EFtir farandi smásaga var rituð á innan við 5 mínútum þegar ég hafði nákvæmlega enga hugmynd.


Ég stóð í herberginu, einn eins og venjulega og horfði á
rigninguna lemja rúðuna. Hvert var allt að stefna?
Ekkert, eða svo hélt ég, svo vissi ég. Ég gekk rólega að
hurðinni, ég veit ekki hvað dró mig að hurðinni bara
eitthvað, einhver tilfinning sem ég þekkti ekki. Ég
opnaði hurðina og gekk í gegnum hana, það var allt dimmt,
allt kolsvart. Ljós kviknaði svolítið frá mér, ég gekk í
áttina að því, þar var hæginda stóll, svartur, leður
stóll. Í stólnum sat þessi maður, lítill, digur, með
svartan kúluhatt, í röndóttum jakkafötum sem skiptust í
bleikan og bláan. Hann var með rautt úfið hár sem stóð
undan hattinum og með yfirvara skegg. Hann leit á mig og
brosti.
“Hæ gaman að sjá þig, ertu ekki í góðu skapi. Hvað er að
gengur allt á aftur fótunum, vertu bara feginn, það er
erfitt að labba á framfótunum. HAHAHAHAHA”
Ég horfði bara á hann og vorkenndi honum fyrir að vera
svona, ég virkilega vorkenndi honum. Ég fór til baka og
inn í íbúðina mína. Á rúminu mínu sat lítill kall, hann
var í stutt buxum og hlýrabol með hvítt úfið hár og
yfirvara skegg.
“Hæ gaman að sjá þig. Hef ekki séð þig áður, ertu nýr,
eða gamall. Hahahahaha.”
Ég grét, hvað var að gerast hérna, var ég að ganga af
göflunum. Ég greip byssuna sem lág á borðinu og miðaði á
hausinn á mér og tók í gikkinn. Ekkert gerðist, það er
staðreynd að bananar hafa ekki skot, ég lagði bananann
frá mér, ég tók mér stöðu nákvæmlega 3 metrum frá
glugganum á 6 hæð. Ég tók á sprett og steypti mér í átt
að glugganum. Ég braut á mér hálsinn, ég hata tvöfalt
gler. En svona endar sagan mín, það er að segja ef hún
hófst á annað borð. Því ég á aldrei eftir að vita það.
Því nákvæmlega ekkert gerðist þennan dag, en á sama tíma
gerðist allt, allt, ekkert?