Ég er ungur maður úr lítilli fjölskyldu, móðir mín er búin að ná því takmarki sem hún setti sér þegar hún var yngri og hún er búin að fá þann mann sem hún vill þótt hann sé nú ekki alveg mennskur og sá maður er faðir minn, ég líkist honum mikið en ekki það mikið þó að það sé hægt að segja það um mig að ég sé nú ekki alveg mennskur eins og fólk segir oft um hann föður minn.
Ég á eina systur sem er hamingjusamlega gift, á son sem er núna 10 ára og fósturdóttur sem er 15 ára það undarlega við þessa fjölskyldu hennar er það að þau eiga öll afmæli í janúar, undarlegt dæmi það.
Já ég er 20 ára núna og er þreyttur ungur maður, þreyttur á lífinu og því að verða alltaf fyrir einhverjum skakkaföllum, ég hef samt verið heppinn með það að ég hef aldrei lent í neinu gífurlega slæmu það er eins og það sé alltaf eitthvað sem passar mig og ég veit að það er tengt því að ég er alltaf með þessa leðuról sem móður minni var gefið þegar Vá systir mín fæddist, þessi litlu hlutur kemur af öðrum heimi en þeim sem ég bý í og hef alltaf búið í, það er undarlegt hvernig lífið er og villir fyrir sér.
Þessi 20 ár sem ég hef lifað þá hef ég prófað hitt og þetta, ég get líka sagt það að ég mun aldrei gera suma þessa hluti aftur, núna er ég 20 ára og ég var að fá að vita það í dag að ein góð vinkona mín er ólétt eftir mig, ég veit að það er enginn annar sem kemur til greina því að ég var hennar fyrsti ég veit að það var ekki neitt sérlega góð reynsla fyrir hana því að ég var drukkinn og vissi ekki neitt í minn haus, ég veit allt um þessa stelpu við erum búin að þekkjast síðan ég var 8 ára og hún var 6 ára, eða frá því að hún var í fyrsta bekk í sama skóla og ég, fyrstu kynni okkar voru þau að ég varði hana.
Askur og Embla, þetta er aldeilis undarlegt hvað sumt virðist eiga saman, ég var nefndur þessu nafni strax og ég fæddist það var því ekki spurning að gefa mér það nafn, mér er sagt að það hafi einungis einn staður komið til greina til að skíra mig það er sá sami staður og systir mín er fædd.
Ég hef verið að hugsa um það í allan dag hvað ég á að gera gagnvart þessu litla barni sem ég á mikið en þó ekkert í, ég veit ekki hvað Embla vill gera í þessu, ég veit bara að hún mun aldrei láta eyða þessu fóstri, það vel þekki ég hana Emblu mína, bestu vinkonu mína til margra ára, heillra 12 ára en hver er að telja, ég hefði aldrei átt að sofa hjá henni alls ekki þar sem ég veit ekki hverjar tilfinningar mínar eru gagnvart henni, hún er falleg og gáfuð stelpa og ég held að ég elski hana en ég hef aldrei sagt henni það en þó veit og og hef lengi vitað að hún er hrifin af mér og ástæða þess að ég veit þetta er sú að hún sagði mér það, hvers vegna virðist ég alltaf særa þá sem ég elska?
Ég særði Vá verulega fyrir nokkrum árum og um leið móður mína og föður, ég veit ekki hvað ég var að pæla en þau vita það núna að mér var í raun ekki sjálfrátt því að þetta var vegna þess að ég var að fikta við hitt og þetta á þessum tíma, þetta er tímabil sem ég skammast mín fyrir.
Nóttin okkar Emblu var fyrir nákvæmlega 2 mánuðum, viku og 3 dögum, hún átti einstaklega erfitt með að segja mér þetta enda var ég ekki auðveldur til að tala við, er alltaf á fullu að vinna en ég er búinn að vera að ná mér á réttan kjöl sem eiginlega gengur mjög vel þar sem ég er komin í góða vinnu hjá góðu fyrirtæki.
Embla draumadrottingin mín til seinustu ára, hún er með þetta glóandi rauðbrúna hár með gullnum blæ og skær grænu augun sem virðast lesa mann svo algerlega, hún er 173 sentímetrar á hæð svolítið þybbin en þó er það alls ekkert til að kvarta yfir það gerir hana bara fallegri, við eigum svo margt sameiginlegt en við erum líkt og andstæður í útliti, ég er eins og faðir minn móeygður og með móbrúnt hár og dökkur á hörund, ekki svona ljós eins og Embla sem er með svoldið af freknum á nefinu og fram á vangana, þetta er sko einstök stúlka sem ég kynntist svona ungur og hef held ég elskað frá því að ég var 16 ára og líkað vel við frá því að ég sá hana fyrst.
