Heima er þar sem hjartað er
Ég man eitt úr barnæsku minni það er að það var alltaf mikið um gestagang heima hjá mér, alltaf svo mikil gleði og glaumur og alltaf virtist sem það bæru allir mikla virðingu fyrir móður minni, ég sá það líka seinna að eini maðurinn sem móðir mín hafði nokkru sinni raunverulega elskað var þarna á meðal, hann var ekki faðir minn né af þessum heimi en hann var alltaf svo fagur í mínum sem og móður minnar augum.
Móðir mín sagði mér söguna frá því hvernig í hafði komið í heiminn og lengi vel gat ég ekki trúað henni, ekki fyrr en þessi maður sem móðir mín elskaði svo innilega sagði mér hana einnig, hann sagði mér einnig þá að ekki voru allir sem komu á heimili okkar móður minnir af þessum heimi og það voru margir sem hræddust hans líka, en það gerði ég þó aldrei og hef ekki gert.
Mér var mikið strítt sem barn á nafni mínu en þó var mér sama um það því að ég veit að það hefur einhverja ónefnda merkingu, ég hef ekki skilið hana enn í dag á þessum 18 ára afmælisdegi mínum, sú merking sem margir hafa sett í nafn mitt sem er Vá Líf er ekki sú sem ég set í það og ég veit hvað það var sem sat í móður minni þegar hún nefndi mig þessu nafni þegar hún bar mig undir brjósti.

Það er mikill glaumur í borginni núna, ég fór í bæinn því að nokkrir vinir mínir báðu mig um það ég gat ekki hugsað mér að svíkja þá enn einu sinni, ég hef gert mikið af því upp á síðkastið, mér hefur ekki fundist ég geta farið og skemmt mér þegar ég skil ekki hvað er í gangi í kollinum á mér, kannski að það sé vert að minnast á það að ég hef haft litla hæfileika til að sjá þá sem ég hafði séð sem barn seinustu árin en núna virðast hæfileikar mínir vera að koma aftur upp, móðir mín sagði mér að það sama hafði komið fyrir hana.
Ég sé vini mína þar sem þeir standa fyrir utan einn skemmtistaðinn og reyna að halda á sér hita, það er napurt núna og ég finn það á mér að það fari brátt að snjóa, ég hugsa með mér að þetta hljóti að vera nokkuð líkt því þegar móðir mín átti mig í þessari litlu kapellu, ég hef eitt sinn komið þangað en nú finnst mér sem ég verði að fara þangað aftur, á þennan stað sem móður minni þótti alltaf best að vera á.
Ég geng að þessum litla en góða vinahóp sem ég á og faðma einn vin minn að mér, hann veit að ég meina minnst með þessu nema það að mér þykir vænt um hann, þó verð ég að viðurkenna að mér þykir ögn meira en bara vænt um hann, þessi vinur er sá eini sem ég hef getað talað við um allt sem hefur gengið á í lífi mínu og ég veit að það fer ekki lengra.
Hópurinn heilsar mér glaðlega og óskar mér til hamingju með daginn, þau eru öll svo hamingjusöm eitthvað, hópurinn saman stendur af þremur pörum og þremur einstaklingum, það virðist ekkert geta rifið þennan hóp í sundur, mér hefur alltaf fundist hann standa saman í gegnum súrt og sætt, þegar þessi sambönd fóru að þróast innan hópsins varð ég hrædd um að ef þau myndu hætta saman myndi það eyðileggja hópinn en ég hef komist í raun um það að þannig nokkuð hefur ekki enn gerst innan þessa hóps, við erum sterk saman og viljum ekki láta neitt þessu líkt rífa okkur í sundur.
Við göngum inn á skemmtistaðinn eins og alltaf, það hefur aldrei verið spurt okkur um skilríki, það er sem það sé eitthvað sem þú spyrð ekki þennan hóp um og við vitum líka að það þekkja næstum allir okkur núna, við höfum verið að koma hingað síðan ég var 16 ára og jafnvel ekki þá var spurt mig um skilríki, ég hef ekki verið ein af þeim sem drekka… ég er ekki hrifin af því að drekka… er eiginlega hálfhrædd við drykkju eða ekki drykkju heldur afleiðingar hennar.

