Ég loka augunum og finn fyrir því þegar svalur vindurinn strýkur mér um vangann eins og svo oft áður en nú er margt búið að breytast, ég hef ekkert að lifa fyrir, ég hef misst allt sem ég get hugsað mér að elska.

Er dauðinn hið rétta svar við spurningu minni um það hvort það sé eðlilegt að finnast ekki hafa ástæðu til að lifa, ég bíst ekki við því að neinn skilji huga minn sem hann er, það er allt svo gífurlega ruglingslegt og mig langar einungis að elska en sem mér finnst þá er það enginn hér, allir eru farnir frá mér á einn veg eða annan, ég hélt ég væri elskuð en hafði svo stórkostlega rangt fyrir mér.

Ég hef grátið það sem ég hélt ég ætti og það er ekki hægt að gráta lengur því augun eru þurrausin, ég hef ekki ástæðu í raun til að lifa.

Vindurinn strýkur mér sem hann vilji hughreysta mig þegar ég stend á brún þess hvað ég hef hugsað mér að gera í lífi mínu hvort ég eigi að gefa lífinu eitt tækifæri enn eða hvort ég eigi að enda það hér og nú.

Hví er lífið eins flókið sem og það nú er, ég skil ekki hvað lífið á það með að taka af mér allt sem ég raunverulega elska og þrái, það er sem ég eigi ekki að líða vel.

Sálin er svo þreytt, svo lúin ég er ung kona í blóma lífsins er mér sagt en þó líður mér sem ég sé mun eldri því að ekki er alltaf hægt að dæma aldurinn af árunum, mér finnst sem ég hafi lifað í marga hundraði ára en mér er sagt að það gangi ekki upp því að ég hafði fæðst í mars á því herrans ári 1985, það gerir mig 18 vetra.

Þegar maður hefur misst allt er þá einhver ástæða til að raunverulega lifa? Er ástæða til að berjast við það að halda sér á lífi þegar maður hefur ekkert til að hlakka til, elska, sakna eða gráta yfir, þegar hjartað virðirst svo gífurlega innan tómt.

Það er sem mér sé ástin og það að vera elskuð ekki ætlað því að mér finnst oft sem ég sé að berjast við skuggana, við draugana mína, minningar frá því að ég var barn og þegar það var eyðilagt allt sem heitir að treysta í mér þegar ég var andlega brotin niður, tíminn virðist ekki ætla fara mjúkum höndum um mig.



Ég finn fyrir vindinum á öðrum stað, þess fegin að hafa gefið mér nýtt tækifæri því að nú hef ég mann að elska og lifi nýju lífi, það vex innan með mér nýtt lítið líf sem ég veit að ég mun geta elskað, hvernig ég fór að því að finna það sem ég leita að veit ég ekki og skil ekki en það virtist alltaf vera eitthvað til að sjá til þessa að ég færi mér ekki á voða og þegar ég sá þennan mann var ég viss um að hann gæti ég ekki elskað, en tíminn leiddi það í ljós að stundum er ekki hægt að láta allt fara eftir fyrstu tilfinningu.

Ég þakka þér vindur fyrir það að hafa snúið huga mínum að lífinu því þú virðist alltaf hafa svörin, þú hefur verið hér svo lengi og þekkir allar sögur af öllu sem gerist, gættu þeirra sem ég elska og gættu allra sem og þú hefur gætt mín og snúið huga mínum…

————–
Skrifað því að mér hefur oft fundist vindurinn vera eini vinur minn, þetta er ég nema ég hef eina ástæðu til að vera hérna enn, litla mannveru sem er systir mín :o)