Hugsanir mínar voru allar í óreiðu þegar ég kom heim og settist í stólinn minn inni í stofu og skelli á því lagi sem ég hef verið með fyrir eyrunum frá því að ég var barn, sama lag og systir mín hefur alltaf dáð og dýrkað hlusta ég á þegar ég á eitthvað erftitt fyrir eða finnst ég þurfa að hugsa, það er nákvæmleg það sem ég þarf að gera núna, hvað á ég að gera gagnvart Emblu, gagnvart þessu litla barni sem ég þekki ekki neitt en ég hef grun um að ég muni elska alveg gífurlega því að ég elska móður þess.
Mig langar til þess að hitta hana Emblu, tala við hana en málið er bara það að ég veit ekki hvað ég hefði að segja, ég verð að vita hvað ég á að segja við hana áður en ég hitti hana, hvað ég á að segja í sambandi við barnið hennar, nei ekki bara hennar heldur okkar við eigum það saman hvað sem á gengur!
Er ég að gera mistök með því að vilja vera faðir þessa barns, nei það held ég svo sannarlega ekki, þetta barn á að eiga þann rétt á því að hafa föður sem elskar það og sá faðir skal verða ég því að ég vill svo sannarlega vera faðir þess en hvernig á ég að sannfæra Emblu um það?
Ég geng fram og aftur um íbúðina, malla mér eitthvað til að borða og skelli mér upp í rúm til að slappa aðeins af með sama lagið á repeat og ég hef ekki í hyggju að taka það af repeat næstu tímana, ekki fyrr en ég hef náð að átta mig á öllu því sem ég er að hugsa, öllu því sem er að gerast hjá mér og hvernig ég á að reyna að ná þessu öllu saman.
Næsta morgun vaknaði ég og fannst ég endanlega vera búinn að finna ráð á öllu, kannski að ég sé ekki það ólíkur mömmu og Vá, það virðist allt koma rétt saman í draumunum þegar maður slappar af sem best það hlýtur að vera í fjölskyldunni að ná að finna hlutina út í svefni, þannig hafa bæði Vá og mamma fengið nöfn á börnin sín.
Ég stekk inn í stofu, gríp tölvuna og byrja að leita að því sem mig dreymdi í nótt, ég sá heimili mitt í draumnum og nú skal ég svo sannarlega finna það, ég á reikning sem er einungis til þess að kaupa mér heimili þegar ég finn það heimili sem ég er raunverulega hrifinn af og ég veit það að foreldrar mínir hafa alltaf verið að passa upp á þennan eina reikning því að þau vilja að ég fái mér heimili og komi mér úr þessari litlu íbúð sem ég er í, þarna þetta er húsið hugsa ég með mér þegar ég sé þetta gífurlega fallega litla hús sem mér finnst bókstaflega kalla nafn mitt, ég hef samband við fasteignasalann sem segir mér að það eru ekki margir sem hafa áhuga á þessu húsi vegna forsögu þess en ég læt hann vita af því að ég hafi ekki áhyggjur af því og að ég vilji gjarnan sjá það með mínum eigin augum, hann bíður mér að koma og ná í lyklana til að skoða það því hann hefur margt annað að gera og er fullbókaður, ég samþykki það og 2 tímum seinna er ég að skoða þann stað sem ég finn að ég eigi heima á og hringi heim.
“Mamma” segi ég óðamála
“Askur hvað er að” segir hún að mér finnst með ótta í röddini.
“Það er ekkert að, vildi bara segja þér það að ég fann mér heimili”
“Er það eitthvað skárra en þessi íbúðarhola þín?” spyr hún með glettni í röddinni sem ég kannast vel við.
“Þér myndi líka vel við hana, það er eitthvað við þennan stað sem veldur því að mér líður alveg gífurlega vel”
“Það er gott að heyra vinur minn, ég bíst þá við að þú viljir ná í skottið á þessum reikning sem það hefur verið að spara inn á handa þér síðan á fæðingardaginn?”