Hópurinn skellir sér að borðinu sem við höfum eignað okkur í gegnum tíðina og drykkjan byrjar hægt og rólega hjá hópnum, ég sit þarna og horfi á þau hlægja og skemmta sér, mér finnst gott að vita að þeim líður vel og eru að skemmta sér, ég lít út á dansgólfið og sé þar einn mann sem ég hef oft séð hér áður, ég hef í raun aldrei pælt neitt í honum, það hefur ekki verið þannig áhugi fyrir honum en núna langar mig að gera eitthvað af mér, ég verð nú ekki 18 ára nema einu sinni í þessu lífi, ég glotti til hópsins og læt þau vita að nú er ég farin að veiða, ég sé að þeim finnst það fyndið að nú sé ég farin á veiðar því að ég hef ekki verið að gera það neitt, aldrei held ég bara hef ekki þurft þess.
Ég fer út á dansgólfið og hreyfi mig í takt við tónlistina og finn fyrir brennandi augnaráði margra, ég brosi út í loftið og loka augunum þegar uppáhalds lagið mitt byrjar, ég veit að það er verið að spila það einungis fyrir mig, ég raula með laginu og finn það þegar tónlistin virðist hreinlega fara í gegnum mig, ég finn fyrir því að það er einhver farinn að dansa uppvið mig og virðist fylgja mínum hreyfingum, ég opna augun og horfi inn í brúnustu augu sem ég hef séð síðan ég var barn þetta er þó ekki sami maður en mér finnst ég þó þekkja hann en þetta er nýr maður, ný augu svo seiðandi brún.
Ég dansa allt kvöldið við þennan mann sem ég þekki ekki neitt en finnst þó ég hafi þekkt alla mína ævi, það er bara eitthvað svo kunnuglegt við hann, seinasta lagið rennur á enda og hann brosir til mín og í fyrsta sinn talar hann til mín í fyrsta sinn.
“ Hvað heitir þú” spyr hann með bros á vör
“Vá Líf” segi ég “Ég veit að það er skrítið”
Hann horfir á mig og virðist ver að vega nafn mitt og meta
“Ég er oft kallaður Móri vegna augnana held ég en ég heiti í raun Árni” segir hann með stóru brosi sem mér finnst verma hjarta mitt “Má ég forvitnast um eitt… hvað ertu gömul, ég hef oft séð þig hérna en ekki fundist þú eiga hérna heima, sjálfur er ég 26 ára… síðan frá því fyrir…” segir hann og lítur á úrið sem hann er með á hægri hönd “… 6 tímum”.
Ég brosi og finnst ég knúin til þess að svara þessum manni sem hefur vakið forvitni mína svona allverulega að ég þarf eiginlega að vita meira um hann.
“Ég er 18 ára…” segi ég, tek um hönd hans og lít á úrið hjá honum “…frá því fyrir 10 tímum nákvæmlega” hann brosir af þessum orðum mínum og hlær að þessum aðförum mínum.
“Þá eigum við eitthvað sameiginlegt” segir hann við mig og lítur í átt að dyrunum og ég velti því fyrir mér hvort ég sé að tefja hann eitthvað, það er sem hann lesi huga minn því að hann lítur beint í augun á mér og brosir enn meir af þessu fallega brosi hans, ég sé beinar raðir af hvítum tönnum og tek eftir því að hann er að horfa á mig skælbrosandi og virðist ekki vera að drífa sig neitt, ég heyri þó í vinum mínum kalla á mig og hann virðist sjá það að ég er á báðum fótum hvort ég eigi að yfirgefa hann og fara til vina minna eða halda áfram að vera þarna með honum.
“Farðu bara til þeirra, en ég ætla þó ekki að sleppa þér nema að ég fái annað hvort númerið þitt eða eitthvað sem segir mér að ég eigi aftur eftir að hitta þig” segir hann við mig alvarlegur á svip en þó eru augu hans full af kátínu, ég fer ofan í veskið sem ég er oftast með hangandi á mér og næ í lítið kortaveski sem ég á og dreg upp nafnspjald með nafni mínu, símanúmeri og e-mail, ég lít á hann og rétti nafnspjaldið, þegar hann sér litlu myndina þarna í horninu á spjaldinu glottir hann.
“Ert þetta þú” spyr hann og bendir á litla djöfulinn sem er með gervi vængi og geislabaug, ég fer að hlægja.
“Neimm, ég held þetta sé nú ekki ég… en nú þarf ég að fara það er búið að vera að góla á mig núna í einhvern tíma” segi ég hægt og lágt
“Ég lofa að ég hef samband við þig, það er alveg fyrir víst” segir hann við mig og kyssir mig laust á varirnar, reisir sig aftur frá mér og sendir mér eitt bros að skilnaði.

