Hún skelfur af kulda enda er alltaf mjög kalt á morgnana, sérstaklega klukkan hálfsjö. Hún rennir höndunum af gömlum vana í gegnum heygult hárið þrátt fyrir að kuldinn nísti í gegnum bein. Þá seilist höndin ofan í beige litaða veskið sem er í stíl við dragtina og sokkabuxurnar og skóna. Hendurnar draga titrandi upp sígarettu pakka. Það er ein eftir, sú síðasta í lífi hennar þó hún viti það ekki veit ég það. Hún kveikir í með eldspýtum sem hún fékk á skemmtistað fyrir cirka 5 tímum síðan, eftir tvær mínútur kemur strætóinn sem hún bíður eftir, sem guð bíður eftir, sem ég bíð eftir. Strætó númer 100 og sautján.
Strætóbílstjórinn
Skítug klukkan á barnum tifar hægt og rólega upp í 5 mínútur í sex. Maðurinn með bláa hattinn og bláa jakkann sem upphafsstafirnir S.V.R standa á, hjartameginn á vasanum bendir barþjóninum að fylla sjötta whyskí glasið. Baugarnir undir augunum gefa til kynna að hann hefur vakað lengi. Hann veit hvers vegna hann hefur vakað lengi og ég veit hvers vegna og ég ætla að segja ykkur hvers vegna hann hefur vakað svo lengi.
Fyrir tveim dögum rigndi mikið, það rignir alltaf á jarðarförum, þá er auðveldara að gráta. Maðurinn með bláu húfuna grét ekki þá en hann nú ber hann tár sín með stolti. Enda er sjötta whyskí glasið hálfnað og vinnan að fara að byrja. Hann skellir síðustu dropunum upp í sig, tekur bláa jakkann af barstólnum, veifar höndinni í kveðjuskyni í áttina að barþjóninum og sviftir upp hurðinni út. Klukkan tifar niður í tuttugu og 5 mínútur yfir 6.
-Sjö mínútur í fyrstu stöð fyrir mig hikstar maðurinn með bláa hattinn og reikar eilítið í spori þegar hann stígur upp í og ræsir strætisvagn númer 117.
!shamoa maaphukka!