“Já ég held að það myndi hjálpa” segi ég og veit það innra með mér að móðir mín hefur alltaf vitað hvað það er sem ég er að leita að.
“Askur, ég skal sjá um það fyrir þig en viltu bera henni Emblu kveðju mína, ég sá hana hérna um daginn inni í kapellunni okkar og hún var eitthvað svo skrítin í fasi stúlkan, ég vona bara að það sé ekki neitt að hjá henni”
“Mamma… það er svolítið sem ég hef ekki sagt þér” segi ég við móður mína en dreg þó seimingin “Embla er ófrísk og er búin að vera það í svolítinn tíma núna”
“Askur, átt þú þetta barn?” spyr móðir mín mig með að mér finnst nokkuri vissu í röddinni.
“Já” segi ég eingfaldlega
“Askur, ég geng frá þessu fyrir þig í dag” segir hún með þessari festu í röddinni.
“Takk mamma” segi ég einfaldlega áður en ég legg á.
Núna virðist allt vera að ganga upp, ég þarf bara að tala við Emblu núna það er þó erfiðast af því öllu því að ég veit hvernig Embla er og ég veit að hún vill ekki tala við mig núna, ekki þegar hún þarf að hugsa, ekki þegar hún þarf að vega og meta sína eigin valkosti en ég verð samt að tala við hana, segja henni hvernig mér líður og hvað það er sem er að gerst í kollinum á mér.
Ég lít á símann og veit að það er ofureinfalt að senda henni eitt sms og athuga hvort að hún vilji hitta mig einhverstaðar til að tala saman en er það kannski of einfalt en mér finnst það vera það sem ég þarf að gera, ég þarf að hafa samband við hana og segja henni hvað ég vill gera.
Ég tek upp símann og sendi henni eitt ræfilslegt sms og bið hana um að hitta mig á kaffihúsi því að ég verði að tala við hana, ég fæ svarið strax til baka, það er bara Embla hún svarar öllu strax, ég sé það þegar ég opna smsið að hún vill gjarnan hitta mig en hún geti það ekki fyrr en í kvöld og spyr hvort að við getum hittst heima hjá henni því að hún er ekki í stuði til að fara á kaffihús og tala um svona mál þar, ég skil hana vel og læt hana vita af því að ég muni koma til hennar um 8 leytið og hún veit að ég kem ekki of seint þar sem ég ætla mér að mæta og ég hef aldrei komið seint þar sem ég er að fara að hitta hana, hún er of sérstök til þess að láta hana bíða.
Ég er mættur fyrir utan íbúðina hennar og veit nákvæmlega hvað ég ætla að segja við hana, ég keypti eina rauða rós og eina hvíta nelliku, þetta eru 2 uppáhalds blómin hennar, ég hringi dyrabjöllunni sem þarf smá svona tækni til hringa því að hún er svolítið biluð greyið ég heyri það að hún gengur að hurðinni og opnar hana um leið og ég sé hana veit ég hvursu mikið það er sem ég elska hana, hún brosir nett til mín.
“Sæl” segi ég lágt og rétti henni þessi tvö blóm og sé það þegar brosið hennar stækkar smá og það skín á hvítar tennurnar.
“Takk” hálf hvíslar hún og starir niður á tærnar sem eru ljósbleik lakkaðar að sinni, ég veit að ljósbleikur er í smá uppáhaldi hjá henni þótt hún vilji engan vegin viðurkenna það “komdu inn í stofu” segir hún og töltir á stað.
Ég horfi á eftir henni hálf dáleiddur því að ég sé hversu vel það fer henni að vera svona eins og hún er, ekki neitt öðruvísi.
Ég geng inn í stofuna sem ég veit að er frekar tómleg því að Embla er eins og ég, vill ekki mikið af húsgögnum í kring um sig, það er þó eitt sem hún myndi aldrei láta frá sér og það er píanó sem henni var gefið þegar hún var 16 ára og kláraði skólann, þetta píanó er ólíkt öllum öðrum sem ég hef séð en ég veit líka að það var mikið gert fyrir það til að Embla myndi hreinlega elska það sem og hún gerir, ég hlamma mér í sófann sem ég hef oft á tíðum sofið í því að Embla hefur oft bjargað mér úr alls konar veseni og vandæðum.