Ég fæ 3° yfirheirslu þegar ég kem aftur til hópsins og ég sé að það eru allir enn í góða skapinu og núna get ég raunverulega brosað yfir einhverju og hugsa um kossinn sem þessi fallegi maður sem ber nafnið Árni hafði gefið mér, ég velti því enn fyrir mér hvaðan ég gæti hafa þekkt hann en við virtumst í raun þekkja hvort annað og það var alltaf eitthvað sem sagði mér það að hann væri einhver sem ég þekki en ég bara man engan vegin hvaðan.
Ég renni fingrunum eftir leðurólinni sem er utan um háls minn núna en ég hef átt hana alla mína tíð, hún er orðin ofurlítið lúin en það er sem það komi eitthvað í veg fyrir það að hún slitni, ég veit að sá sem móðir mín hefur alltaf elskað gaf mér og móður minni eins ól, móðir mín hefur stytt sína og gefið litla bróður mínum sem hún á með þeim sem hún elskar, litli bróðir minn er eins og ég að því leiti að hann tekur ólina helst aldrei af sér, sagði mér eitt sinn að honum finnist hann öruggur þegar hann er með hana, ég veit hvað hann á við, mér finnst þetta sjálfri.

Hópurinn tvístrast stuttu seinna og ég tek taxann heim í litlu en þægilegu íbúðina mína þar sem ég veit að kisinn minn bíður mín eins og alltaf, ég er búin að búa ein frá því að ég var 16 ára, ég fór í skóla en ég er ekki í þannig núna, er að taka mér smá hvíld frá honum.
Ég niður stigann að andyrinu og heyri það að kisi er að mjálma á mig, hann gerir það alltaf þegar ég er að koma heim, alltaf þegar hann er farinn að sakna mín en hann fær oft á tíðum að sofa uppí rúmi hjá mér, ég opna dyrnar og geng inn, það fyrsta sem ég finn fyrir er heitur og mjúkur skrokkur kisa, það er sem og hann skilji mig alltaf hann er alltaf svo ánægður með þetta litla sem ég hef að gefa honum.
Ég læt renna í baðið, skelli í þetta litla vatn sem er komið smá af smá baðsalt og svona baðbombu, mig langar að ná að slaka smá á núna, ég finn fyrir þessum óþægilega seiðingi í bakinu, þetta gerist oftast þegar ég kem úr bænnum, það er eins og ég taki svo mikla frá öðrum, slæmar tilfinningar þar að segja, það hefur oft verið sagt við mig að ég sé alltof opin fyrir fólki sem ég þekki ekki neitt.
Á meðan það rennur hægt í baðið fer ég inn í eldhús, set smá mat í dallinn hans kisa míns og sest svo fyrir framan tölvuna og dreg undir mig fæturnar eins og alltaf, ég kíki á mirc og athuga hvort það sé einhver búin að vera að reyna að ná á mig og sé bara fullt af nickum sem ég kannast ekkert við, kíki aðeins á þetta en ekki með neinum áhuga, skilur fólk það ekki að ég svara ekki sumum spurningum? Að lokum sé ég eitt nick sem ég kannast mjög vel við, ég hef spjallað við þann aðila frá því að ég byrjaði að mirca og hann er fínasti strákur að mínu mati en veit að það eru ekki allir sammála mér um það, það finnst alltof mörgum það sem hann hefur sagt vera alger steypa en ég veit betur, hef lesið mikið sem hann hefur skrifað og veit að það er satt og rétt, hann er næmur eins og ég er en þekkir þá hæfileika sína betur, hann er bara að óska mér til hamingju með afmælið og biður mig um að fara vel með mig á meðan hann er í útlandinu eins og hann orðar það, hann er nýfarinn til Argentínu en það er svo kallað draumalandið hans, ég kíki að lokum á mailið mitt og sé að þar er ekkert nýtt eða skemmtilegt.
