Blóð þeirra beggja snertist. Það féll í kristalstært vatnið. Varir þeirra snertust. Þeim leið alltaf vel þegar þau gerðu eitthvað óvenjulegt saman. Þau létu sig falla í vatnið. Síða svarta hárið hennar bleyttist og blandaðist rauðu blóði. Hann reif bút úr skyrtu sinni og batt um sárið hennar. Hún gerði hið sama við hann. Reif úr hvíta kjólnum sínum. Þau syntu í köldu vatninu saman. Það var kalt. Þeim var sama. Þau voru saman og þau yrðu að eilífu saman. Tíminn leið of fljótt, bláköld nóttin bar að garði. Þau syntu upp úr vatninu, föðmuðust til að halda á sér hita, gengu í hvíta blæjubílinn og lögðust í aftursætið. Sofnuðu brátt í örmum hvors annars.
Sólin skein í augun á þeim. Þau vöknuðu, hamingjusöm. Alltaf saman. Þau voru ein, frjáls og gátu gert hvað sem þeim líkaði, hvað sem þau vildu. Hann gaf bílnum bensín og þau þutu af stað. Hún sat í framsætinu við hliðina á honum. Hún horfði á hann og tók eftir hverju einasta smáatriði á líkama hans. Hún hafði gert það oft. Starað á hann. Hún tók upp teikniblokk og blýant og byrjaði að teikna hann. Teiknaði hans fullkomna nef, fullkomna höfuðlagið og fullkomnu augun. Það var næstum ómögulegt. Hann reyndi oftar en einu sinni að reyna sjá teikningarnar en fékk það aldrei. Blað eftir blað fauk út um rúðuna. Tímunum saman, teikningu eftir teikningu… þetta bros. Þetta fallega bros sem hafði kætt hana oftar en einu sinni. Ómögulegt að teikna það.
Skyndilega fór hrollur um hana. Hvað hafði hún gert? Slóð af blöðum láu tugi kílómetra! Þeir gætu rakið slóðina, fundið þau! Hún sagði honum. Hann leit á hana, fylltist ótta, sneri skynilega til hægri á hina akreinina. Bíll nálgaðist, hann hafði enga stjórn á bílnum. Það var aðeins eitt sem beið þeirra. Hún dró djúpt andann og lokaði augunum. Bíllinn sem var á móti þeim flautaði og flautaði en það var ekkert sem þau gátu gert. Engu gæti verið breytt. Gífurlegur þrýstingur kom á þau bæði þar sem bíllinn stansaði snögglega. Þau skutust út um framrúðuna og á götuna.
Snöggur andardráttur, hún vaknaði eftir nokkra mínútna meðvitundarleysi. Leit í kringum sig, titraði. Hún fann fyrir heiftarlegum höfuverk og strauk höfuðið. Henni blæddi alls staðar. Hún sá hann. Liggjandi á götunni, hreyfingarlaus. Hún kraup fyrir framan hann og reyndi að finna hjartslátt. Enginn. Fékk sting í hjartað. Hún tók upp hníf og skar laust á handlegginn sinn og hans. Lét þá saman. Raulaði: „Til helvítis má heimurinn fara, ef ég og hann fáum ekki bara, að lifa saman að eilífu, að deyja saman einu sinni.“
Hún vaknaði við hliðina á honum, hann var ennþá heitur en ekki eins heitur og venjulega. Tveir lögreglumenn gengu í áttina til hennar. Hún fylltist ótta og kyssti hann á ennið og hljóp eins hratt og hún gat en mennirnir hlupu á eftir henni. Hún notaði þann litla kraft sem hinn æðri máttur gaf henni, hljóp og hljóp og hljóp. Þeir voru fljótari, að lokum féll hún niður í götuna og mennirnir tóku um hana. Hún var hálf rænulaus en hélt augunum opnum. Einn maðurinn tók upp blað með mynd á. Bar hana saman við myndina. Kinkaði kolli. Hinn maðurinn tók um hendur hennar og slengdi á hana handjárnum. Leiddi hana svo að lögreglubílnum og henti henni í aftursætið. Hún sá sjúkrabíl keyra í burtu. Hann var farinn. Hennar eina ást var til dauða dæmd. Hún var ein, yfirgefin, það var aðeins eitt sem beið hennar. Gamli, rifni, appelsínuguli samfestingurinn.