ekki enn kominn suss jæja loksins kemur bleðillinn ég fletti blaðinu fljót í gengn og dríf mig í sund kem stundarfjórðungi eftir að það opnar og kem mér ofaní og fer og hitti hina mennina svo gortar hver af því hvað hann var langt á undan mér í laugina búin að lesa blaðið og allt ég læt það ekki á mig fá og þegar ég kem heim úr vinnunni hringi ég í þessa blaðastarfsemi og kvarta ég fer nú (strax eftir fréttir) pirraður og þreyttur í háttinn.
Dagur 8
…..
Eftirmáli
ef þú lendir ekki í þessu yfir ævina í eitthvert skipti eða þessu líku skaltu vera ánægð(ur) með gott líf
Love, Peace, Empathy
Tannbursti