“Askur… um hvað ertu að hugsa?”spyr Embla mig þegar hún tekur eftir því hversu hljóður ég er “ég kann ekki að lesa allar hugsanir þínar þótt ég skilji þær sumar hverjar” segir hún og horfir á mig með þessum djúp grænu augum.
“Ég er í raun ekki að hugsa, bara að reyna að koma því út úr mér það sem mig langar að segja við þig og er búin að vera að reyna að átta mig á í allan dag” segi ég óðamála, hún brosir til mín eins og alltaf þegar hún veit að ég er stressaður og sendir mér eitt af þessum stríðnis augnaráðum, ég átta mig á því að ég þarf ekki að vera feiminn við hana, hún þekkir mig eins og ég er og hún hefur sagt mér sínar tilfinningar gangvart mér, ég brosi til hennar og sé undrunarsvipinn sem kemur á hana.
“Askur…” segir hún og horfir fast á mig með undrun og forvitni í svipnum, ég halla mér að henni, kyssi hana létt á munninn og veit að hún bjóst ekki við því.
“Embla, það sem mig langar að segja þér og hef langað að segja þér frá því að ég var 16 ára er það að ég er meira en lítið hrifinn af þér, við erum búin að vera vinir frá því að við vorum börn og höfum þekkst meirihluta ævi okkar, það er ekkert sem mig langar að gera meira heldur en að vera með þér og elska þig og barnið okkar, ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan þú sagðir mér þetta í gær og ég veit að þetta er frekar snöggt hjá mér en ég verð að segja þér það að þó átt hjarta mitt en ég verð að fá að vita hvort að þú viljir að það verði eitthvað meira en bara vináttan á milli okkar” þessu dæli ég út úr mér og sá hökuna á henni bókstaflega falla niður á bringu því að hún bjóst alls ekki við þessum orðum mínum “þetta er ekki allt því að ég vil ekki vera bara faðir þessa barns, ég vil vera með þér og athuga hvort þú getur hugsað þér að vera með mér í framtíðinni því ég stórlega efa það að ég muni nokkru sinni hætta að elska þig” hún er nú farin að gráta, ekki beint gráta en tárin renna niður vanga hennar.
“Askur… ef þú ert algerlega viss um tilfinningar þínar þá vil ég gjarnan vera með þér og ég vil að þetta sé okkar barn og að þú sért faðir þess, ekki bara einhver sem þetta barn mun hitta aðra hverja helgi” ég tek utan um hana og smelli á varir hennar einum koss á meðan ég þurrka tárin sem er búin að vera að streyma niður bústna en fallega vangana.
Ég veit núna að þetta líf okkar muni vera eitthvað auðveldara og við klárum að tala okkar mál út, það er margt að tala um þegar það er mikið af tilfinningum að ráða fram úr og margra ára saman safn af orðum sem hafa ekki fengið að koma út fyrr en núna.
Það er farið að snjóa og við Embla erum flutt í litla fallega húsið okkar og vitum vel að við erum ekki ein hér, Embla á að fara að eiga núna eftir hálfan mánuð og við erum búin að vera að undirbúa okkur undir það síðan við náðum aftur saman, við liggjum oft saman uppi í sófa, hlustum á tónlist og spjöllum um allt sem okkur dettur í hug, ég veit ekki hvort er betra að vera þarna með Emblu eða vita það að ég á lítið barn á leiðinni, Vá systir kom öllum á óvart með því að segja okkur það að ég ætti eftir að vera sá besti pabbi sem hún þekkti því að ég hefði svo mikið sem enginn annar á, ég veit ekki hvað hún átti við með þessum orðum en ég veit að þetta var eitthvað sem hún hefði ekki sagt við mig nema að henni raunverulega þætti það, ég þekki systur mína það vel.
Barnið verður skýrt á sama stað og ég og litli frændi minn sonur hennar Váar og við Embla erum að hugsa um að láta gefa okkur saman þar, en samt ekki strax, við viljum þróa sambandið okkar svolítið betur.
Mér hefur sjaldan þótt Embla eins falleg og núna, hún hreinlega ber það með sér að hún eigi að eiga börn, hún virðist geisla og characterinn hennar er jafnvel fallegri því að ég veit að hún hlakkar alveg gífurlega til að eiganast þetta barn okkar, við vitum ekki hvort kynið það er, við vildum ekki fá að vita það því að það eyðileggur vissan spenning sem við bæði þráum, við erum búin að velja nöfn og þau eru ekki svo galin, eiginlega eins en þó ekki, ég veit ekki hvernig okkur datt þessi nöfn í hug en þau eru frekar lík, við gerðum smá samning með nöfnin ég átti að velja stúlku nafn og hún drengja og já þau eru lík nöfnin en það er í lagi, það er ekk eins og ég kvarti.