Ég fer inn á bað afklæði mig og skríð ofan í baðið á meðan ég horfi á skuggana af kertaljósinu leika sér á veggjunum, ég finn allt þetta sem ég hef tekið inn á mig skríða úr mér, það er eins og heitt vatn geti hreinsað líkaman algerlega, ég heyri það að síminn minn píbar lágt, hverjum dettur í hug að hringja í mann á miðri nóttu? Ég lít á símann og sé að þetta er númer sem ég hef aldei á ævi minni séð áður en ég svara þó.
“Halló” segi ég með smá pirring í röddinni.
“Sæl, var ég að trufla” ég heyri strax á fyrsta orði að þetta er Árni og brosi því að ég bjóst ekki við að heyra í honum strax.
“Nei, þú ert ekki að trufla, var bara að skríða í baðið” ég heyri lítinn en vinalegann hlátur á hinum endanum og heyri smá sull.
“Tja… ég er eiginlega að gera það sama” segir hann hlægjandi “við erum víst líkari en ég hélt” heldur hann áfram.
“Já kannski svo, en bíddu smá ég verð að opna fyrir kisa”
“Áttu kött, hvernig er hann? Ég hef aldrei átt þannig en langar alveg gífurlega í einn, bara veit ekki hvernig ég færi að því að sjá um hann”
“Þetta er bara lítill villikisi sem ég fékk uppi á dýraspítala, svartur lítill púki sem er ekki sáttur við að vera lokaður frammi á gangi, en hvers vegna gætir þú ekki verið með kött?” spyr ég vanfærnislega því ég hef það á tilfinningunni að svarið gæti verið viðkvæmt og það að þetta sé viðkvæm spurning.
“Ég á litla stelpu sem ég sé ekki það oft” segir hann með semingi “mamma hennar er ekki hrifin af dýrum þótt sú stutta sé það”
“Búið þið mamma hennar saman?”
“Nei það gerum við ekki en það er ekki auðvelt að fá hana til að leyfa mér að vera með litla engilinn minn, fyrirgefðu en ég er ekki vanur að tala um hana við aðra”
“Það er í lagi” hálf hvísla ég í símann “en ef þú vilt tala um hana þá er ég hérna” ég bókstaflega heyri hann brosa í gegnum síman og það að hann er svolítið opnari núna en fyrir nokkrum mínútum síðan.
“Ég sá hana seinast fyrir meira en hálfu ári, hún verður 4 ára núna seinna í þessum mánuði ég ég veit ekki hvenær ég mun hitta hana næst” segir hann hálf brostinni röddu og mér finnst sem það sé verið að brjóta hjarta mitt.
“Hví færðu ekki að sjá hana oftar, hefuru ekki umgengisrétt bara eitthvað til að valda því að þú mátt hitta hana?” spyr ég með smá ofsa í röddinni.
“Ég hef rétt en ég veit líka ef ég leita hans mun það verða erfiðara fyrir mig að fá að umgangast dóttur mína, móðir hennar er ekki sú þolimóðasta né sú ánægðasta með þann rétt minn”
“Árni… hver er réttur þinn gagnvart barni þínu? Ef þú átt rétt verður að berjast til að fá honum framgengt” segi ég sem hef alltaf fengið að ráða því sjálf hvernig mínu lífi er hagað.
“Þú hlýtur að vita hvað þetta helgarpabba dæmi er, er það ekki?”
“Jú það veit ég”
“Ég er með svipaðann rétt nema að ég á að fá að vera með hana í að minnsta 3 mánuði á ári, seinast sá ég hana í 3 daga… það er allt sem mamma hennar ákvað að ég ætti skilið, ég vil ekki vera að berjast við hana, frekar að komast á góðan grundvöll”
“Ef hann hefur ekki fundist núna finnst hann aldrei, það er það sem ég veit” segi ég við hann og útskýri betur fyrir honum líf mitt og hvernig það var og hefur verið, við ákváðumst að hitta næsta kvöld, bara því að okkur langar að kynnast betur og tala betur um allt sem okkur langaði að tala um.

