Það var líklegast nótt, allavega var almyrkvað úti. Skuggar trjánna voru ógnvekjandi í skímuni sem gul og gömul ljósastaursperan gaf frá sér.
Hann þaut hjá á ógnarlegri ferð, skildi slóðina eftir sig í grenjandi rigningunni og myrkrinu. Þetta var hljóðlegasti ferðamátinn sem hann gat velið sér á þessum tíma, undir þessu kringumstæðum. Þeir voru einhverstaðar á eftir honum, eða sitjandi fyrir honum í myrkrinu. Hann skynjaði bræði þeirra, allt hafði leikið í lyndi uns hann hafði fengið þá snilldar hugmynd að svíkja þá, tilviljunin að rekast á þá hér. En þeir hafa vafalaust verið að leita að honum síðasliðin fimm ár, eða allt frá því að þeir losnuðu úr grjótinu, og nú komu þeir á eftir honum. En hann ætlaði ekki að láta það gerast, næðu þeir honum byði hans eflaust bráður bani.


En þetta var besti staðurinn til að leynast, hann gjörþekkti ekki Skóginn en vissi þó hvar bestu staðina til að leynast væri að finna. Grétar heyrði hróp og köll þeirra í fjarska, greynilega höfðu þeir ráðið sér aðstoðarmenn, lofað þeim hlut í góssinu. En hann var þó vel vopnaður, hann gæfi féð ekki af hendi mótspyrnulaust. Hann beygði af aðalveginum inn á einhverja göngustíga-inn í myrkviði Skógarinns. Hann nam staðar, heyrði þá þjóta frammhjá. Gott gott hugsaði hann. Og hélt í Skóginn. Hann gæti notast við gamlar og yfirgefnar herstöðvar, en þær voru líklegast fullar af dópistum og heimilislausum drykkjusjæuklingum. Þar sem Grétar vildi eingin vandræði-strax-væri best að halda sig í hlé.
Hann fann sér góðan stað, langt frá aðalvegum Skógarinns. Viðar, Grímur stóri og þeirra liðsmenn myndu hugsanlega leita hans þarna, en hann gat þó setið fyrir þeim og tekin nokkra þeirra áður en hann myndi sjálfur deyja.
En hann var ekki fyr búinn að gera sig heimkominn fyrr en hann heyrði þrusk. Lágt og fagmannlegt ef einhver vildi koma aftan að einhverjum. ,,Þeir eru fagmenn þessir” sagði hann í hálfum hljóðum, reis upp úr bæli sínu og var öllu viðbúinn. Þruskið heyrðist aftur en hærra í þetta skiptið. Hann heyrði lágt blót og faldi sig við leiðina sem hann bjóst við að boðflennan kæmi. Hljóðlega dró hann skammbyssuna upp úr pússi sínu og skrúfaði hljóðdeyfinn á hana. Einhver kom. Boðflennan var svo nálægt honum að hann gat fundið dauninn af ódýrum rakspíranum. Varlega miðaði Grétar skammbyssunni að höfði boðflennunnar og hleypti af en greip þá dáinn manninn áður en hann dytti í jörðina, lagði hann varlega niður í útjaðri þarna nálægt. Hann tók varaskammbyssu með hljóðdeifi og festi hana bak við tré með límbandi. Gæti komið sér vel ef hann glataði sinni eða þyrfti að flýja fljótt. ,,Það væri best að koma sér, þeir gætu verið fleiri.” Það tók að hvessa. ,,Frábært, rigning rok og algert myrkur hugsaði Grétar með sér.


Hann tók night vision gleraugu úr vasa sínum og læddist hljóðlega um, í leit að félaga dauða mannsins ef það væri þá nokkur. Greinarnar sveifluðust, óeðlilega grænar, famm fyrir night vision gleraugunum. En eitthvað var þarna í fjarska. Hann greindi hreyfingu þarna lengst, ekki mikla en nógu mikla fyrir hann. Eitthvað dökkt sem ógreinilega bylgjaðist til milli grænna greinanna. Grétar miðaði byssunni á óþekkta manninn og læddist í áttt að honum. Fingurinn tilbúinn á gikknum, ef eitthvað skildi gerast. En hreifingin hætti. Allt varð stopp og það var komið logn.
,,velkominn” hvæsti eitruð rödd í vinstra eyra Grétars. Vegna sjálfvirkra viðbragðna sneri hann sér snöggt við og hleypti af… síðan varð allt hvítt og að lokum svart.


Grétar var ekki viss hvar hann var þegar hann rankaði úr rotinu, en hann var einhversstaðar inni, sennilega djúpt niðri í jörðinni. Ljós kviknaði. Hann var í litlu herbergi og einar dyr á veggnum beint á móti honum. Með ógurlegu ískri opnuðust þær og inn gengu Viðar og Grímur stóri. ,,Velkominn” endurtók Viðar sig, sama hvæsandi röddin. Svipur hans lísti einstakri ánægju, loksins hafði hann náð valdi á sínum fyrrverandi vini en núverandi höfuðandstæðingi. ,,Vertu ekkert að hafa fyrir því að koma þér fyrir, þú verðu kanski ekki nógu lengi á lífi til þess. En það fer náttúrulega eftir því hvenær þú segir okkur hvað þú gerðir við peningana”

,,Hvernig veit ég að þið skjótið mig ekki þegar ég hef sagt ykkur það” spurði Grétar og gekk ógnandi að Viðari.
,,Ekki nær” skipaði Viðar. Hvar eru peningarnir?
Grétar hreyfði sig ekki.
,,Við höfum ýmsar aðferðir til að fá þær upplýsingar sem við viljum” sagði Grímur stóri og opnaði ískrandi dyrnar, grímuklæddur maður, líklegar málaliði gekk inn og ýtti á undan sér borði á hjólum með hvítum dúk yfir. Hann gekk út en skildi borðið eftir. Grímur stóri svipti hvíta dúknum af borðinu og við blasti allskyns blóðug pyntingartól.
,,Ég skal sýna ykkur hvar” sagði Grétar. Sem stendu væri skynsamlegast að hlýða.
,,Góður strákur hvæsti Viðar”


Nú vissi Grétrar hvar þeir voru, í gömlu herbirgi sem Gestapo hafði reist þegar stríðið stóð sem hæst. Hann leiddi þá að staðnum sem þeir höfðu fundið hann. Og það var eins og hann hélt. Þeir höfðu ekki fundið skammbyssuna sem límt var við tréð.
,,Ég gróf þá hérna galaði hann og benti á stað sem var bak við skammbyssutréð.”
Þeir kostuðu til hans skóflu. Hann tók við henni og byrjaði að grafa. En með vinstri hendi þreif hann í byssuna og stökk milli trjáa, byssukúlur tættu trjáberki að baki honum. Hann sneri sér við, skaut til baka og sá viðinn flýsast í allar áttir þegar kúlur hans og hinna lentu á trjám. En milli flýsanna sá hann rauðan úða lita jörðina og Viðar féll framm fyrir sig með angistarhveinum. Ekki veit hann hvað varð um Grímur en hann heyrði skothvellina og féll trjáflísar framan í sig á flóttanum. Að lokum komst hann að hjólinu og þeysti í burtu. Úr fjarksa mátti heyra brjálæðiosöskur Gríms stóra. En þetta var búið, Grétar var sloppinn.