Ég horfi á þessa konu sem ég elska eins mikið og hægt er og velti því fyrir mér hvað það er sem veldur því að ég er með einhvern ugg í mér, ég er hræddur við það að hún fari á sjúkrahús og ég veit að hún vill helst ekki fara á þannig því hún hefur slæma reynsluna af þeim, ég vildi óska að það væri hægt að hafa þetta eins og þegar mamma átti Vá.
Ég velti þessu lítillega fyrir mér áður en ég leggst til svefns við hlið Emblu minnar, þessi svefn entist ekki lengi því að ég finn að Embla lætur illa í svefninum og henni líður eitthvað illa, ég vek hana og spyr hvað er að en hún kvartar einungis yfir því að hún er með smá verk yfir magann en virðist ekki gera sér grein fyrir því að það gæti verið að hún væri að fara að eiga.
“Embla, ég held að þú sért að fara að eiga” segi ég rólega við hana og eins yfirvegað og ég mögulega get, ég sé að augu hennar stækka og hún virðist þó ekki vera vitund hrædd.
“Askur, geturu beðið hina um að hjálpa mér við það” segir hún og ég átta mig strax á því hvað það er sem hún er að biðja um, við vitum að þær verur sem búa hérna hafa beðið þessarar stundar lengi og virðast ekki hafa á móti veru okkar hérna.
“Ég skal gera það ef ég má líka biðja mömmu um að vera hérna hjá þér” segi ég við hana.
“Hvað sem er, ég vil bara að þau geri þetta, ég vil ekki á sjúkrahús!” segir hún með meiri festu en ég hafði hugmynd um að hún hefði.
Ég hef talað við móður mína og þá sem búa hjá okkur um að verða að því að taka á móti þessu barni, móðir mín hló þegar ég hringdi í hana því að hún hafði verði nýkomin í borgina með föður mínum og þá vissi ég að það höfðu allir átt von á þessu nema við Embla, þetta var greinilega það sem átti að gerast á þessari stundu en ekki eftir hálfan mánuð.
Fæðingin gekk betur en ég þorði að vona en ég var alger hræðsupúki því að ég vissi ekki við hverju ætti að búast því að ég hafði aldrei verið þar sem barn fæddist, ég veit bara það að þetta er það fallegasta barn sem ég hef séð á ævi minni, dóttir mín sem ber það nafn sem ég valdi handa henni Hrafnhildur Árný, það skemmtilega við þetta nafn er það að Árni hennar Váar gerði mikið grín af því þegar hann fékk að heyra það að hann ætti eitthvað í þessu barni þar sem hún bæri nafn hans að hluta til, okkur finnst það ekki verra því að við báðum Árna og Vá að vera guðforeldra hennar, hún er alls ólík okkur móður hennar með ljóst hár og dimmblá augu, það er eins og hún hafi fengið allt frá henni ömmu sinni sem við elskum öll, ég veit bara það að ég mun alltaf reyna að vernda þessa litlu fjölskyldu sem ég á því að mér var bent á það að ég þyrfti að gæta hennar því að hún væri á mína ábyrgð.
Ég sit hérna með Emblu minni og horfi á dóttur okkar leika sér við allt það sem felur sig í garðinum okkar, mamma og Vá vissu það strax þegar hún Hrafnhildur fæddist að hún væri ein af þeim, ein af þeim sem sjá en ég get ekki sagt að ég sé einn þeirra því ég er fæddur sonur manneskju og huldumanns sem valdi það að fara úr álfheimum til að vera með henni móður minni, undarlegt hvað ástin fær mann til að gera og ég veit það að hann faðir gerði þetta af einskærri ást til hennar móður minnar.
Dóttir mín á sér tilgang í lífinu að vera sú sem hún er, vita hvað hún á að gera og hennar tilgangur er sá að lifa lífinu eins og það er, gera sín mistök og einnig leiðrétta þau, það verða allir að gera það og ég veit að hún getur verið og gert hvað sem hún vill.
———————
Enn og aftur kem ég með eitthvað sem er alltof langt og líklega alls ekki nægilega vel skrifað.
kv. Taran