Ég fór á kaffihús sem ég hafði svo oft komið á og finnst alltaf gott að komast á til að slaka á og tala við vini mína, núna er ég að bíða eftir manni sem ég hef virkilegann áhuga á, ég sé hann ganga inn um dyrnar alvarlegur en sé að það kemur stórt bros á hann þar sem hann sér mig og stuttu eftir að hann sest hjá mér þá kemur þjónn og spyr um hvað má bjóða okkur, ég fæ mér bara Cafélatte og hann eitthvað sem ég er ekki viss um að ég myndi þora að smakka á í mínu litla lífi.
Við förum að spjalla á milli allt á milli himins og jarðar og hann segir mér það að hann hefur haft samband við sína fyrrverandi og hreinlega krafsist réttar síns af henni og sagt henni að hann myndi fara fram á fullt forræði yfir þeirri litlu því að þetta gengi ekki lengur, hann fengi dóttur sína seinna í vikunni og hann þakkaði mér kærlega fyrir að hafa bent honum á það að þetta væri það eina rétta í þessari stöðu sem hann hafði verið í.
Ég fór heim með honum þetta kvöld og stuttu seinna vorum við eiginlega farin að búa saman ég, hann, dóttir hans og kisi, ekki svo löngu eftir að við fórum að búa saman varð ég ólétt það var þá sem hann bað mín, ég var 18 ára, ólétt og átti fjölskyldu með manninum sem ég elskaði, nóttina eftir að hann bað mín dreymdi mig að Árna nema að hann leit öðruvísi út en þó vissi ég að þetta væri hann, þetta voru sömu augun og allt var það sama í fasi hans, mér fannst ég einnig vera þarna, ég átti heima þarna hvernig sem stóð á því ég átti heima hjá honum líka í þessum draumi sem mér fannst vera endurminning frá því fyrir löngu, frá því að ég var seinast á lífi, frá annari tíð.

Árna fannst það vera sniðugt ef við myndum giftast og skíra litla drenginn sem við eignuðumst á sama tíma, það þarf kannski ekki að orða það að brúðkaupið og skírnin voru haldin í lítilli kapellu úti á landi, ég hef átt mínar mestu hamingju stundir þarna og líf mitt væri ekki það sama ef það væri ekki fyrir þennan stað, við giftingu mína voru margir sem allir sáu einungis á þessum eina atburði, nema það að fjölskylda mín virtist alltaf sjá þau sem hafa alltaf fylgt móður minni, mér og bróður mínum.

Fóstur dóttir mín og sonur hafa verið ljósin mín og verða það alltaf, ég veit það að hvorugt þeirra er sjáandi en það breytir engu, kannski það sé einhver annar sem mun bera það áfram.

—————

Veit að hún er svoldið skrítin á köflum en gat heldur ekki hugsað mér að taka hana í sundur…