- Laufey! Hættu þessum látum! sagði hún, keyrði út í kant og gekk út úr bílnum. Hún opnaði afturdyrnar þar sem dóttir hennar sat rífandi í hárið á litla bróður sínum og öskraði eins og villimaður. Þetta er eitthvað sem hún sá á hverjum degi. Hún reif stelpuna út úr bílnum.
- Amma þín myndi aldrei vilja sjá þig gera svona! Laufey þagnaði. Það voru aðeins þrír dagar síðan amma hennar hafði látist. Hún leit niður á skóna sína, hún skammaðist sín og sárnaði. Móðir hennar skammaðist sín einnig. Hún hefði aldrei átt að segja þetta né eitthvað í líkingu við þetta. Hún leit niður á skóna sína og þarna stóðu þær, starandi á skóna sína á meðan tuttugu til þrjátíu bílar þutu framhjá.
- Sestu inn Laufey, sagði hún og lokaði á eftir henni. Gekk inn um framdyrnar og keyrði af stað. Mamma hennar var dáin. Andskotinn sjálfur.
Hún keyrði Reykjanesbrautina í átt að Reykjavík. Reykjavík, þessi vesæla borg. Þar sem mamma hennar yrði jörðuð innan fárra daga. Keyrði framhjá kirkjugarði, er þessi nógu góður? Kross, kross, steinn, steinn. Er einhver rútína? Kross, steinn, kross. Kross. Hún mundi allt í einu eftir hakakrossinum undir ilinni. Hún hafði verið brjálaður unglingur. Sadistafífl. Frá 16 ára aldri drakk hún á hverjum einasta degi og reykti alls konar óþverra. Hún hafði umgengist glæpagengi, stundað vændi þegar hún átti engan pening fyrir dópi. Hvernig gat hún hafa látið svona? Hvernig breyttist hún? Mamma hennar hafði oft dregið hana inn þar sem hún lá fyrir utan útidyrahurðina á morgnanna. Útúrdópuð. „Nýnasistarnir“ svokölluðu höfðu oft farið illa með hana. Barið hana. Stjáni.
Stjáni var faðir Laufeyjar. Orðinn 24 ára, bifvélavirki í Breiðholtinu. Hún bjó í Keflavík. Hún hitti hann aldrei. Hún vildi ekki sjá hann. Hún ætlaði aldrei að fyrirgefa honum það sem hann gerði henni.
Þá var hún 17 ára, heimsk stelpurófa. Gerði alls konar ódælisverk og hafði setið inni í þrjá mánuði, mest. Stjáni var þá 18 ára, nýnasisti. Hann hataði alla innflytjendur og hafði oft verið dæmdur fyrir ofbeldisverk, nauðganir, rán. Hafði setið inni. Hún var oft með honum. Þeim leið eins. Þess vegna fékk hún sér húðflúrið. Hann er með eins og þau fengu sér það á sama tíma, sama stað. Þetta var ekkert gert í einhverju biluðu skapi. Hún vildi þetta og hann líka. Þau höfðu hugsað um þetta er marga mánuði og eitt vetrarkvöldið, bað hann vin sinn um að gera þetta á þau bæði. Þau voru glöð og stolt af sjálfum sér. Fannst eins og þau höfðu rétt fyrir sér en allir aðrir rangt. En það var rangt. Þau drukku mikið eftir þetta það kvöld og tóku inn alls kins efni. Þau vildu bara skemmta sér. Þau voru vinir. Vinir. En Stjáni hafði aðrar hliðar, sem hún þekkti ekki. Ekki fyrr en eftir á.
Þau dönsuðu hálf dösuð á skemmtistað en ákváðu svo að fara heim til hans. Hún mundi bara eitt og eitt atriði. Þau voru heima hjá honum. Hann snerti hana. Hún vildi það ekki. Hún var máttlaus. Hann gerði það sem hann gerði.
Morguninn eftir vaknaði hún, ein í rúminu hans Stjána. Hún drattaðist úr rúminu og fór í fötin sín. Blóð? Hún fór inn á bað. Hún var marin á höndum, háls og lærum. Hvað gerðist?
Dagurinn leið og meira og meira rifjaðist upp fyrir henni. Hún talaði ekki við Stjána. Hún vildi það ekki. Dagarnir liðu og loksins áttaði hún sig hvað hann hafði gert. Var þetta henni að kenna? Hafði hún gefið honum undir fótinn? Vildi hún þetta? Nei. Helvítis nauðgarinn. Fjórum dögum síðar gekk hún framhjá apóteki. Notaði hann smokk? Hún fór inn og keypti þungunarpróf. Fór heim. Tók prófið. Hvað gat hún sagt? Hún var ólétt.
Hún hætti samstundis öllu rugli. Tók sig á. Reykti reyndar enn, pakka á dag. Hún gat ekki hætt. Hún talaði ekkert við Stjána næstu níu mánuðina. Laufey fæddist á sunnudagsmorgni. Allt gekk vel og hún fékk mikla hjálp frá mömmu sinni. Mömmu. Ljúfu mömmu sem alltaf var tilbúin að hjálpa. Hvað sem var að. Alltaf tilbúin. Hún bjó hjá henni fyrsta árið. Svo kynntist hún manni. Indælum manni. Ragnari. Þau byrjuðu að búa og allt gekk að óskum en þá var það eitt kvöldið sem hún kom að Stjána inni í íbúðinni sinni. Hún var ein. Ragnar var úti með Laufeyju.
- Afhverju sagðirðu mér ekki frá Laufeyju? Afhverju? öskraði hann svo allt hristist í huga hennar.
- Ha? Ja, ég. Hún lauk ekki máli sínu. Hann var kominn að henni. Hélt henni. Hann var ekki á neinu dópi núna, né fullur. Hann henti henni inn í svefnherbergið. Hélt henni svo fast að hún gat ekki hreyft sig. Ætlaði hann virkilega að gera þetta aftur? Hún öskraði og grét en enginn heyrði. Hann lauk sér af.
Hún vissi svo sem að hún var ólétt eftir hann, aftur. Tók próf og fékk sönnun á því. Gat samt ekki hugsað sér að eyða því. Níu mánuðir liðu og það skrítna var að Ragnar tók þessu ágætlega. Hann var alltaf rólegur. Hjálpaði henni. Hann vildi ala það upp. Annað barn sem hann átti ekkert í. Hve mikið elskaði hann hana? Ríkharður fæddist.
- Mamma, hvenær ætlarðu að beygja? sagði Laufey með sinni saklausu rödd. Hún rankaði við sér. Hún hafði keyrt beint í allan þennan tíma sem hún hafði verið að hugsa. Hún leit í kringum sig og svo fram fyrir sig á sá þá þennan gríðarstóra flutningabíl beint fyrir framan hana. Hún náði ekki að beygja nógu fljótt og bíllinn hennar flaug af Reykjanesbrautinni og út í hraunið.
„Hörmulegt bílslys varð á Reykjanesbrautinni í morgun um níuleytið. Fólksbíll, sem innihélt konu og tvö börn klessti á flutningarbíl. Fólksbíllinn valt um tvo hringi. Konan var ekki í bílbelti og lést samstundis. Börnin tvö voru hins vegar í bílbelti en eru í lífshættu og á gjörgæsludeild. Ökumaður flutningabílsins sakaði ekki. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.“